Fram hefur komið í skýrslu breskra heilbrigðisyfirvalda að mistökum vegna rangrar lyfjagjafar inni á breskum sjúkrahúsum hefur fjölgað um 500 % sl. áratug, og 1100 dauðsföll megi nú árlega rekja til mannlegra mistaka.

Er þar m.a. talið um að kenna að ónógar fyrirliggjandi upplýsingar um sjúklinga, jafnvel ólæsilegar kunni að vera ein ástæða.

Jafnframt kemur fram í skýrslu þessari að talið er að allt að 10.000. alvarleg mistök á ári megi finna af hálfu starfsfólks sjúkrahúsa. Skýrsluhöfundur telur að þótt sjúklingum hafi fjölgað sé það ljóst að mistök á sjúkrahúsum kosti mörg mannslíf.

Formaður bresku læknasamtakanna tekur undir það sjónarmið að
þetta sé of mikið.

Hefur einhver séð slíka skýrslu birta hér á landi ?
Hafa formenn íslensku læknasamtakanna einhvern tímann rætt um t.d. ranga lyfjagjöf eða mannleg mistök almennt, nema tilneyddir ?

Ég tel að nokkuð auðvelt sé að heimfæra þess bresku skýrslu varðandi okkar íslenska kerfi, sérstaklega varðandi ranga lyfjagjöf
og afleiðingar hennar margvíslegar.

“ Læknar margir hverjir nú til dags virðast haldnir álíka oftrú á lyf líkt og starfsbræður þeirra fyrrum á skurðagerðir alls konar þegar slíkt var allsherjarlausn innan læknisfræðinnar. ”

Sem dæmi má finna uppi skoðanir þess efnis frá læknum að svefnlyfjahræðsla sé þjóðarvandamál. Hvílík vitleysa að mínu áliti . Eigi að síður athyglisvert að þar er að finna lækni sem ekki vildi tilvísanakerfi heimilislækna á sínum tíma og ritaði margar blaðagreinar á móti því, en í grein sinni í Mbl. í dag reynir þessi maður að gera lítið úr stétt heimilislækna, sem sá hinn sami starfar þó við hliðina á innan sama kerfis sem skattgreiðendur halda uppi.

Hér er bara verið að reyna að halda uppi rökum að minu áliti fyrir því að ausa lyfjum sem kosta almenning stórar fjárhæðir, án þess að þurfa svo mikið sem að sýna tölulegan árangur árlega, sem er óverjandi að mínu mati, svo ekki sé minnst á yfirlit yfir læknamistök almennt
líkt og skýrsla Breta birtir staðreyndir um.

Það er stórnauðsynlegt að óska eftir því á skýrsla sem slík verði gerð hér á Íslandi, og ekkert væri eðlilegra en það væri gert með faglegu frumkvæði heilbrigðisstétta , til handa eftirlitsaðilum, því hér er um að ræða kostnað sem telur all stórar fjárhæðir á þjóðhagslegan mælikvarða og varðar faglegan tilgang, útgjaldamesta málaflokks ríkisins, sem hefur með að gera líf og heilsu einstaklinga.

kveðja.
gmaria.