Þetta er tekið af blogginu mínu
endilega skoðið það: http://bleksvart.blogspot.com

————

Jæja ég hef fengið nóg af fólki sem heldur að anarkismi sé algjört chaos og stjórnleysi svo ég ætla að gera stutta grein um anarkisma

Hvað er anarkismi?
Anarkismi er pólitísk hugmyndafræði og lífstíll sem inniheldur pólitísk og persónuleg viðhorf á samfélagið sem við lifum í, í dag. Anarkismi byggist á því að við getum byggt upp samfélag saman án yfirvalds. Anarkistar vilja hreinlega jafnrétti og frið án yfirvalds.
Anarkistar eru EKKI brjálaðir rebels sem vilja eyðileggja allt. Anarkistar vilja frið. Þeir vilja að við byggjum upp samfélagið saman og virðum hvorn annan. Þeir vilja EKKI chaos!

En gengur samfélag upp án yfirvalds?
Við höfum reynt svo margar leiðir með einhverju yfirvaldi. Allar þessar leiðir byrjuðu vel en þar sem vald skapar græðgi og illsku þá enduðu allar þessar leiðir illa. Margar af þessum leiðum voru góðar í byrjun en enduðu illa útaf því að þeir sem sátu við stjórn fengu ekki nóg. Þeir vildu meira og meira. Kannski er vald bara of þungur hlutur að mannkynið getur ekki lyft honum. Ættum við ekki bara að leggja valdið niður? hvíla okkur á öllum þessum þunga og byrja að vinna saman á nýju og betra samfélagi?

Hvaða kostir fylgja samfélagi án yfirvalds?
* Friður
* Kærleikur
* Samvinna
* Gleði


Takk fyrir mig. Endilega komið með ykkar skoðanir á þetta.