Núverandi afstaða utanríkisráðherra varðandi aðild að ESB, vekur athygli mína, sem í dag kom fram á sjónarsviðið, í fjölmiðlum. þar sem sá hinn sami sem formaður síns flokks og ráðherra, segist hafa skipt um skoðun varðandi það atriði að sjávarútvegsmálin séu ekki lengur fyrirstaða inngöngu í Evrópubandalagið, þótt hinn sami hafi á sama tíma sett þá skoðun sína fram að Íslendingum sé enginn hagur að því að binda gjaldmiðil sinn við aðra gjaldmiðla s,s dollara eða evru, án inngöngu t.d. í Esb.

Hefur einhver Íslendingur fengið tækifæri til þess að ákveða t.d. hvort Á AÐ FESTA NÚVERANDI KVÓTAKERFI SJÁVARÚTVEGS endanlega í sessi með óumbreytanlegum úthlutunum aflaheimilda til handa þeim útgerðaraðilum sem þar sátu við borð í upphafi ? Hafa stjórnvöld mátt taka óendanlegri gagnrýni innanlands á þetta kerfi frá því að því var komið á, með allra handa annmörkum s.s. brottkasti, og ef til vill ónógum upplýsingum um ástand fiskistofna, ónógri nýlíðum osfrv. ?

Hefur einhver auðlindastefna í heild litið dagsins ljós enn sem komið er ?

Ef Íslendingum dytti í hug að óska inngöngu í Evrópubandalagið með núverandi kerfi þá er það eðli máls samkvæmt deginum ljósara að slíkt myndi þýða það að núverandi “ kvótagreifar ” hefðu endanlega
komist á þurrt land með sitt fjármagn sem þó hefur ekki skilað þjóðinni skattekjum svo nokkru nemi í raun og það kerfi sem enn stendur stirr um, endanlega verið fest í sessi til handa þeim er þar hafa hagsmuna að gæta. Kerfi sem innihleldur aðalatvinnuveg þjóðarinnar.

Ef svo vildi til að núverandi utanríkisráðherra til dæmis hefði þar einhverra hagsmuna að gæta, gæti þá ekki svo verið að málfutningur þess hins sama gæti talist ótrúverðugur ?

Samstarfsflokkur hans í ríkissjórn hefur nefnilega hingað til talað því máli að innganga í ESB, væri ekki á dagskrá m.a. vegna
hagsmuna Íslendinga í heild varðandi yfirráð yfir fiskimiðum vorum, sem að skilja má yrði ekki skiptimynt í þessu sambandi.

Eitthvað virðast samstarfsflokkar í núverandi ríkisstjórn ósamstiga og spurning er hvað veldur ?

kveðja.
gmaria.