Í ljósi mikilla umræðna um Kárahnjúka, virkjanaframkvæmdir og áramótaskaupið þá fór að vakna hjá mér forvitni um umhverfisráðherra voran. Hver er hennar bakgrunnur og hvað hefur hún gert til að verðskulda þá ábyrgðarstöðu sem hún gegnir.
af vef Alþingis fengust þessar upplýsingar:
“Siv Friðleifsdóttir (Björg Siv Juhlin)
F. í Ósló 10. ágúst 1962.
Stúdentspróf MR 1982. BS-próf í sjúkraþjálfun HÍ 1986.
Sjúkraþjálfari hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra 1986-1988. Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari í Sjúkraþjálfun Reykjavíkur 1988-1995. Skip. 28. maí 1999 umhverfisráðherra og jafnframt samstarfsráðherra Norðurlanda.
Í stjórn Badmintonsambands Íslands 1984-1985. Í samstarfsnefnd Norræna félagsins og Æskulýðssambands Íslands 1986-1995. Í sambandsstjórn Æskulýðssambands Íslands 1988-1990. Í framkvæmdastjórn Norræna félagsins 1989-1995.Í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar síðan 1990. Formaður SUF 1990-1992. Í framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins 1990-1992. Í nefnd um velferð barna og unglinga 1992.
Alþm. Reykn. síðan 1995 (Framsfl.).
Umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda síðan 1999.
Utanríkismálanefnd 1995-1999, heilbrigðis- og trygginganefnd 1995-1999, félagsmálanefnd 1995-1999, sérnefnd um stjórnarskrármál 1996-1997.
Íslandsdeild Norðurlandaráðs 1995-1999, Íslandsdeild VES-þingsins 1995-1999.”
Af þessum upplýsingum að dæma finnst mér undarlegt að hún hafi verið valin úr annars örugglega fríðum hópi þingmanna til að gegna því starfi sem hún gegnir. Hún hefur unnið innan heilbrigðisgeirans og einnig við æskulýðsmál.Starfsferill hennar er þó nokkur en ekki sýnist mér að hún hafi menntast nokkuð á sviði umhverfisfræða/náttúrufræða eða hafi yfirhöfuð nokkuð komið nálægt umhverfismálum. Kannski á sú staðreynd við alla ráðherrana að þeir hafi í raun enga getu til að úrskurða í málum heldur séu málgögn sterkra aðila í landinu eins og t.d. stóriðjunnar.
Get ég engan veginn treyst hennar dómgreind til að taka þær ákvarðanir sem hún er að taka? Umhverfismál eru flókin og ekki er bara hægt að líta á peningasummur sem gaurar úti í bæ hafa reiknað, eða hvað? Ég hefði haldið að menntun væri alltaf máttur og gæti jafnvel aukið yfirsýn manna á ákveðnun sviðum sem gera þeim kleift að taka betur rökstuddari ákvarðanir? Er Siv bara sæta stelpan í ráðherrahópnum og handbendi sterkari afla? Er vit í Siv?