Stjórnleysisstefnan

Þessi stefna byggist á því að samfélagið geti virkað án nokkurs miðstýrðu ríkisvaldi. Það er þó ekki verið að tala um að það eigi að ríkja ringluleið og stjórnleysi, heldur að sammvinnan og skipulagið eigi að vera sjálfsprottið. Þetta er þó mjög víðurhópur sem aðhyllist þessar kenningar og sumir telja að einstaklingur eigi að hafa fulla stjórn til þess að gera hvað sem hann vill t.d. skaða aðra, meðan að aðrir telja að það þurfi að vera einhver mörk. Það er hægt að skipta Anarkismun upp í 2 hópa, vinstri- og hægri stjórnleysingja.





Vinstri stjórnleysingar

Vinstri stjórnleysingjar sjá fyrir sér samfélag sem er fullkomlega laust við togstreituna á mili þeirra sem stjórna og hinna sem lúta valdinu. Markmið þeirra er stéttlaust samfélag þar sem grunneiningin er sambýlisform sem ekki er stærra en svo að hver maður hefur yfirsýn yfir alla aðra sem hann býr í félagi við. Með samvinnu byggðri á lýðræðislegum ákvörðunum taka allir einstaklingar hópsins þátt í stjórn sambýlisins. Samvinnan ræðst hins vegar á engan hátt af miðstjórnarvaldi eða markaðslögmálum. Hún sprettur þess í stað af sameiginlegum þörfum og skilningi einstaklinganna á hagsmunum sínum. Í sinni róttækustu mynd hafna vinstri stjórnleysingjar algjörlega réttinum til séreignar og líta það slæmum augum. Margt i þessari stefnu minnir á Maxista en þér hafna þó algerlega öllum hugmyndum um byltingaflokkin, hann er því algerlega óþarfur.





Hægri stjórnleysingar

Hægri stjórnleysingjar aðhyllast einstaklingshyggju og óheft markaðskerfi. Líkt og frálshyggjumenn eða libertarians hafna þeir öllum afskiptum ríkisvaldsins af gangi markaðarins. Þeir ganga hins vegar lengra en flestir frjálshyggjumenn og hafna einnig því hlutverki ríkisvaldsins að það setji lög, dæmi í dómsmálum, og haldi úti lögreglu og her til þess að vernda borgarana. Þeir telja að með frjálsum tryggingasamningum og einkafyrirtækjum sem sjái um öryggismál þá megi gera ríkisvaldið óþarft. Þessi tegund stjórnleysis hefur einnig verið nefnd anarco-kapítalismi og er David Friedman einn öflugasti talsmaður hennar. Hefur hann meðal annars rannsakað íslenska þjóðveldið til þess að rökstyðja hugmyndir sínar um lög og reglu án ríkisvalds.





Vandamál og ókostir

Það gætu ýmis vandamál upp í þessu stjórnarkerfi. Þegar að ekkert ríkisvald er til staðar þá geta breinglaðir einstaklingar farið með frjálsri hendi og eyðilagt samfélagið fyrir þeim sem vilja frið. Svo ef samstaða næst ekki innan samfélagsins þá væri það ekki leingi að hrinja. Svo væri það fíkni- og vímuefni sem gætu náð stórum tökum á samfélaginu ef ekki væri takmarkað aðgangur.


Ég henti þessari ritgerð saman fyrir Fél 303. Þetta var bara stutt verkefni en ég ákvað að deila því með ykkur.

Ég veit að það eru dáltið mikið af stafsteningar villum og dró það mig mikið niður 8-) en ég fékk samt 8 fyrir þetta :D
Í alvöru ? ég meina !