Jæja. Þá er það opinbert. Lengi hefur maður vitað að fáir eru ósjálfstæðari á landinu, en aðilar í Sjálfstæðisflokknum. Þeir hafa lengi deilt á aðra flokka fyrir það sem þeir kalla klofning eða sundrungu, en kallast á mannamáli sjálfstæðar skoðanir og framkvæmd málfrelsis.
Verði einhver flokkur uppvís af því að aðilar innan hans eru ekki á sama máli, er Sjálfstæðisflokkurinn fljótur að stökkva upp og hrópa “sundrung”, “klofningur” eða eitthvað ámóta heimskulegt.
Nú er sem sagt orðið opinbert hvernig þeir ná að líta út fyrir að vera sammála. Hótanir. Einfalt ekki satt? Ef Jón er eitthvað að derra sig með aðrar skoðanir en henta æðstu mönnum flokksins, er ósköp einfaldlega beitt hótunum til þess að beina honum inn á réttar brautir. Ég vorkenni Sjálfstæðismönnum fyrir að þurfa að ganga í gegnum lífið með þessa hundaól um hálsinn. En auðvitað fá þeir sitt kex þegar þeir hafa gelt á réttan hátt fyrir húsbóndann :)
Ég tek ofan fyrir Ólafi F. Magnússyni fyrir að varpa hundaólinni og gerast sjálfstæður maður á ný…með því að segja sig úr “Sjálfstæðisflokknum”. Til hamingju með nýfengið málfrelsi Ólafur.
Kveðja.