Blessuð öll, kristnir, vottar, wiccatrúar, búddar, hindúar og allir.
Íslenksu þjóðfélagi, fæðist hver einasti íslendingur í þjóðkirkjuna ef móðir þess barns þess er í henni.
af hverju?
Er það bara sjálfsagt að öll börn séu kristin?
Snemma í grunnskóla eru börnum kennd kristnifræði.
Þau ráða engu um það, þau bara læra kristnifræði og geta ekket sagt.
Auðvitað hafa svona ungir krakkar ekki mikla skoðanir á trúmálum vegna aldurs þeirra. En þetta er bara stimplað inn í þau hvað Biblían er falleg og æðisleg.
Fyrir tveimur árum síðan fermdist ég.
Áður en ég fermdist, þá fór ég í fermingarfræðslu…
ekkert slæmt um það að segja, nema að við lærðum bara, um eitthvað æðislega gott….
það er að segja, Guð er mestur og bestur…
Á fermingunnisjálfri, hikaði ég aðeins, en ekki þannig að einhver tæki eftir því,
Þegar presturinn sagði, ert þú tilbúinn að hafa Jesú krist sem leiðtoga lífs þíns, eitthvað í þá áttina..
Þá koma þetta augnabliks-hik..
Það kom einhver skrítinn fiðringur um mig….
Eftir fermingu las ég yfir boðorðin…
“Þú skalt ekki hafa neina aðra Guði en mig”
Þetta finnst mér vera einokun… Við lærum bara um nýja testamentið…
Aldrei hef ég heyrt biskupinn segja; ,,Í nýja testamenntinu segir, bla bla bla..“
Hann segir alltaf Biblían, eins og aðrir prestar og költ, eins og Gunnar í krossinum..
Ég fór þá að pæla í því hvað stæði í Gamla testamenntinu…
Þá var það bara þannig sko að ef einhver óhlýðnaðist Guði eða gerði það sem hann vildi ekki þá bara kveikti hann í borgum og drap fullt af fólki og eitthvað svona…
Ef einhver myndi gera þetta í dag þá yrði hann læstur inni á hæli…
Ég pældi aðeins meir….
Hvar eigum við að byrja? jú förum einhverntímann aftur fyrir fæðingu Krists..
Guð ákallaði Móse og sagði honum að frelsa Ísrael, en í staðinn fyrir að reyna aðeins meira, að miðla málum, þá bara sótti hann plágur og kastaði þeim yfir alla hægri vinstri.. aðallega vinstri samt.
10 plágan var þannig að sá sem drap ekki lamb og málaði með blóði þess á hurðina áður en það lagðist til hvílu, þá myndi rþað deyja daginn eftir….
1. Fullt af fólki drap dýr, hvorki sér til varnar né til matar.
2. Plágan sem að hann sendi drap alla þá sem gerðu þetta ekki, það kom aldrey fram að aðeins þeir vondu drápust bara. Þið hafið kannski séð ”The prince of Egypt“.
Ég tók eftir því að það labbaði drengur inn í eitt hús, þegar plágan var að fara yfir, han var ekki fyrr kominn inn og ekki búinn að loka hurðinni þegar að hann datt niður og dó.. Hann hefur ekki verið mikið eldri en 10 ára. Og 10 ára barn hefur engar skoðanir um trúmál, enda byrja krakkar ekki að huxa rökrétt fyrr en um 13 ára aldur…
Jæja förum aðeins nær nútímanum..
1600-1700 - Brennuöld
Ef einhver blandaði heilsute, eða vann eitthvað með jurtum og einhver komst að því þá var hinn sami pyntaður til að segja að hann hafði samið við djöfulinn og var húðstrýktur eða brenndur á báli.
Ef einhverjir bændur voru að rífast og ef einhver kýrin dó hjá öðrum aðilanum eftir þetta þá var haldið að sá sem að hann var að rífast við hafi drepið hana með göldrum og ráðum djöfulsins.
Einnig var þetta svona með rúnir, til dæmis Ægishjálminn sem er til verndar m.a. heimilis… Þú varst brenndur á báli eða húðstrýktur.
Ef þið hafið séð ”Myrkrahöfðingjann“ eða lesið bókina ”Galdur á brennuöld" þá veistu hvað ég á við…
Jæja, skjótumst yfir til dagsins í dag.
Ég sagði einu sinni við einhverja stelpu í sértrúarsöfnuði hvort að hún myndi lifa eftir bók eftir Andrés Indriðason
og sagði að Biblían gæti þessvegna alveg eins verið skáldsaga.
Þá sagði hún að enginn gæti skrifað jafn fallega bók og Biblíuna… Ég hugsaði með mér, já alvega æðislega falleg bók… fullt af morðum og læti…
Djöfullinn er kristið fyrirbæri.
Ástæðan að ég set þetta hér í pólitík er sú að samkvæmt lögum erum við skyldug til að læra kristnifræði svo við getum verið kristin, þarna er ekki verið að kenna okkur að taka okkar eigin ákvarðanir í trúmálum heldur einfaldlega að kenna okkur að vera kristin.
Í stað þess að kenna trúarbragðafræði eða siðfræði til að við getum valið okkar trú hlutlaust við 12 ára aldur.
Mín hugmynd er sú að leggja niður skyldukennslu kristnifræði í grunnskólum og taka upp frekar trúarbragðafræði eða siðfræði af einhverju tagi.
Sérhver trú er ekki sjálfsögð, aðeins tilfinningar sem ekki er hægt að færa rök fyrir, það er ekki hægt að rökræða tilfinningar.
Kveðja.