Ég talaði við systur mína og hún sagði (eins og mig grunaði reyndar) að það væri miklu auðveldara að spilla einum manni en mörgum og þar að auki spilla völdin… en er það virkilega?
Ef maður er alinn upp til að líta á sig endurspegla ríkið og að ríkið endurspegli hann, hann er ríkið og ríkið er hann þá ættu hugsanir hans og athafnir hans að vera í þágu ríkisins.
Hann er ekki einn af mörgum gaurum sem þú getur notað til að kaupa atkvæði (það er bara eitt atkvæði og hann ætti að hugsa í þágu ríkisins en ekki persónuþarfa sinna því hann fær hvort-eð-er nóg úr borginni sjálfri)
En ef að þessi maður sem er einræðisherra er eitthvað geðveikur eða bara flat out fífl (eins og t.d. bush) þá er náttúrulega voðinn vís og líkur á uppreisnum mjög líklegar - aftur á móti er þá hægt að benda á svarta blettinn (og reyndar eina blettinn) og losa sig við hann og fengið sér nýjann… lýðræðislegt einveldi
Lýðveldi hinsvegar, er hægt að spilla smátt og smátt innan frá. Þar er hægt að kaupa einn og einn ráðsmann og láta hann fylgja sér á óréttlátan hátt, og enginn getur sagt neitt… ekki er endilega hægt að benda á neinn sérstakann, og stórfyrirtæki (t.d. segjum bandaríski bankinn) gæti átt megnið af stjórninn.
Þú átt miklu auðveldara með að spillast og komast upp með það í lýðveldi.
En þetta eru nú bara hugsanir út í loftið og fær mann til að hugsa hvort einveldið, sé í raun eitthvað verra en lýðræðið…
Við börðumst ekki alla leið á topp fæðukeðjunnar, til að verða grænmetisætur.