Þannig að við erum, a.m.k. hvað grundvallaratriði varðar, nokkuð sammála.
En svo er það þessi punktur úr fyrri (og lengri) greininni. “Hver á að vinna leiðinlegustu, verstu, og erfiðistu störfin?”
Ég hef ekkert svar við þessu svo sem, þar sem að ég er ennþá óákveðinn í stjórnmálaskoðun (hugsanlega er ég einskonar nytjastefnumaður, þ.e. vil bæta hag og farsæld sem flestra, en hinsvegar er bæði það, að það eru margir gallar á nytjastefnu (t.d. er ekkert athugavert við það, a.m.k. samkvæmt grófgerðustu mynd hennar, að senda saklausan mann í fangelsi ef það þjónar hagsmunum heildarinnar) og hitt, að þetta er nokkuð sem langflestar stefnur nútímans segjast vilja gera) og hef því ekki verið að velta þessu neitt gífurlega mikið fyrir mér.
En ímyndum okkur lítið fyrirtæki, ekki nema tuttugu starfsmenn. Þetta fyrirtæki er í sameign allra starfsmanna, þeir ákveða, á sameiginlegum fundum hvert skuli stefna og svo framvegis. Það gæti t.d. farið þannig fram, að tveir eða þrír starfsmannanna séu í vinnu við það, ekki ósvipað og gerist nú til dags, að semja margvíslegar áætlanir. Þessar áætlanir eru svo lagðar fyrir alla starfsmenn, með viðeigandi tölfræði og útreikningum, og þeir velja síðan það sem þeir telja vera besta kostinn. Er þetta í raun ekki svipað og gerist í fyrirtækjum í dag? Ég meina, forstjórinn einn og sér er varla látinn sjá um að taka allar ákvarðanir, er ekki einhvers konar fundur t.d. hlutaeigenda?
Síðan gerist það, að það er reiknað út, að ef að tveir starfsmenn taki það á sig, að sérhæfa sig í einhverju einu starfi, sem er bæði erfitt og skítugt, þá muni hagnaður fyrirtækisins aukast um 76,56%. Hvernig á að fá menn í þessi störf?
Í fyrsta lagi, þá eru starfsmenn vonandi svo skynsamir, að þeir sjá hag sinn í því að taka þetta starf að sér, því þau mun hagnaður fyrirtækisins aukast, og þá munu þeirra eigin laun aukast líka.
Í öðru lagi væri hægt, þar sem að þessir tveir starfsmenn fái ögn hærri laun en aðrir starfsmenn, þar sem að vinna þeirra er erfiðari og óþrifalegri, og vegna þess að með því að taka á sig þessa vinnu eru þeir að hækka laun allra.
Þetta er kannske ekki svo ósvipað kapítalisma. Munurinn, eins og ég sé hann, er bara sá að allir starfsmenn fyrirtækis, frá þeim efsta til hins neðsta, eiga jafnan hlut í fyrirtækinu, og fá svipuð laun, þar sem þeir eiga allir þátt í verðmætasköpun fyrirtækisins. Helsta gagnrýni Marx á verksmiðjur sinna tíma var einmitt sú, að fólkið átti ekki framleiðslutækin sjálf, það var ekki að vinna fyrir sig heldur fyrir annan.
Mér skilst raunar að verksmiðjur af þessu tagi hafi verið reyndar, þó í takmarkaðri mynd. Þorsteinn Gylfason segir, í “Menning er að gera hlutina vel” (Réttlæti og ranglæti, bls. 303-310), frá manni sem hét Tómas Bata (eða Bati, því í textanum er nafnið í eignarfalli) sem átti margar verksmiðjur, m.a. í Tékklandi, nánar tiltekið “Zlín á Mæri þar sem nú heitir Gottwaldow”. Það var merkilegt fyrir það, meðal annars, að starfsfólk verksmiðjunnar átti hlut fyrirtækisins með tilheyrandi arði. Þar voru líka glæsilegir verkamannabústaðir, námstyrkir handa börnum verksmiðjufólksins, og fleira. Þar voru líka framleiddir skór, sem þóttu bæði góðir og furðulega ódýrir, sérstaklega miðað við gæðin. Auðvitað, þegar hann var þar, þá hafði ríkið tekið við, og átti alla verksmiðjuna, með öllu sem því tilheyrði. En svo framarlega sem frásögn hans er að sönn og rétt (og ég sé svosem enga ástæðu til að draga hann í efa, nema þá kannske heilbrigðan efa), þá ætti þetta að sýna að eignahlutdeild fólks í fyrirtækjum sé ekkert nema af hinu góða.
En svo er líka hugsanlegt, að þetta sé ekkert nema hinn stækasti kapítalismi, sem á lítið sem ekkert skylt við kommúnisma.
Sæll,
Ég er hlynntur því að auka velferð allra. Ég tel samt að eina leiðin sé kapitalísk þjóðfélag, sem setur mannúð að einhverju leiti á stefnuskrá og stendur vörð um grunneiningar í þroska og lífi einstaklings, þ.e menntun og heilbrigðisþjónustu.
Varðandi fyrirtækið sem þú nefnir, rúmast það alveg fyrir í kapitalísku hagkerfi. Segjum sem svo að þetta fyrirtæki sé hagkvæmt og gott, ekkert að því að menn tækju sig saman og gerðu slíkt. En á móti væri fáránlegt að festa slíkt í lög, að allir yrðu að eiga. Hverjum yrði sagt upp ef illa gengi? Fyrirtæki verða að hafa sveigjanleika, horfðu t.d. á Japan, frábært hagkerfi, en um leið og kreppti að, hrundi það, því enginn sveigjanleiki var til að hagræða eða segja upp starfsmönnum. (nú geri ég ráð fyrir að þú þekkir til Japanskra siða, ef ekki þá skal ég glaður informa þig.)
Á Spáni voru rekin nokkur svona fyrirtæki með góðum árangri á 9.áratugnum, m.a. við gerð ísskápa. Þau skiluðu almennt meiri hagnaði og framleiðni en önnur fyrirtæki í svipuðum geira, starfsmenn nutu auðvita góðs af því, og kosið var í flestar ábyrgðar og stjórnunarstöður. Þeim fylgdi aðeins lítilega hækkuð laun.
Það sem gerðist síðan var að það kreppti að, skipulag fjármagnsins var ábótavant, og hafði lítið verið sett til hliðar, eða í almenna þróun og fjarfestingar. Lítill hagur var í raun af því að vera betur menntaður en næsti maður (fáir hæfir til þróunar). Auk þess urðu stjórnendakosningar vinsældarkosningar, en ekki kosningar um hæfasta aðilan. Minnir að þetta company hafi farið á hausin á aðeins tveimur árum (1993) eftir að hafa verið um 30 ár starfandi, og nánast allan tíman með hagnaði.
Svona company gæti vel gengið upp, en eins og ég segi þá eru fjárfestar líka mikilvægir, og eiga rétt á því að fá góðan arð af fjárfestingum, þar sem áhættan er oftast mest þeirra. Ef þú færð ekki háan arð, hverfur líka hvatinn til nýbreytni og fjárfestinga, en þær eru gríðarlega mikilvægar fyrir öll hagkerfi.
Okey, í fyrirtækinu sem þú nefndir: Um er að ræða skúringar. Væri eðlilegt að doktor í lífefnfræði væri með sömu laun, eða væri tekið tillit til menntunar. Hvað ef samt þessi doktor skilaði álíka miklu og minna menntaður maður í companíinu? Væri eðlilegt að þeir sem þyrftu að skúra upp ógeðslegan lífefnaúrgang væru með hærri eða lægri laun, þeir eiga jafn mikið í fyrirtækinu. Hver er hæfni þessara manna til að dæma um tölfræði og plön? Ástæðan fyrir að stjórnun hefur nú skipað sér í flokk með 4 grunnþáttum hagfræðinnar og efnahagslífs er ekki að ástæðulausu. Hver ber ábyrgð ef stjórnun er síðan léleg og allir peningar tapast, allir? Fjármálastjórinn? Ég held að þetta sé bara uppspretta vandamála. Trúi frekar á það að hver og einn einstaklingur ráði yfir sínu fjármagni sem hann getur fylgst með og ávaxtað að vild. Ef hann fjárfestir, þá er það yfirleitt hans hlutverk að fylgjast með og passa fjárfestingu sína.
Annars þá trúi ég ekki á rétt heildarinnar til að kúga minnihluta, eða öfugt. Ákveðnar skorður á bara ekki að vera hægt að setja mönnum. Hagsmunir heildarinnar eru líka huglægar og eiga engan veginn að vera alráðandi.
Nóg í bili,
kundera
0
Ókei, þar sem að við erum komin inn á svæði Sovétríkjanna varðandi laun og menntun, þá má nefna það, að í Sovétríkjunum þurftu menn ekki að borga fyrir menntun - að sækja háskóla var launað. Það var, að því leytinu til, ekki nauðsynlegt að menntamenn fengu hærri laun (annars, brandari um menntamenn, frá Tékkóslóvakíu ef ég man rétt: “Hvers vegna eru leynilögreglumenn alltaf þrír og þrír saman? - Einn les, annar skrifar, og sá þriðji fylgist með þessum menntamönnum”), þar sem þeir þurftu ekki að greiða neinar skuldir af gömlum námslánum, bankalánum og öðru slíku. Og ef einhvers konar slíkt kerfi væri við lýði, hvers vegna ætti doktorinn að fá hærri laun? Hann fór ekki í þetta nám til að fá há og góð laun - hann fór í það, vegna þess að hann *vildi* læra þetta, og hann fékk meira að segja laun á meðan hann lærði það.
Auðvitað er ég ekki að hvetja til þess, að neitt svona kerfi verið tekið upp. Ég er raunar sjálfur á því, að það kerfi sem við höfum núna sé að mestu alveg ágætt, þótt það séu vafalaust gallar á því - eins og öllum öðrum stjórnkerfum og hagkerfum.
Ég þekki svo gott sem ekkert til japanskra siðvenja.
En ég held, að hugmyndin hjá Marx hafi verið sú, að einhvern tíman yrði svona sameignarskipulag hið algengasta skipulag, og fjármagnshyggjufyrirkomulagið yrði talið jafn úrelt og við teljum lénskerfið vera í dag.
Það er alltaf galli þegar kosningar verða vinsældakosningar, og besta leiðin til að komast hjá því er auðvitað sú að fólk sé vel upplýst og/eða menntað. Hugsanlega hefur það verið gallinn á Spáni.
Það eru þó vissir heildarhagsmunir sem eru ekki svo ljóslega afstæðir. Tildæmis hreint vatn, hreint loft, góð og almenn menntun, góð og tiltölulega ódýr heilbrigðisþjónusta - þetta sýnast mér allt vera hagsmunir heildarinnar sem erfitt sé að segja að eigi ekki alltaf við. Og er það ekki viss kúgun meirihluta á minnihluta að kjósa EKKI t.d. nasistaflokk? Nasarnir vilja ekki (held ég) búa við lýðræði eða núverandi stjórnskipulag, en þó neyðum við þá til þess með því að kjósa aðra flokka. Ég held að þetta sé annað hvort (A) útúrsnúningur hjá mér (þó er ég ekki viss - væri ég viss um að þetta væri það hefði ég ekki skrifað þetta) eða (B) dæmi um ásættanlega kúgun meirhluta á minnihluta. Og mig langar frekar til að hallast að (B).
0