Þegar að fyrstu kjarnorkuvopnin voru sprengd í Japan í lok seinna stríðs efuðust margir um nauðsyn þess, enda eyðileggingin gífurleg þar sem að Hiroshima og Nakasagi voru einungis smábæir með lítið hernaðarlegt mikilvægi. Þá voru Bandaríkin eina þjóðin sem að bjó yfir kjarnorkukrafti og eflaust slæmt ef að þeir hefðu haldið tækninni fyrir sig í fjölda ára til viðbótar, enginn gæti sætt sig við kúgun eins kjarnorkuveldis.
Ég trúi því að kjarnorkuvopn geti verið friðartól ef að tvö stórveldi(eða fleiri) búa yfir tækninni, á tímum kalda stríðsins vou það Bandaríkin og Sovétríkin sem að stóðu í grimmu vígbúnaðarkapphlaupi, flestir myndu dæma kjarnorkuvopn strax og fyrirlíta tilvist þessara tóla. En samkvæmt MAD kenningunni (Mutually Assured Destruction) mun friður haldast á meðan að tveir höfuðandstæðingar eiga báðir kjarnorkuvopn vegna þess að þó svo að t.d Sovétríkin hefðu varpað kjarnorkueldflaugum á lykilskotmörk í Bandaríkjunum og víða í Evrópu hefðu Bandaríkjamenn samt getað svarað fyrir sig á einhvern hátt og Sovétríkin hefðu stofnað til átaka sem að borga sig ekki vegna svo gífulegrar eyðileggingar, allir tapa einfaldlega of mikið og enginn græðir á því að hefja stríðsátök. Ímyndið ykkur ef að ekki hefðu verið til kjarnorkuvopn á tímum kalda stríðsins, Þá væru hér Rússar aðskvaðandi út um allar trissur og Íslendingar fengu engan frið fyrir kafbátahernaði úti á Íslandsmiðum.
Endilega miðlið ykkar skoðunum en persónulegt álit mitt er það að vígbúnaðarkapphlaup er langtumbetra en stríðsátök.
In a dictatorship, people suffer without complaining. In a democracy, people complain without suffering.