Neysluverðsvísitala hækkaði um 0,9% á milli des og jan, sem svarar til 9,4% verðbólgu á ársgrundvelli. Það sem vekur mesta athygli er að hefðbundnir verðbólguvaldar eins og olía, lækkar á milli mánaða, en samt hækkar vísitalan.

Þegar málið er skoðað nánar kemur í ljós að hækkun vísitölunnar stafar fyrst og fremst af hækkunum HINS OPINBERA á ýmsum gjöldum í heilbrigðiskerfinu, svo og hækkun á fasteignagjöldum.

Þetta er alveg ótrúleg staðreynd ekki síst í ljósi þess að í síðasta mánuði gripu launþegahreyfingarnar í samstarfi við atvinnurekendur til aðgerða til að stemma stigu við verðbólgu. Ríkisstjórnin lýsti yfir ánægju sinni með þessar aðgerðir, en það næsta sem þeir gera er svo að grípa til aðgerða sem eru til þess fallnar að auka verðbólgu. Þetta er náttúrulega óþolandi, menn geta ekki sagt eitt og framkvæmt síðan eitthvað allt annað. Það er ekki hægt að ætla þegnunum í landinu að sjá um efnahagsstjórnina, en ríkisstjórnin gerir bara illt verra.

Þessar hækkanir verður að taka til baka og það strax!

Kveðja

Jubii