Sæl öll,
Rétt er að koma eftirfarandi atriðum á framfæri varðandi greinarskrif Sævars G. (Capitalist) á Frelsi.is fyrir skemmstu:
Það hafa án efa miklu fleiri heyrt um Flokk framfarasinna en Capitalist gerir sér hugmyndir um. Hann virðist þó vera haldinn þeirri ímyndun að allt sem hann haldi séu staðreyndir.
Flokkur framfarasinna ER ennfremur nýtt stjórnmálaafl á Íslandi hvort sem Capitalist líkar betur eða verr.
Ennfremur veit Capitalist einfaldlega ekkert meira um Flokk framfarasinna en hver annar meðaljón, hvað þá að honum sé eitthvað kunnugt um félagafjölda innan flokksins.
Flokkurinn var ekki stofnaður í gegn um netið, enda er hann ekki formlega stofnaður enn, heldur var hann stofnaður á fundi.
Formaður og varaformaður flokksins skipuðu sig ennfremur ekki sjálfa heldur var um að ræða forvígismenn hópanna tveggja sem að flokknum komu og var þeim falið að mynda bráðabirgðastjórn uns flokkurinn yrði formlega stofnaður.
Ég sem settur formaður flokksins þurfti ekki að koma mér í viðtöl heldur var ég beðinn um að koma í þau öll af viðkomandi fjölmiðlum sjálfum.
Við sækjum ekki hugmyndafræðina í eldri ísl. samtök heldur er um eins konar stjórnmálalega forvera að ræða. Framfarir sem slíkar verða seint úrelt fyrirbæri. Við erum ekki að berjast fyrir sömu framförum og menn voru að berjast fyrir fyrir 100 árum eða svo, en við eigum það sameiginlegt með þessum stjórnmálasamtökum m.a. að vera framfarasinnaðir. Framfarir breytast með tímanum og miðast við þær aðstæður sem eru á viðkomandi tíma.
Stjórnmálaöflin sem um ræðir voru stofnuð á árunum 1871 – 1929, en ekki 1871-1908. A.m.k. tvö þeirra eru ennfremur enn starfandi, Hið íslenzka þjóðvinafélag og Sjálfstæðisflokkurinn síðari.
Capitalist líkir FF við FÍÞ án þess að færa nein rök fyrir því enda engin slík rök til eins og flestir sennilega gera sér grein fyrir. Hann fer einnig þá leið sem ýmsir vinir hans hér á Huga hafa farið, þ.e. þar sem þeir geta ekki gagnrýnt okkur fyrir verk okkar þá ákveða þeir bara hitt og þetta um okkur, sem kemur þeim vel, en sem á síðan auðvitað ekkert skylt við raunveruleikann. Mikil er málefnafæð þessara manna.
Annars má nefna að FÍÞ er mér vitanlega ekki stjórnmálaflokkur eins og Capitalist vill þó meina.
Auk þess höfum við nákvæmlega ekkert að fela, við segjum nákvæmlega það sem okkur býr í brjósti og erum ekkert að skafa utan af því.
Menningarrasismi er síðan vægast sagt breglað hugtak enda hefur menning ekkert með rasisma að gera þar sem menningarheimar og kynþættir eiga eigan veginn algera samleið frekar en að allir múslimar séu einn kynþáttur.
Síðan er það einfaldlega rangt að við séum á móti innflytjendum eins og margoft hefur komið fram. Menn hafa ekkert á móti ökumönnum þó þeir vilji takmarka hámarkshraða. Þetta snýst bara um að forðast þau vandamál og slæmu hluti sem of mikill hraði í báðum tilfellum getur hæglega leitt til.
Það sama gildir um íslenska ríkisborgara í öðrum löndum og gildir um erlenda ríkisborgara á Íslandi. Þetta verður því varla sanngjarnara. Menn verða að horfa á málið með allan heiminn í huga en ekki bara Ísland eitt. Það kallast víðsýni og er talið til eftirbreytni. Því virðist þó ekki vera að flíka hjá Capitalist í þessu tilfelli a.m.k. Hlutirnir yrðu fyrst ósanngjarnir ef útlendingar hefðu sama rétt og íslenskir ríkisborgarar á Íslandi á sama tíma og íslenskir ríkisborgarar hefðu ekki sama rétt og útlendingar erlendis.
Það er síðan ekki rétt að svipta eigi þeim sem hefur fengið ríkisborgararétt réttinum fremji hann afbrot skv. stefnuskrá Flokks framfarasinna. Hins vegar má nefna að það er heimilt samkvæmt bandarískum lögum að svipta menn bandarískum ríkisborgararétti ef þeir fremja ákveðin afbrot. Þetta er því ekkert sem ekki þekkist í heiminum. Í Compton´s Interactive Encyclopedia segir um þetta:
“American citizenship, once acquired, cannot be taken away except as provided by law. It may be voluntarily relinquished or lost. If obtained by naturalization, it may be set aside as a punishment for a crime.”
Ennfremur segir þetta í alfræðiritinu um rétt ríkis til að takmarka réttindi þeirra íbúa sinna sem ekki eru ríkisborgarar í því:
“There are reasonable exclusions that a government may impose upon those who live within its borders. Resident aliens, for example, live legally in a country but do not have the same status as citizens. They are protected by the laws of the land, but they may not vote or hold public office or receive certain other benefits guaranteed only to citizens.”
Sem sagt ríki er heimilt að takmarka réttindi erlendra ríkisborgara sem eru búsettir innan þess. Réttarstaða erlendra ríkisborgara innan ákveðins ríkis og ríkisborgara viðkomandi ríkis er bara einfaldlega alls ekki sú sama. Þetta skilja sennilega flestir í heiminum þó Capitalist nái þessu ljóslega ekki sama hvað þetta er tuggið oft í hann.
Capitalist skammar okkur fyrir að vilja að innflytjendur læri íslensku, íslenska sögu og um íslenska menningu. Í Conpton´s Interactive Encyclopedia segir eftirfarandi um skilyrði fyrir ríkisborgararétti í Kanada:
“The applicant must then subscribe to the Oath of Citizenship, which promises allegiance to the monarch, respect for the nation's laws, and fulfillment of the duties of citizenship. Citizenship classes are conducted in almost every city and in many rural districts. The classes are sponsored by public school systems and private organizations. Immigrants who do not know either English or French spend the first year in language study. The second year includes Canadian geography, history, government, and civics.”
Í Kanada er innflytjendum ekki bara gert að læra ensku og kanadíska sögu heldur og landafræði Kanada, um stjórnskipun landsins og samfélagsfræði (menning m.a.). Meira að segja Flokkur framfarasinna gerir jafnmiklar kröfur og kanadísk stjórnvöld. Sambærileg atriði gilda svo um Bandaríkin.
Okkur er líkt við Danska þjóðarflokkinn án nokkurra raka þar um. Dæmigert.
Við erum sakaðir um fasískan hugsunarhátt að ósekju og tvær greinar úr stefnuskrá FF teknar sem dæmi um það. Þegar hefur verið minnst hér á hvernig Capitalist reif þær úr samhengi svo þær styddu hans málstað og minntist ekki á þá hluta greinanna sem komu málstað hans illa.
Annars má víst vel skilgreina alla stjórn yfir höfuð sem fasisma ef viljinn er fyrir hendi en það gera bara öfgamenn sem kallast anarkistar. Er Capitalist nú orðinn anarkisti ofan á allt annað?
Hvað snýr að því að vilji meirihlutans ráði má vitna í alfræðirit. Í Britannica Encyclopædia segir eftirfarandi um lýðræði:
“[A] form of government in which the right to make political decisions is exercised directly by the whole body of citizens, acting under procedures of majority rule, usually known as direct democracy”.
Sem sagt meirhlutinn ræður, sbr. “majority rule”. Þetta er skilgreiningin á lýðræði í grundvallaratriðum. Í Compton´s Interactive Encyclopedia segir um lýðræði:
“As a term for a type of government, democracy came into use during the 5th century BC in Greece. Since then it has acquired a number of different meanings, most of which have common elements. The most basic and original sense is direct democracy–a government in which political decisions are made directly by all the citizens and policies are decided by majority rule.”
Aftur er talað um að ákvarðanir séu teknar í lýðræði skv. vilja meirihlutans, “majority rule”. Þessu nær þó Capitalist ekki og heldur víst að vilji minnihlutans eigi að ráða eftir því sem best verður komist.
Capitalist segir að FF beri enga virðingu fyrir réttindum einstaklinga. Hvað er maðurinn að spá? Er þetta nú ekki full mikil alhæfing og fullyrðing? Hvað hefur hann fyrir sér í því að við berum ENGA virðingu fyrir réttindum einstaklinga. Hann virðist gleyma því að meirihlutinn er meirihluti einstaklinganna í þjóðfélaginu og því erum við að gera okkar besta til að gera sem flestum einstaklingum til geðs. Er það ekki alvöru einstaklingshyggja? Capitalist virðist hins vegar halda að einstaklingar geti aðeins tilheyrt minnihlutahópum. Meirihluti geti sem sagt ekki innihaldið einstaklinga heldur eitthvað allt annað. En hvað? Spurning.
Capitalist segir að hjá okkur skipti meirihlutinn máli rétt eins og í Þýskalandi nasismans og Ítalíu Mussolinis. Það réð nú bara enginn meirhluti á Ítalíu Mussolinis eða Þýskalandi Hitlers. Mussolini tók völdin á ólýðræðislegan hátt og með stuðningi fjármálamanna Ítalíu (Capitalists). Án þeirra hefði hann aldrei komist til valda. Hitler fékk aðeins um 38% fylgi í kosningunum 1933, er það meirihluti? Síðan tók hann bara völdin. Annars hefði Hitler aldrei náð völdum ef fjármálamenn (Capitalists) bæði í Þýskalandi og víða um heim hefðu ekki stutt hann fjárhagslega með ógrynni fjár, t.d. menn eins og Henry Ford. Spurning kannski um að kynna sér söguna aðeins…?
Annars heitir það einmitt einræði þegar minnihluti tekur völdin og ráðskast með meirhlutann en lýðræði þegar meirihlutinn stjórnar í karfti þess að hann er meirihlutinn. Af hverju heldur Capitalist annars að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn séu við völd á Íslandi? Jú einmitt vegna þess að þeir höfðu atkvæði meirihluta landsmanna á bak við sig í síðustu alþingiskonsingum. Er hann kannski að segja að ríkisstjórn Davíðs, goðsins hans, sé dæmi um hvernig meirihlutinn “ráðskist” með minnihlutann? Hvað með þá sem kusu aðra flokka en Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn? Er í lagi að “traðkað” sé á þeim minnihlutahópi af Framsókn og Sjálfstæðisflokknum? Varla er það í lagi skv. einkennilegum hugarheimi Capitalist ef eitthvað er að marka orð hans. Þetta hlýtur að flokkast sem fasismi af verstu gerð að hans mati. En samt styður Capitalist þessa menn. Þetta gengur nú ekki upp…
Kv.
Hjörtur J.
Heimildir:
“Democracy”. Britannica Encyclopædia. 2001.
“Democarcy”. Compton’s Interactive Encyclopedia. 1997.
“Citizenship”. Compton’s Interactive Encyclopedia. 1997.
“Nation and Nationalism”. Compton’s Interactive Encyclopedia. 1997.