bar:
Byrjum á byrjununni:
“Þú verður að átta þig á því, að ef fólk væri ekki að borga skatta þá væri væntanlega ekki jafnmikil þörf á t.d. barnabótum. Flestir hefðu auðveldlega efni á því að eiga hrúgu af börnum ef þeir þyrftu ekki að borga skatta. Um það snýst ekki málið. ”
Um hvað snýst málið þá? Er ekki helsta vandamál Vesturlanda að mati hagfræðinga að barneignir séu helsta vandamálið. Ef aflanging skatta gæti lagað það er það þá ekki fín lausn? Ég get ekki séð annað enda ég mikið á móti sköttum. Hinsvegar styð ég frjáls framlög enda margt sem þarf að gera í nútíma samfélgai. Það má ekki gleyma því að það er algerlega siðlaust að þvinga einhvern til að gera eitthvað gegn hans vilja. Það er stundum kallað kúgun, og stundum nauðgun. Bæði er rétt.
“Hitt þykir mér ansi kalt viðhorf hjá þér, að fólk eigi sjálft að ákveða hvort það vilji láta peninga í félagslega kerfið.”
Ég get ekki séð að það sé kalt viðhorf hjá mér að fólk eigi að ákveða það sjálft hvort það lætur sínar eignir [fjárnumi] í félagslega kerfið. Reyndar er það ekki svo kalt því það er ekki siðlaust. Ef fólk fær ekki að ákveða hvað það gerir við sínar eignir, hver á þá að ákveða það? Og ef einhver annar á að ákveða það, er það þá ekki frekar siðlaust og kalt.
“Ef þú heldur í alvöru að fólk sé að eignast börn til að komast á ríkisstyrki, þá verð ég að bíða með frekari svör þar til þú þroskast. Það er ekki möguleiki á að svara svoleiðis heimsku. Sestu nú niður og reiknaðu út fjárhagslegan ”gróða“ við að eignast börn. HAHAHAHAHAhahahaha. Þú ert langflottastur! ”
Ég vona svo innilega að fólk sé ekki að eignast börn eingöngi svo það geti farið á ríkisspenan. En hinsvegar búum við í þannig kerfi að fólk á “rétt” á því. Hvað á maður að halda þegar fólk heimtar hina og þessa styrki af því að það á “rétt” á því. Gallinn er að á meðan við erum þvinguð til að greiða skatta þá mun fólk hvaðanæfa af úr samfélaginu heimta sinn rétt sem skattgreiðandi, hvort sem það er réttlátt eða ekki.
Það er munaður að eignast börn, börn færa manni hamingju og tilgang. Hinsvegar geta áhyggjur af því að sjá fyrir börnum sínum valdið óhamingju foreldra, vonleysi o.s.frv. Því er enn mikilvægara að fólk hugsi aðeins fram í tíman og leyfi sér þann munað þegar það getur staðið undir væntingum.
Við þurfum öll á hjálp að halda. Lífið er ekki auðvelt. En það er alrangt að halda að bara af því að maður þurfi á hjálp að halda að maður eigi rétt á hjálpinni. Þetta er hugsanavilla og órökrétt. Samt sem áður er það þannig að allir þeir sem hafa einhverja [lágmarks]siðferðiskennd finna hjá sjálfum sér þá skyldu að hjálpa fólki sem á erfitt. Það er ekkert að því að þiggja hjálp, því öll þurfum við á henni að halda. Ég hjálpa einum í dag, og sá sami hjálpar mér á morgun. Þannig eru eðlileg samskipti fólks.
“Þetta með lífeyrisjóðina kann hinsvegar að vera rétt hjá þér. En þetta er það sem við höfum í dag….hvað sérð þú fyrir þér í framtíðinni? Láttu endilega heyra.”
Við skulum ekki endilega tala um framtíðina í þessum efnum. Það er nefnilega þannig í dag að til eru mun betri möguleikar fyrir fólk. Lífeyrissparnaður er t.d. mjög góð leið til að ávaxta peningana og líftryggja sig. Ef þú kynntir þér málið aðeins þá gæturu séð hvernig þú gætir sjálfur nýtt þína peninga til að stuðla að þínu fjárhagsöryggi í framtíðinni, hvort sem þú lendir í slysi og getur ekki unnið, eða að þú vinnur meirihluta æfi þinnar og þegar þú hættir störfum þá áttu næga peninga til að sjá fyrir þér og þínum það sem eftir er. Kynnt þú þér málið.
“Einnig er ég algerlega sammála þér, að fólk verður að hugsa um og undirbúa barneignir. Hitt er annað mál, að barneignir eiga aldrei að vera ”munaður“ ríka fólksins.”
Það er rétt hjá þér. En það er röng aðferðafræði að taka af þeim ríku eignir þeirra svo að hinir “fátæku” geti alið upp börn sín. Í fyrsta lagi þarf ekki að vera ríkur til að eignast börn, maður þarf að búa við fjárhagslegt öryggi og geta lifað með því sem maður hefur. Það þarf ekki að eiga nýjan Benz til að geta átt börn, það þarf ekki að eiga 400fm2 einbýlishús til að geta átt börn. Eina sem þarf er að sýna smá ábyrgð, stefna að fjárhagslegu öryggi að einhverju leiti, ekki hreinlega stökkva út í djúpa endann og vona að þetta reddista allt saman án þess að vita eitt né neitt, hafa enga stefnu.
Burtséð frá lífeyrissjóðum, þá þarftu nú ekki að vera gríðarlega klár til að átta þig á því að án ungs fólks sem dekkar þörfina eftir vinnuafli þegar að aðrir starfsmenn fara á ellilífeyri, virkar þjóðfélagið ósköp einfaldlega ekki. Við erum ósköp einfaldlega háð því að öllu leyti.“
Ef ég borga í lífeyrissjóð þá er ég að því til að tryggja mér fjárhagslegt öryggi þegar ég hætti að vinna. Ég greiði hluta af mínum launum í þetta kerfi. Það mætti segja að ég væri að spara. Ef ég hef ekki sparað næginlega mikið þegar ég hætti að vinna þá er það mér sjálfum að kenna, ekki þeim sem geymdi peningana mína. Hitt er annað mál að þetta gera lífeyrissjóðirnir ekki. Ég er ekki að spara peningan mína eða safna þeim, sem sagt ekki að setja þá í einhvern höfuðstól sem stækkar, heldur er ég að safna mér réttindum til framfærlsu. Þetta virkar eins og venjulegt tryggingafélag þar sem ég er að tryggja sjálfan mig, munurinn er hinsvegar að ég ræð ekki hvort ég tryggi mig eða ekki.
Þjóðfélagið virkar ekki án vinnuafls, segir sig sjálft. En hví í ósköpunum er það þannig að ég, með minni vinnu, þarf að sjá fyrir öðrum sem hafa unnið allt sitt líf. Gátu þeir ekki unnið fyrir sjálfum sér á sinni æfi? Er það þannig að ég get unnið fyrir þeim á mínum vinnuferli en ekki sjálfum mér? Get ég tryggt þeirra afkomu en ekki mína eigin með minni vinnu? Það er einhvað að kerfi sem virkar þannig. Það verður þannig í nokkrar kynslóðir í viðbót að vinnu verður að fá fyrir fólk sem vill hana. Það ríkir atvinnuleysi í heiminum, fólk mun koma hingað frá öðrum löndum í atvinnuleit og íslendingar munu fara erlendis í vinnu. Þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af því að þjóðfélagið lamist sökum skorts á vinnuafli og reyndar sé ég ekki fram á að það muni gerast.
”Varðandi síðustu spurningu þína, þá átti ég við þau rök sem ég hef víða heyrt…..að þetta sé ekkert vandamál með vinnuafl framtíðar….nægt vinnafl finnst í þróunarlöndunum."
Það er rétt, það er nægt vinnuafl útum allan heim. Hinsvegar er það þannig að ef við viljum vera framsækin þá eigum við að gera kröfur um hæfni þess sem vinnur vinnuna. Þeir sem uppfylla kröfur vinnuveitanda fá starfið. Eða eins og sagt er: hæfasta einstaklinginn í starfið, og þá skiptir ekki máli hvar sá einstaklingur fæddist.
friður
potent