Það líður varla sá dagur í fréttunum, Kastljósinu eða öðrum spjallþáttum að verið sé að tala um gildi menntunar sem er gott og gilt.
Rektor háskóla íslands er í þessum þætti og rektor HR eru í öðrum þætti. Síðan í öðrum þáttum eru bankastjórar og verðbréfamiðlarar. Spurning mín er sú hvort einhver kann eitthvað með höndunum í dag? Er almenn verkkunnátta á miklu undanhaldi. Reyndar þótt ótrúlegt sé hefur iðn og verkkunnátta aldrei verið “gloryfæjuð” eins og peningaheimurinn.
Í dag ertu ekki maður með mönnum nema að hafa MBA titill eða vera invinklaður í bankageirann. helst að eiga hlutabréf og kunna að lesa tölur. Það er ekki langt síðan að á 17 júní , þegar lagt er blómakrans við styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli að iðnnemar fengu að taka þátt í því.
Ég meina við erum nú þjóð sem höfum þurft að hafa fyrir lífnu með höndunum og það er gaman að skapa eitthvað og gera eitthvað með höndunum og það er það sem lífið gengur út á . Sumir í dag virðast halda að penginarnir spretti einhversstaðar frá þar sem þeir vita ekki almennilega hvar ,og ef þú ert nógu glöggur og vel menntaður á peningasviðinu nærðu í eina torfu af seðlum. En þeir sem raunverulega skapa peninga í öllum þjóðfélögum heimsins eru þeir sem “vinna fyrir þeim” , þ.e.a.s. með höndunum.
Búa til hitt og þetta .
Ef fer sem horfir , verður enginn eftir sem kann að gera eitthvað eftir 100 ár eða svo. Þá verður ísland bara eins og Brussel , Fullt af fólki í jakkafötum sem vinnur sinn vinnudag og kíkir á pöbbanna um helgar og ræðir verðbréf og vísitölur . Hef stundum velt fyrir mér hvort sagan mun ekki bara endurtaka sig og “öreigar allra landa sameinast” og stofni aftur lýðveldi verkalýðsins þegar kúgun peningavaldsins er orðin yfirgengileg.
Sagan jú endurtekur sig alltaf …….
JHJ….99 prósent af því sem við segjum og gerum er tilgangslaust