Því frjálsari sem samfélögin eru því hraðar er fátækt útrýmt og því jafnari eru lífsgæðin. Það er hinsvegar þannig að þegar hópar sem hafa mikla hagsmuni að gæta þegar kemur að lagasetningu, og fá beinlínis að hafa áhrif á hana þá er voðin vís.
Í raun hefur ríkið með reglugerðum sínum og ýmsum lögum takmarkað aðgengi að markaðnum, sérstaklega þeirra sem hafa hreinlega ekki efni á því að kaupa sér aðgang, en í dag kostar það að fá að vera með. Því er það þannig að innan ákveðinna geira eru komnar aðstæður þar sem fáir geta safnað að sér og hreinlega lagt undir sig markaðinn. Hverjir hafa hagsmuna að gæta að hafa markaðinn lokaðann?
Lausnin felst í því að takmarka vald ríkisins þannig að það geti ekki haft áhrif á hvernig markaðurinn hagar sér og því væri vonlaust fyrir ýmsa aðila að loka inngönguleiðum að honum.
Þegar tækifærunum á að komast inn á markaðinn hefur verið fækkað svona skapar það fátækt hjá sumum en gefur öðrum enn meira tækifæri á því að eignast enn meira.
Vald spillir og því þarf að klippa á hnútinn þar sem hann er en ekki endalaust vera að binda fleiri og halda að það lagi eitthvað. Á endanum borgar svo hinn almenni borgari fyrir það að halda upp öllum þeim reglugerðum og lögum sem stuðla að því að færri og færri eingast meira og meira.
Sem dæmi: Kona í fjölbýlishúsi fékk greitt frá öðrum íbúm hússins fyrir að gæta barna þeirra meðan þeir voru í vinnu, og gætti hún þeirra í sinni íbúð. Foreldranir treystu konunni mjög vel enda með góða reynslu. Konan hafði í sig og á, gat greitt leiguna og viðskiptavinir hennar voru ánægðir með að þurfa ekki að fara mjög langt úr leið með börnin og verðið fyrir þjónustuna var sanngjarnt, allir ánægðir.
Nema hvað að borgaryfirvöld komust einhvernvegin að þessu og bönnuðu konunni að gera þetta vegna þess að íbúðin uppfyllti ekki skilyrði sem búið var að samþykkja í reglugerð. Foreldranir þurftu nú að fara með börn sín á næsta dagheimili þar sem verðið fyrir þjónustuna var dýrara og konan sem áður gat unnið fyrir sér þurfti nú að fara á velferðarkerfið.
Í raun eru tveir aðilar sem græða á þessu fyrirkomulagi. Dagheimilið í fyrsta lagi af augljóum ástæðum og í öðru lagi stjórnmálamenn sem geta notað fín slagorð eins og “meira öryggi fyrir börnin” í næstu kosningum.
Ég er ekki kapítalisti, ég er frjálshyggjumaður [libertarian]. Það sem ég vill er frjáls markaður og minni ríkisafskipti af lífi fólks.
Þegar þú spyrð hvort að ríkið eigi ekki að koma nálægt hinum ýmsu málum, hvað meinaru með því að koma ‘nálægt’ þeim? Einnig máttu útskýra fyrir mér áður en ég svara hvernig ríkið kemur að réttinda og lýðræðismálum í dag, í sjálfu sér skil ég nefnilega ekki hvað þú meinar með því að koma ‘nálægt’ “réttindamálum” eða “lýðræðismálum”.
Sem frjáshyggjumaður er ég alfarið á móti velferðarríki þar sem fólk á rétt á hinu og þessu “ókeypis”, svo sem menntun, heilbrigðiskerfinu og velferðarkerfinu, ásamt öllum þem styrkjum sem tíðkast í dag þar sem fólk fær ávísun frá ríkinu fyrir það eitt að þurfa peninga til að vinna. Skatta lít ég á sem þjófnað þar sem fólk stelur af hvort öðru vegna eiginhagsmuna og lætur ríkið gera það fyrir sig.
Ríkið er að mínu mati er algerlega óhæft að sjá um umhverfismál þar sem þau leggja blessun sína yfir það að það sé í lagi að menga ákveðið mikið án þess að sá sem mengi þurfi að greiða bætur ef það veldur öðrum skaða. Fyrir utan að fyrirtækin sem menga þurfa ekki lengur að fara mikið niður fyrir ákveðna staðla og því er ekki mikið sem rekur þau áfram í því að finna betri leiðir til að menga minna. Í sjálfu sér er ég að segja að fyrirtækin eigi að ákveða sjálf um umhverfismál sín, en hafa ber í huga að ef fyrirtæki mengar þá mun það eiga á hættu að vera dæmt af samfélaginu og þar af leiðandi tapað tekjum.
Áður en þú dæmir þetta alfarið þá vill ég vekja athygli þína á því að það sem ég skrifa hér gefur ekki heilstæða mynd af því hvernig frjálshyggjan virkar. Ef þú hefur áhuga á kynna þér það frekar þá getur lesið um hana í grófum dráttum hér:
http://www.self-gov.org/libfaq.htmlfriður
potent