Ég verð að segja að ég er alveg orðlaus yfir atburðum dagsins. Hræsnin sem er í fyrirúmi sem er svo augljós eins og hver ætti að geta séð. Ég get ekki annað en hneikslað mig á Vinstri grænum og Framsókn eftir þetta. Og vona að hræsnin, valdafíknin og eiginhagsmunir flokksmanna fari ekki framhjá fólki.
Svona til að byrja einhverstaðar þá finnst mér ótrúlegt hvað fólkið í þessu máli sem kallar sig vinstri græna, framsókn og sósialista hafa verið sjálfu sér ótrút og farið á mis við öll sín sjónarmið til þess eins að komast til valda.
Ef við byrjum nú á júdas sem flestir ættu að vita hver er. Finnst ykkur ekki skrítið að hann geti lagst með vinstri grænum, Svandísi eftir að hún hefur gagngrýnt hann út í eitt upp á síðkastið og sérstaklega tekið það fram að hún sé á MÓTI því sem Björn Ingi stendur fyrir. Að það sé bara allt í góðu allt í einu þegar þeim gefast tækifæri til að ná meirihluta. Finnst ykkur það ekki hræsni sérstaklega ef hún samþykkir samstarfið þegar hún kallaði Björn Inga öllum illum nöfnum fyrir svo fáum dögum síðan en núna er allt gleymt?
Og það hlýtur að teljast stórmerkilegt þegar sósialistar verða kapitalistar. Björn Ingi hefur ekkert nema eigin hagsmuni fyrir hendi því þegar búið er að færa þessa miljarða yfir í dótturfélagið þá eignast hann t.d ásamt fleirum KAUPRÉTT í þessum hluta og geta þar af leiðandi HAGNAST á því á eins kapitalískan máta og hægt er að hugsa sér. Hvað varð um sósíalisman núna?. Þetta mál er ekkert nema eigin hagsmunir og hræsni af hálfu sumra (græðgi en og aftur ef ég vísa nú í þessar 350 þúsund krónur sem Björn Ingi vildi fá aukalega samþykktar).
Það að þeir skuli hafa myndað meirihlutastjórn á 4 klukkustundum hlýtur að vekja ýmsar grunsemdir og vantraust. Þau hafa engan málefnalegan grunn á bakvið sig!, það eina sem skipti máli var að ná völdum og skipta upp embættunum. Og svo finna þau bara “einhvernveginn” lausn á málunum. Björn Ingi hljópst á brott jafnvel þó að sátt hafi verið komin á í sjálfstæðisflokknum en samt hljóp hann í burtu. Og það er ekki útaf neinu nema eigin hagsmunum. Þetta var valdarán frá þeim flokk sem mesta fylgið hefur, og valdarán án neins undirbúnings eða neinna málefnalegra raka annara en til þess eins að ná völdum.
Sjálfstæðismenn eru þeir EINU sem hafa verið sjálfum sér trúir í þessu máli. Vilhjálmur sýndi hversu sterkur maður hann er með því að bakka út úr þessu orkuveitumáli eftir athugasemdir flokksystkina sinna og segja ,,Við þurfum að hugsa þetta eðeins betur“. En hvað gerist?
Björn Ingi stingur af vegna eigin hagsmuna og til að leggja skattfé okkar í áhættufjárfestingar, Svandís leyfir ”óvininum" að sofa hjá sér og framsóknarmenn sem eiga að teljast sósíalistar öðlast kauprétt í hlutabréfum sem þeir geta grætt á.
Vinstri grænir og Framsókn hafa sýnt hversu langt og lágt þeir eru tilbúnir til að fara í bága við eigin stefnur til þess eins að öðlast völd. Samstarf sem er óljóst hvernig eigi nokkurnveginn að ganga upp.
Ég vona að fólk sjái hræsnina á bakvið þetta mál.