Frið verður ekki unnt að tryggja með valdbeitingu.
Honum verður aðeins náð með skilningi.
Albert Eintein

Fólk er oft fljótt að dæma. Sérstaklega þegar fólk eins ég og mínir skoðanbræður koma fram með okkar baráttumál. Við erum frjálshyggjumenn og við viljum ekki að það sé einhvað kerfi sem stjórnar okkar lífi og eignum. Við viljum ríkisrekið velferðarkerfi í burt, við viljum ríkisrekið heilbrigðiskerfi í burt, við viljum ríkisrekið menntakerfi í burt. Við viljum að ríkið láti okkur vera og þjóni eingöngu tilgangi sínum sem er að vernda réttlæti. Við viljum vera frjálsir til að gera það sem við viljum. Við viljum taka afleiðingum gjörða okkar og bera fulla ábyrgð á okkar eigin lífi. Við viljum að fólk eigi ekki rétt á því að fara í okkar vasa og eyði okkar peningum sem við unnum fyrir. Við viljum ráða því sjálfir í hvað okkar peningar fara. Við viljum sjálfir ákveða hverjum við hjálpum eða hvaða málefni við styrkjum. Við viljum burt með mengunarlög, burt með þvingaða samhjálp, við viljum afnema bönn við fíkniefnum. Við viljum fella niður ríkisstyrki til útvalda einstaklinga.

Við göngum alla leið, ekkert hálfkák. Og við göngum alla leið í nafni réttlætis, frelsis og öryggis. Það er okkar markmið. Við viljum raunvörulegan jöfnuð. Jöfnuð gagnvart lögum óháð samfélagsstöðu. Jöfnuð sem byggist upp á því að allir búi við sama réttlætið, allir séu frjálsir og allir öryggir.

Fólk segir okkur lifa í draumaheimi, ekki í raunvöruleikanum. Segir að við séum barnalegir og að þetta sé göfug og falleg hugsjón, en því miður verður hún seint eða aldrei að veruleika, segir okkur að koma niður á jörðina og sætta okkur við hlutina eins og þeir eru.

Við segjum á móti, við hættum þegar við erum frjálsir. Við hættum þegar réttlæti ríkir. Ekki fyrr.

Hræðslan er ekki lengi að skjóta rótum. Fólk hugsar um alla þá sem hafa ekki efni á að greiða fyrir hina og þessa þjónustu sem er í dag “ókeypis”. Fólk hugsar að ef bönn við fíkniefnum verða afnumin þá verði allir dópistar. Fólk hugsar að með því að taka úr gildi mengunarlög og reglugerðir þá verði hér ólíft vegna óþrifnaðar og mengunar. Fólk hugsar að ef skotvopna eign verði án eftirlits þá verði morð og ofbeldisverk daglegt brauð. Fólk heldur að það sé verið að gera alla óörugga, að við viljun hendast út í eitthvað hyldýpi sem enginn skilur og óregla veður upp.

Í raun er fólk hrætt við það sem það skilur ekki og veit ekki alveg allar hliðar málsins og það er eðlilegt. Ég viðurkenni það að ég kann ekki svörin við öllum hugsanlegum spurningum sem ég fæ um þessi mál. Ég fer og kynni mér málið þegar ég fæ erfiðar spurningar, en ég veit að það er til svar þar sem gengið er út frá réttlæti og frelsi, þó það sé ekki endilega alltaf svarið sem ég vill fá, ekki alltaf “þæginlegasta” svarið. Allt sem ég nefndi hér að ofan eru til svör við. Ef ég skrifaði þau öll hér þá væri þessi grein, sem ég ætla að reyna hafa stutta og laggóða, frekar löng og ég efast um að fólk nenni að lesa mjög langar greinar hér á huga.

Því set ég hér nokkra hlekki á svör við ýmsum erfiðum spurningum, ég vona að sem flestir kynni sér málið. Þetta er af síðunni www.self-gov.org og er á ensku.

Is libertarianism inherently impossible?
http://www.self-gov.org/ruwart/q0142.html

Three Answers to One Question About Pollution
http://www.self-gov.org/ruwart/q0126.html

Should Libertarians Force You To Pay Taxes?
http://www.self-gov.org/ruwart/q0122.html

Wh en Can You Coerce Cooperation?
http://www.self-gov.org/ruwart/q0111.html

Property Rights in the Ocean?
http://www.self-gov.org/ruwart/q0095.html

Terroris m and Libertarianism
http://www.self-gov.org/ruwart/q0093.ht ml

Corporate Power and Liberty
http://www.self-gov.org/ruwart/q0078.html

Þ etta er einungis brot af þeim fjölmörgu spurningum sem svör er að finna við. Reynið að hafa í huga að þetta eru “stuttu” svörin og öll svörin eru í samhengi við hvort annað, þau eru öll miðuð út frá einum sameiginlegum punkt: Réttlæti og frelsi.

Kíkið á þetta ef þið þorið.
http://www.self-gov.org/ruwart/

Menntun er máttur. Menntun er öflugasta vörnin gegn fordómum. Menntun er öflugasta vopnið gegn fáfræði.

Að nota valdbeitingu til að þvinga “rétta” lausn við einhverjum vandamálum býr til ný vandamál. Á meðan við sópum vandamálunum endalaust undir teppið, flýja þau, þá munum við ekki leysa eitt né neitt. Lífið er ekki auðvelt, af hverju að gera það erfiðara og ýta vandamálunum á undan sér og láta komandi kynslóðir glíma við það sem við nenntum ekki að gera neitt í.

Eina styrjöldin, sem getur bundið enda á allar styrjaldir,
hlýtur að verða háð í mannshuganum.
J.S. Elias Southwood

Ég hef trú á fólki. Fólk er gáfað, hæfileikaríkt og með gott siðferði. Ég hef ekki enn hitt þann mann sem ekki vill gera hvað sem er fyrir fjölskyldu sína eða vini. Lítið í kringum ykkur og virðið fyrir ykkur þá einstaklinga sem þið þekkið og treystið. Í raun og veru er þetta fólk alveg eins og þið sjálf. Það er óöruggt, veit ekki allt, er ekki með allt á hreinu, því meira sem það hugsar um hlutina því meira þvælast hugsaninar fyrir því. Af hverju í ósköpunum erum við að beina allri þjóðinni í einhvern farveg, og treysta fólki sem telur sig vita í hvaða farvegi við eigum að vera. Hvað veit það fólk sem við vitum ekki eða getum ekki kynnt okkur sjálf?

Við eigum að vera frjáls, velja okkar eigin leiðir og eigin farveg. Það er alveg á hreinu að við veljum ekki öll það sama, en það er einmitt það sem gerir þetta áhugavert og þess virði að taka þátt í. Við eigum að læra af mistökum okkar og halda ótrauð áfram í að gera lífið léttara fyrir okkur og okkar nánustu. Byggja upp traust og virðingu hvors annars en ekki vaða yfir hvort annað. Þegar allt kemur til alls erum við ekki annað en dropi í hafið, smápeð í stærra tafl og fáir skilja það til enda. Reynum að njóta þess til hins ýtrasta að við höfum fengið tækifæri á að kynnast lífinu og öllu því sem það hefur upp á að bjóða.

Lærðu eins og þú eigir eilíft líf fyrir höndum,
lifðu eins og að þú ættir að deyja á morgun.
Ókunnur höfundur.


Gleðileg Jól og Guð veri með ykkur

friður
potent