Núna á þessum örlagaríku tímum þegar stjórnvöld vega að lýðræði landsmanna með því að leyfa ekki hinum almenna borgara eða Alþingi okkar að kjósa um hvort við ættum að ganga undir skilyrðum um Icesave reikningana og hvort við ættum að taka lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þá spyr fólk sig hvernig þeir geta leyft sér þetta og er virkilega eitthvað að lýðræði landsins og ráðamönnum þjóðarinnar.
Hingað til hafa þessar ákvarðanir aðeins verið í höndum ríkisstjórnarinnar sem þjóðin ber ekki lengur traust til.
Mér finnst persónulega verið að brjóta á rétti mínum sem Íslending að fá ekki að taka ákvörðun um þessi mál og fleiri einsog t.d. Hvalveiðar, einkavæðingu bankanna osfrv.
Heldur er þessu öllu haldið leyndu fyrir þjóðinni og við eigum bara að vera meðvirk þeirri spillingu sem ríkir í íslenskum stjórnmálum. Sem dæmi má nefna; umdeilda ráðningu Árna M. Mathiesen á syni Davíðs Oddsonar sem dómara í hæstarétt Norðvesturlands þar sem var greinilega mun hæfara fólk sem sótti um.
Lýðræðið er okkar fæðingarréttur en hefur verið stórlega mismunað seinustu ár og við látin skipta út meðvitund okkar fyrir þægindi.
Myndlíking þessara blekkinga og spillinga er Davíð Oddson og sjálfstæðisflokkurinn. Hann hefur ráðið í lengri tíma en Hitler og báðir eiga það sameiginlegt að stjórna landi sínu í þrot og skilja eftir sig skuldir.
Þessum manni ber að víkja við eðlilegt og heilbrigt lýðræði enn þegar þetta er ritað er þessi maður enn við völd sem seðlabankastjóri í umboði sjálfstæðisflokksins eins. Þeim ber líka að víkja sem spiluðu með og voru “skákmenn” Davíðs.
Það má segja að það hafi verið “góðæri” undanfarinn ár og verktakar hafa tekið endalaus lán og látnir byggja umfram það sem við gátum keypt og flutt inn vinnuafl til að geta standið undir þessum ofboðslega miklu framkvæmdum og allt var voða gaman.
Síðan þegar þessu líkur þá fara þeir að væla. Það er bara ekkert hægt að halda endalaust áfram í að byggja. Þegar það er enginn til að kaupa.
Hvað var fólk að hugsa. Var þetta ekki bara fyllerí sjálfsstæðismanna.
Fólk var búið að skuldsetja sig umfram efni því það hélt líka að þetta gæti haldið sona áfram endalaust. Pælið í því kjaftæði sem hefur gengst hér…
Það sem við þurfum núna er grænt hagkerfi og að nýta það vel menntaða fólk sem er í landinu. Að hægja á uppbyggingu er nauðsynlegt því þetta var allt komið út í öfgar. Það var svo mikið að gera og allt gekk svo hratt að steipan var ekki þornuð áður enn það var byrjað að mála. Verktakar voru að mala gull.
Núna er húsnæðisverð byrjað að lækka og verður vonandi komið í venjulegt horf svo ungir íslendingar eigi efni á að fjárfesta.
Eigum við að endurskilgreina þetta “góðæri” sem óheilbrigt þjóðfélag og of geist hafi verið farið.
Meira græðgis-æri en góðæri.
Það er sagt að góðir hlutir gerist hægt.
Bráðum verður skorið úr um hvort við eigum að ganga inn í ESB og taka upp evruna. Vonandi verður lýðræðisleg kosning um það einsog hefur verið m.a. í Danmörku og Noregi.
Viljum við ekki fá að kjósa um fleiri málefni?!
Það þarf að endurskipuleggja fjármálakerfi landsins og vonandi verður lýðræðiskerfið líka tekið í endurskoðun.
Ég minni ykkur á að Ísland er elsta lýðræði í heimi. Stofnað um aldamótin 1000 eftir Krist.
Núna um 1000 árum seinna erum við kominn í þá stöðu að spilling seinustu 17 ára í valdatíð Davíðs Oddsonar núverandi seðlabankastjóra hefur aldrei verið augljósari og fólk er byrjað að koma upp til að leysa frá skjóðunni um einkavæðingu bankanna og fleiri þætti. Annar maður, Geir. H. Haarde var sá sem var við hlið Davíðs við einkavæðinguna og situr núna og stjórnar landinu í óþökk almennings.
Albert Einstein orðaði það svo að „Við getum ekki leyst vandamálin með sama hugarfari og bjó þau til“
Eftirfarandi atriði er eitthvað sem mig myndi langa til að sjá í Íslensku Lýðræði og það eru:
1. Aukið upplýsingaflæði og gegnsæi í stjórnmálaákvörðunum.
2. Rafrænar lýðræðiskosningar um málefni einsog ESB, hvalveiðar, einkavæðingu, álver, nýtingu orkuauðlinda og orkuver.
Hverju myndu þið vilja bæta við?
Hvernig gætum við komið rafrænum lýðræðiskosningum í framkvæmd?
Lýtum aðeins á staðreyndirnar. Við erum aðeins 320.000 manns og fer fækkandi.
Yfir 90% heimila í landinu eru með tölvur og fer vaxandi.
Við getum stofnað einkasvæði fyrir hvern einstakling á netinu sér eða sem aukaviðbót við heimabanka. Sem eru mjög öruggir fyrir og flestir nota.
Þá myndu gamla fólkinu og öðrum sem kunna ekki á tölvur annaðhvort fá aðstoð í skólum eða frá ættingjum til að kjósa.
Þetta er eitthvað sem mætti nýta og það sannaðist með kosningu Obama sem forseta að internetið er orðið framhald af lýðræðinu sem ber að nota og gera að virðulegum kosningarmætti almennings.
Látið hugmynir ykkar í ljós um hvernig við getum bætt lýðræðið okkar. Því það þarf greinilega breytingu.