Ég heyri mörgum sinnum á ári fólk tala um hvað þessi og hinn ráðherra og/eða þingimaður er að fá í laun. Undantekningalaust fylgir á eftir það er alltof hátt…þeir eru að fá of mikið miða við láglaunafólk.

Þeir sem stjórna landinu ættu að vera hæst launuðustu menn landsins!!!

Finnst ykkur engin þversögn í því að forsetisráðherra er með svipuð laun og forstjóri í mjög litlu fyrirtæki. Helmingi lægri laun en forstjóri t.d. Íslandssíma, Landssímans og í raun flestra stórra fyrirtækja Íslands. Hann fær samt hvað hæstu launin af þeim sem stjórna landinu. LANDINU stærsta fyrirtækinu!!!

Mjög eðlilegt finnst mér því að óhæft fólk komist á þing og þingmenn verði spilltir eins og Árni Johnsen. Launin eru svo léleg og eini hvatin er Vald.

Það eina sem fær vel menntað fólk til að fara á þing eru valdið og áhrifin…ekki er þar launahvati amk!!!

Svo finnst okkur skrýtið að það sé mikið af ekki svo vel menntuðu fólki, óhæfu o.s.frv. að vinna við að stýra landinu.

Í þessu öllu saman er mikil þversögn. Ég er ekki að segja að við eigum að hækka launin hjá öllu þessu fólki heldur að reyna fá þig til að hugsa aðeins. Af hverju ætti vel menntaður maður eða kona að fara á þing í stað þess að fara í stjórn hjá stórfyrirtæki.

Völd og ekkert annað…og ef það er eini hvatinn þá án breytinga er ég ansi hræddur um að við eigum eftir að sjá fleiri spillingamál og sjá fleiri óhæfa menn á þinig og verða af öllu því spreng menntaða fólki sem Ísland hefur leitt af sér í önnur verkefni en það sem skiptur okkur hvað mestu máli:
Fyrirtækið Íslandi.

kv
gg