Ó, ég skil mun betur en þú, greinilega. Seghðu mér eitt, finnst þér allt sem er að í borginni ekki vera á ábyrgð borgarstjórnar, heldur ríkisins ?
Ég er rétt í þessu að spjalla við vin minn, sem flokkar sjálfan sig sem kommúnista. Hann viðurkennir að ríkinu er kennt um allt sem borgin ætti að bera ábyrgð á. Nema þú ætlir þá að vitna í peace4all og segja að hann “sé ekki alvöru kommúnisti.
”Vissir þú annars að Morgunblaðið var upphaflega stofnað sem málgagn Sjálfstæðisflokksins, en sem betur fer hefur fréttaflutningurinn breyst að sumu leyti og vinstrimenn og aðrir mannúðarsinnar fá stundum að vekja athygli á málstað sínum. En Morgunblaðið er samt sem áður ennþá hlutdrægt, og sömu sögu er að segja um Fréttablaðið og DV, því það er eðli fjölmiðla í kapítalistísku samfélgi að vera hlutdrægt og fjölmiðlarnir eru nánast undantekningalaust hliðhollir kapítalismanum og gera helst ekkert sem gæti hugsanlega bent á galla eða ósanngirni kapítalismans. Til að fá hlutlausar fréttir þarf að fara inn á síður eins og imc (
http://www.indymedia.org/). Upphaflega var Morgunblaðið stofnað árið 1913 sem auglýsingablað fyrir kaupmenn. Það var hins vegar “officially” ríkisrekið árið 1914. Að segja þetta er að fara með rangt mál; þar sem það var stofnað fyrst og fremst sem blað til að koma auglýsingum frá kaupmönnum til neytenda.
Og vinstri menn og aðrir mannúðarsinnar ? Skil ég þig þá rétt að allir vinstri menn séu mannúðarsinnar, ekkert slæmt við fólk sem aðhyllist vinstri stefnur, og þá séu allir hægrimenn ómannúðarfullir ? Er þetta ekki að alhæfa ? Er t.d sósíalismi réttláttur, þar sem allir eru jafnir..semsagt, forstjóri mesta fyrirtæki heimsins með sömu laun og atvinnulaus maður ? Manneskja sem hefur menntað sig allt sitt líf og lagt allt á sig, og fær það sama og e.t.v manneskja á kassa í Bónus ? (Án þess að gera lítið úr fólki sem vinnur þar, eða er atvinnulaust.)
Eðli fjölmiðla ? Vra DV rosa hægri sinnað þegar það hóf Árna Johnsen málið almennt ? Og kallarðu þetta ekki samsæriskenningu ?
Og ertu viss um að þú skilgreinir ekki vinstrisinnaða hluti sem hlutlausa ?
Þú gefur þér að ég sé endilega einhver talsmaður Ingibjargar Sólrúnu, sem er ekki rétt. Hún er þó skárri valkostur en herskár menntamálaráðherra eða “kúl” forstjóri í svakalegu áhættufyrirtæki.
Þú meinar, ÞÉR finnst hún skárri valkostur. Mér t.d finnst Björn Bjarnason mun betri kostur..eða, reyndar finnst mér allt betri kostur en hún eins og er. Eða, þarna fer ég með rangt mál. Mér finnst Ingibjörg nefnilega mjög almennileg, þótt hún sé dálítið í því að kenna ríkinu um allt sem misferst í RVK; en mér líkar illa við fólkið bakvið hana, þá sérstaklega hann Helga litla Hjörvar.
-Eyrún-