Þessi fyrsta setning þín… þar liggur hundurinn einmitt grafinn hjá þér. Þú heldur að hagfræði séu vísindi… að bera hagfræði saman við þyngdarlögmál, gimme a break.
Spurðu hvern sem hefur vit á þessu, og þá muntu komast að því að hagfræði er “social science” í besta falli. Bara kenningar og pælingar, en illsannanlegt mjög.
Og hagfræðingar geta heldur ekki spáð neitt fyrir um framtíðina frekar en neinn annar. Eins og ég sá í heimildarmynd sem Richard Dawkins gerði, þá er fólk sem telur sig geta séð fyrir markaði svipað og fólk sem telur sig vera orðið hæft í að kasta pening til að fá ákveðna útkomu…
Ekki endilega af því að hagfræði fæst við *flóknari* hluti en önnur fræði… þetta er bara svo andskoti óútreiknanlegt. Þetta er ekki bara spurning um human behavior… þetta er (oft hálfgeðveik) hjarðhegðun á epískum skala.
Auk þess, ég veit ekki hvað þú ert gamall en ég held að þú eigir margt ólært um hugtakið “economy”. Fólk er alltof mikið í dag látið halda að “hagfræði” snúist öll um vexti og gengi og allt það. Í raun er þetta miklu breiðara hugtak. Fæstir vita neitt um muninn á economy RAUNVERULEGRA hluta og síðan þetta “virtual economy” hluta sem eru bara til því allir eru sammála um að trúa því, en það er einmitt það sem hefur hrunið núna worldwide. Það sem er pínu fyndið við þetta að í þessu “faith-based” economy þá eru hagfræðingar með þeirra *mystical* abilities orðnir hálfgerðir æðstuprestar. Hahah, ein góð mannfræði bók sem ég var að lesa nýlega kallaði suma hagfræðinga “money-shamans”. Þá er átt við bókstafstrúar-hagfræðingana sem Joseph Stiglitz er að gagnrýna.
Ekki það að ég sé að þykjast vera eitthvað betri en þú að þessu leiti. Ég var sjálfur bara að læra af þessu nýlega. Hingað til hef ég (eins og flestir Íslendingar) verið fastur í að hugsa um hagfræði sem vísindi og hagkerfi að stóru leiti bara sem þetta virtual economy dót.
Það sem ég vil í raun kannski helst segja við þig, að þú sem virðist meta vísindahyggju og skeptisisma mikils ættir virkilega að fara að tileinka þér helstu dyggðina varðandi þessa tvo hluti… þ.e.a.s. smá humility (hógværð/auðmýkt eða hvað sem íslenska orðið fyrir þetta er).
Maður getur ekki verið alvöru skeptic nema vera gagnrýninn á það sem maður telur sig vita sjálfur líka. Og þú ert bara í hreinskilni sagt alltaf að tala af alltof mikilli vissu… þig skortir alla virðingu fyrir hvað sumir hlutir eru margslungnir eða flóknir…
Og já varðandi vissuna sem þú talaðir um GDP með … hefurðu einhverntíman heyrt um HDI? Eða aðra staðla sem reyna að taka með í reikninginn það sem GDP er að faila með? Vissirðu af því að GDP tekur ekkert með í reikninginn SKIPTINGU auðsins innan landsins? Hafðu líka í huga að þessir hlutir (og HROKI oldschool hagfræðinga undanfarna áratugi) hafa verið að kosta milljónir fólks LÍFIÐ jafnvel, og annað fólk mannfréttindi sín, samkvæmt hundgömlum sáttmála sameinuðu þjóðanna um að allir hafi rétt á dignified lífi með nóg að éta, heilbrigðisþjónustu og menntun … eða er það bara eitthvað “vinstrisinnað” í þínum augum?
Varðandi mannfræðikenningar um línulega þróun, ég meinti línulega þróun MENNINGA. Apologies, ég hefði alveg mátt láta það fylgja með.
http://en.wikipedia.org/wiki/Unilineal_evolution En já til að hafa það á hreinu þá kemur þetta ekkert líffræði við. Ég er að tala um kenninguna um að allar menningar þróist (breytist) eins og í sömu átt og sé hægt að stilla upp á einhverjum skala og tala um hver er kominn lengra áfram og styttra… svona Age of Empires sort of thing… stone age->bronze age->iron age… eða savagery->barbarism->civilization… nú eða það sem Marx var að tala um með “primitive communism” prehistoric samfélaga sem síðan þróast eftir stigum á línu upp í kapítalisma og síðan sósíalisma áður en það nær hæsta stiginu sem er útópískur kommúnismi. Í stuttu máli, allir slíkir skalar eru tómt bull og of-einfalda bara hugsun um flókna og tricky hluti.
(og varðandi þetta sem þú sagðir varðandi fly hipsterinn … oh please, heldurðu að þetta myndband hafi sannað eitthvað? Eina sem gaurinn sagði var “the facts are against you” og kom svo með einhverjar órökstuddar fullyrðingar. Það þarf einhverjar almennilegar sannanir til að sannfæra einhvern sem kann smá í sögu um að Bretar hafi ekkert grætt á bestu nýlendunum sínum)
Ein spurning samt hérna, bara upp á forvitnina… viðurkennirðu NOKKURNTÍMAN að eitthvað gefið mál sé margslungið og erfitt að alhæfa eitthvað um? Eða að eitthvað mál sé stórt og flókið og að þér veitti ekki að meiri þekkingu áður en þú færir eitthvað að fullyrða um það að ráði, en þú hafir samt preliminary skoðanir á því eða grunsemdir um það sem séu þó opnar fyrir tillögum, þar sem þær eru vangaveltur en ekki byggðar á neinum iron grunni?
og já að lokum…
“ég hef ekkert á móti leikreglum. Þær þurfa hins vegar að vera mjög takmarkaðar og þjóna litlum öðrum tilgangi en að en verja fólk gegn öðrum. Svindl í bankageiranum og falskar upplýsingar eru auðvitað brot á þeim reglum.”
Þetta hljómar svosem voða nice, en þó veit ég auðvitað ekki fyllilega hvað þú meinar með svona almennri setningu. Hefurðu t.d. kynnt þér eitthvað að ráði hvað olli bankahruninu í USA? Hverju þarf að breyta til að koma í veg fyrir slíkt hrun gerist aftur?