Fréttir í sjónvarpinu um Bandaríkin, Ísrael og öryggisnefnd Sameinuðu Þjóðanna voru vægast sagt hræðilegar. Áhorfendum var skýrt frá því að nú hafi BNA enn einu sinni beitt neitunarvaldi sínu til að þvinga fram brengluðum skoðunum sínum um mannréttindi og hernaðarmálum. Réttara væri kannski að segja að þeir hafi, með neitunarvaldi sínu, kæft þær raddir sem álitu að e.t.v. væru Ísraelsmenn ekki bara að verja sig og sína með þjóðarmorðum sínum í Palestínu og að það væru möguleiki að hernaði BNA í Afghanistan væri ekki framkvæmdur með hagsmuni íbúa Afghanistans í huga heldur hagsmuni bloðþyrstra Bandaríkjamanna.
Ekki nóg með það heldur er frétt á mbl.is (birt þann 16. desember 2001) þar sem greint er frá því að Tony Blair hafi beinlínis þvingað Evrópusambandið til að hætta við að gefa út viðvörun til Bandaríkjanna. Í uppkastinu stóð að hernaðaraðgerðir ættu ekki að vera hertar og færast yfir til annarra landa án samþykkis alþjóðasamfélagsins. “„Það verður að leita eftir samþykki alþjóðasamfélagsins áður en farið verður í hernaðaraðgerðir á öðrum landsvæðum,” sagði í uppkasti að lokayfirlýsingu ráðstefnunnar, áður en Blair greip inn í málið." (http://www.mbl.is, 16. desember 2001).
Gæti ekki verið að leiðin til að stuðla að friði í heiminum sé ekki með því að: a) Standa í stórfelldum vopnaviðskiptum við lönd eins og Ísrael og Írak, b) Styðja hryðjuverkamenn á einum stað en hrekja þá burt á öðrum stöðum, sbr. fjölmörg lönd S-Ameríku annars vegar og Afghanistan hins vegar og c) Koma á fót einræðisstjórnum eins og talebanastjórninni í Afghanistan og fasistastjórn Pinochets. Sem d) mætti e.t.v. nefna að “hryðjuverkaskólinn” svokallaðir, School of the Americas, verður nú aldrei beint til þess að stuðla að friði, enda hafa verið þjálfaðir þar menn eins og Lima Estrada, Roberto D’Aubuisson, Omar Torrijos og Manuel Noriega. Þessir menn eru yfirmenn ýmissa illræmdra dauðasveita en þá eru líka ekki taldir með undirmenn Augusto Pinochet. Þetta eru aðeins þeir sem koma beint úr þessum skóla og segir lítið um hve víðtæk áhrifin verða í raun og veru.
Finnst ykkur ekki huggulegt að vera í hernaðarbandalagi með þessari þjóð, sem á ekki fulltrúa í mannréttindanefnd SÞ, af hverju skyldi það nú vera?