Hvernig ætti lýðræði að vera? Tilefnið og sú frábæra hugmynd að stofnun lýðveldis var sú lýðurinn væri við völdin. Við búum vissulega í lýðveldi en þó ekki meira en svo að það ríkir bara einu sinni á fjögurra ára fresti. Þá hefur almenningur leifi til að kjósa sér klíku til að stjórna sér. Þetta þótti mikil framþróun á sínum tíma en hefur með mikilli tækniþróun síðustu ára orðið frekar úrelt form lýðræðis þar sem það verður að teljast hæpið að kalla það lýðræði. Það fulltrúakerfi sem nú er í gildi hefur orðið til þess að stétt stjórnmálamanna einokar allt ákvörðunarvald samfélagsins.


Ísland er fámennt samfélag. Eins og raun ber vitni, getur þessi einokun valds orðið til þess að sérstakir hópar fólks í samfélaginu geta orðið geysilega valdamiklir og þannig stýrt ákvörðunum sér í hag. Í fámennu samfélagi er auðveldara að mynda tengsl milli áhrifaríkra hópa fólks - efnahagsráðandi og pólitíkusar. Á Íslandi eru nauðsynlega sterkt tengsl á milli ríkra og stjórnmálamanna. Þess vegna er nauðsynlegt að auka lýðræði almennings á Íslandi og snúa pýramídanum við.



Of lengi höfum við lifað i þeirri blekkingu að við getum ekki vitað hvað er sjálfum okkur fyrir bestu. Ef við erum fær til þess að kjósa einhvern flokk sem á að sinna þeirra bestu hagsmunum þá hljótum við að vera færari til þess að dæma hverjir okkar bestu hagsmunir eru. Of lengi höfum við kosið okkur apakött til að stjórna okkur vitandi vel að það getur enginn venjulegur maður farið a þing á fjárhagslegs stuðnings fyrirtækja og hver veit hvers.



Með nýrri tækni eins og upplýsingamiðlum og auðkennislyklum er hægt að gera lýðræði hér mun beinna og opnara en það er í dag. Í fyrst lagi ætti:



Almenningur að hafa vetó vald með ákveðnum fjölda undirskrifta og þaðan færi málið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem færi fram á netinu með hjálp auðkennislykla

Einnig ætti almenningur að hafa vald með ákveðnum fjölda undirskrifta til að kalla fram mál í þjóðaratkvæðagreiðslu sem vísað hefur verið frá af fulltrúum landsins.

Undirskriftum ber að vera auðvelt að safna í gegnum almiðil (þar til gerða net síðu) og til að tryggja engar falsannir yrði að gefa upp númerið á þar til gerðum auðkennislykli.

Almenningi verði gert kleift að leggja fram tillögur á löggjafaþingið beint með því að safna ákveðnum fjölda undirskrifta.

Öll Kjördæmi gerð að einmenningskjördæmum og kjördæmum fjölgað sem nemi þing sætum til að tryggja persónulega nálægð og traust frambjóðenda við kjósenda.



En þetta eru svona fimm grundvallar tillögur að bættu lýðræði en ekki gleyma því að þú ert einn af okkur og ættir því að hafa eitthvað um málið að segja endilega komið með fleiri tillögur, segið ykkar skoðanir og gagnrýnið á lýðræðislegan hátt.

http://arinol.blog.is/blog/arinol/
Nei bara pæling.