Sæl GMARIA takk fyrir bréfið. Ég ætla reyna svara þér.
,,Ef einhver tekur að sér einhvern starfa hvort sem er um að ræða þingmennsku eða þorskveiðar, lögfræði eða lækningar, sölumennsku eða sjálfboðavinnu, þá hlýtur sá hinn sami ætið að starfa vel ef hann á annað borð tekur þann starfa að sér.”
Já í Útópíunni um fullkominn heim. Í kapitalísku markaðsumhverfi sem við lifum í snýst allt um að fá mest fyrir minnst. Ef þú kemst hjá því að gera mikið fyrir sömu gæði þá gerir þú það. Það eru ekki margir hugsjónamenn sem fæðast á hverju ári, taka á verkefnum með hugsjón og eru ekki að hugsa um eigin hag, fjölskyldu o.s.frv. Láta sína reikninga bíða vegna hugsjónarinnar.
Þeir eru til…en ef þú treystir á þá til að bjarga heiminum ertu í slæmum málum.
,,Innbyrðis launamunur er að mínu mati m.a. tilkominn með ofmati á menntun í formi launa á ákveðnum sviðum, þar sem ekki hefur farið eða fer fram mat á árangri menntunarinnar í raun, s.s. við umsýslu peninga. “
Markaðssamfélagið sem við búum í borgar fyrir þekkingu, þekkingu í starfsfólki. Þeim mun hæfari, fróðari og færari sem þú ert. Því hærri laun ferðu. Margt sem spilar inní ábyrgð ofl eins og þú veist. Það er markaðurinn sem metur það og því getum við hvorki nú né síðar breytt. Fyrirtæki keppast um hæfasta fólkið, hvort sem það hefur menntun eða ekki. Þekking þarf ekki að vera í formi háskólagráðu eins og þú veist.
Við sjáum til að mynda um ráðningu þeirra sem eru að stjórna landinu við metum þá hæfustu að okkur finnst og kjósum.
,,Vel menntað fólk, sækist ekki eftir völdum og áhrifum, heldur árangri starfa sinna.
“ Það er eitt að vera lærður annað menntaður ”
Útópían þín er hér aftur að detta inn. Vel menntað fólk vill fá gæði til að réttlæta öll árin í skóla. Fólk sem hefur farið alla leið í menntakerfinu og skuldugt upp fyrir haus horfir í launin og stöðuna.. Virðing og peningar. Ný útskrifaður læknir fer sjaldan að vinna að góðgerðarmálum…hann reynir beint að komast í góða læknastöðu til að sjá fyrir sér, sinni fjölskyldu og borga reikningana. Þetta á við lang flestar menntastéttir.
”Að aukin siðmenntun og þar með minni spilling verði með launahærri þingmönnum, get ég ómögulega samþykkt. “
Það sagði ég aldrei. Hæfari þingmaður er sá sem býr yfir meiri þekkingu sem hann hefur fengið úr skóla og eða annarsstaðar. Þeim mun hæfari sem hann er, því betur stýrir hann landinu. Hann getur verið spilltur fyrir það, útilokar það ekkert en með því að hafa slíkt fólk í stjórn erum við að útiloka hóp af fólki sem er mun líklegra til að ná fram spillingu bæði með því að fara fram á hæfara fólk og að eftirlitið yrði mun árangurríkara þar sem um mun hæfari starfsmenn væri að ræða. Orðin langloka en það sem ég á við engu að síður.
Staðreyndin er sú að oftast á við að þeim mun hæfari sem þú ert þeim mun betri möguleika áttu á launum.
”Forkólfar verkalýðsfélaga hafa nefnilega álíka laun og forsætisráðherra við umsýslu sína með peninga og hagsmuni launþega, sem ekki bera neitt álíka úr býtum og þeir er semja um þeirra kjör og aðbúnað sem mér finnst í sjálfu sér fremur fáránlegt.”
Mér heyrist við hér vera sammála hér
Kv
gg
Til gg:
Mjah, ég er sammála þér varðandi það að þetta væl yfir því hvernig stjórnendur landsins eru launaðir, er til skammar. Að vera vælandi eitthvað “hann er með meira en ég” finnst mér bara… ég veit ekki, ég hef ekki heyrt þetta síðan ég var 15 ára, ég trúi bara ekki að fullorðið fólk hugsi svona. Menn verða að fá að hafa það gott í friði, og það vita bæði hægri- og vinstrimenn. Það er ekki fyrr en það er komið út í óréttlæti sem við vinstrimenn fara að nöldra.
Svo að ég er sammála þér með það. Þeir eru ekkert alltof hátt launaðir. En þú ert að gleyma mjög mikilvægum punkti… þeim punkti sem gerir mig ósammála þér í því að landið sé stærsta fyrirtækið… hugsjón sem ég er alfarið á móti og tel vera beinlínis hættulega.
Helsti munurinn á fyrirtæki og ríki, er sá að fyrirtæki gengur út á það að skila hagnaði. Þ.e.a.s. peningum, til þess að ráðamenn fyrirtækisins fái eitthvað fyrir fjárfestinguna sína (og vinnu, ef hún er til staðar). Ríki, aftur á móti, á alls ekki að snúast aðallega um hagnað. Að skila hagnaði er auðvitað betra, og auðvitað skal forðast það að skila tapi, en peningar mega alls ekki verða meginmarkmið ríkisstjórnar, að eignast sem mest af.
Fyrirtæki gengur út á að þóknast fólkinu sem hefur viðskipti við fyrirtækið.
Land gengur út á að þóknast fólkinu sem vinnur fyrir landið.
Munurinn er, hvar eru verðmætin? Hvað er það sem við viljum? Peningar? Hægrimenn vilja nú oftast nær kenna sig við þroska og að vera lausir við óraunhæfar hugsjónir (*fliss*), en það að álykta sem svo að peningar sé mesta atriðið, finnst mér með afbrigðum barnalegt viðhorf. Það sem skiptir máli… er hvað peningarnir fara í, sama hversu litlir eða miklir þeir eru.
Mér fannst Gmaria svara skemmtilega þó að ég hafi ekki verið algerlega sammála henni í öllu. Leiðinlegra þótti mér að lesa svar þitt þar sem þú minnist á einhverja Útópíu. Ég sé ekki hvað átti að vera svona hrikalega mikil bjartsýni hjá henni. Sá nú ekki betur en að hún væri að tala nákvæmlega um það sem ég hef um alla tíð séð í kringum mig… fólk sem vill gera vel í vinnu. Undantekningarnar er fólk sem er í skítavinnu, og ungt fólk sem er að vinna með skólanum… sem er auðvitað yfirleitt skítavinna svo að það er ekki mjög skrýtið.
En ef menn hættu nú aðeins að væla yfir því hvað allir stjórnmálamenn eru nú hræðilegir og ógeðslegir, þá færi kannski meiri orka og tími í að hafa minnsta vit á því það er sem maður er að kjósa. ;)
0
Þeir eru með hærri laun en kennararnir í háskólunum , mentakólunum og grunnskólunum og mér finnst þeir vera alveg með nogu há laun miðað við að þau eru ekkert svo mikið mentuð .
ég held að flestir seu ekki háskóla mentaðir .
0
Dbd,
Ef thu athugar althingi.is (mig minnir ad thad se haegt ad nalgast thessar upplysingar thar), getur thu sed ad flestir af valdamestu stjornamalamonnum thjodarinnar eru logfraedingar. En eins og kunnugt er, tha er thad enginn leikur ad fara i gegnum logfraedina i haskola. Thad er engin hrikaleg threkraun, en thad er heldur alls ekki thad audveldasta sem madur gerir.
Thessar dylgjur um skort a menntun stjornamalamanna eru thvi ut i hott.
0
Er æskilegt að svona margir af valdamestu mönnunum séu lögfræðingar, af öllum hlutum (með fullri virðingu fyrir lögfræðingum)?
Væri ekki betra að þeir væru hagfræðingar og viðskiptafræðingar?
0