Hvar verður skorið og hvar ætti að skera.. Líklega erum við að tala um mál, þar sem engin eining er um, hvorki á þingi, hér né annarsstaðar.
En ég tel að um verði að ræða:
1. Einhver flatur niðurskurður á öll ráðuneyti.
2. Umfram niðurskurður í vegamálum
3. Niðurskurður í velferðarmálum, þar liggur beinast við eins og þegar er byrjað að ræða, að skera niður t.d. áframhaldandi skref í feðraorlofi.
Líkast til verður nú eins og svo oft áður ekki ráðist á það sem þyrfti að ráðast, það er að segja sívaxandi fastakostnað ríkisins.
Það sem ætti að ráðast að væri að mínu mati eftirfarandi, þó ekki nauðsynlega í þessarri röð:
1. Vegamál. Að flestu leyti rökrétt útgjöld ríkisins, en við erum þó farin að ganga allt of langt í þeirri löngun okkar til að bora í gegnum öll fjöll, sem á vegi okkar verða til þess að tengja saman smáþorp hér og þar um landið. Margar þessarra framkvæmda hafa littla sem enga möguleika á því að standa undir sér, og geta því ekki talist til þjóðþrifaverka.
Skoðið hvað göng á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar skila miklu.
2. Velferðarmál. Hér á að ráðast á feðraorlofið. Virkilega mikil aukning á útgjöldum ríkisins, sem við höfum ekki efni á nú um stundir. Við verðum að gera okkur grein fyrir að þetta mál, sem allir þingmenn voru svona sammála um, er týpískt mál, sem leiðir okkur í ógöngur. Hér er ekki um neitt réttlætismál að ræða. Og orlofið er greitt í samræmi við tekjur. Því er ekki um neinn jöfnuð að ræða. Hér er einfaldlega að ríkið tekur úr hægri vasa þínum, og lofar að setja í vinstri vasann seinna. Þeir einu sem standa straum af þessu, eru þær konur og menn sem einhverra hluta vegna eignast ekki börn. Klippum þetta af. Þeir sem halda að fyrirtækin standi straum af þessu, jú, vissulega má halda því fram, en allt sem fyrirtækin borga ykkar vegna er í raun partur af launum.
3. Menningarmál. Hér er annar póstur sem virkilega mætti skera niður. Það er sanngirniskrafa að þeir sem vilja njóta svokallaðrar “menningar” standi straum af henni að sem mestu leyti. Hvað er menning, læt ég hverjum um sig eftir að skilgreina, það er hlutur sem ég treysti mér ekki til, þó að vissulega sé nægur hópur út í þjóðfélaginu, sem telur sig þess umkominn.
4. landbúnaðarmál. Málaflokkur sem ekki er auðvelt að skera niður í, vegna þess að meiripartur af útgjöldunum er bundinn í samninga til lengri tíma. En hér þyrfti virkilega að taka til hendinni. Skera niður, og nútímavæða landbúnaðinn, hvort sem við ákveðum að leyfa frjálsan innflutning eður ei, er löngu tímabært að neytendur þessa lands, fái að sjá hvað þessir hlutir raunverulega kosta.. út úr búð. Líklega myndi það breyta tilfinningum margra gagnvart íslenskum landbúnaði.
5. Taka til í heilbrigðis og menntamálum. Þarna dugar ekki einfaldur niðurskurður. En það er mikill misskilningur að það sé nauðsynlega fylgni á mill þess hve miklu sé eytt í þessa hluti og þess hvað þjónustan sé góð. Meiri peningar þýða ekki nauðsynlega betri menntun, eða heilbrigðisþjónusta. Hér gildir eins og í flestum öðrum atriðum, að fá sem mest fyrir krónuna. Þetta eru einfaldlega það stórir útgjaldaliðir, að það er ekki hægt að láta hjá líða að skoða þá.
6. Auðvitað þarf að fara í yfirbyggingu ríkisins, og skera niður starfsmannafjölda. Erfitt er að leggja til uppsagnir, en það þarf að endurskoða allan rekstur ríkisins, og koma því yfir á hendur einkaaðila þar sem það er mögulegt. Útþennsla ríkisbáknsins er það sem þarf að koma böndum á. Nú þegar hafa stofnanir eins og Landsbankinn talað um nauðsyn þess að fækka starfsfólki. Mér er til efs um að það hefði gerst, ef hann væri ennþá að fullu í eigu ríkisins. Við verðum að gera okkur grein fyrir að þessar stofnanir hafa sterkari skyldur við aðra en starfsfólkið, og það er til bóta fyrir þjóðarhag, að starfsfólkið komist í arðbærari störf.
Þetta eru nú bara svona smá comment á þetta, en það er af nógum stöðum að taka til að skera niður hjá ríkinu.
Við skulum bara vona að ríkisstjórnin finni í það minnsta eitthvað af þeim réttu.
Tommy
Afhverju að skera niður í vegamálum? Eini flokkurinn sem ber sig á “neysluskatti”.
Á síðustu 10 árum hefur einungis 29-44% af tekjum ríkisins vegna bíla farið í vegamál. Þar inní eru öll umferðamál og heilsugæsla tengd því. Bílaeigendur eru einhverjir skattpíndustu einstaklingar þessarar þjóðar. Mér finnst í hæsta móti óeðlilegt að mönnum sé beinlínis refsað fyrir það að eiga bil. Ef skera á niður í vegamálum, verður að skera niður álögur á bílaeigendur.
Gummi sagði hér að ofan að hann væri tilbúinn til að borga hærri skatta ef hann fengi t.d. tannlæknakostnað ókeypis. Jæja, ég væri alveg til í að borga aðeins meiri skatta og fá alltaf frítt í bíó…hvaða bull er þetta? Auk þess gæti tannlæknakostnaður verið ókeypis, ef við værum einmitt ekki alltaf að niðurgreiða leikhúsmiða fyrir þá sem hafa áhuga á “menningu”
Fínar hugmyndir samt komnar fram hérna. Ég er persónulega ekkert sérstaklega hlynntur því að skera mikið niður í heilbrigðis og menntageiranum. Frekar að skera niður í gæluverkefnum, ráðuneytunum osfrv.
Á síðasta ári fóru vel yfir 7 milljarðar í menningar og kirkjumál. Aðskilnaður löngu orðin tímabær. Í raun leiðinlegt að vera sjálfstæðismaður og sjá hversu mikið á skjön við hugsjónirnar þeir fara.
Einnig varðandi það að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki gefa upp hverjir styrkja sig, þá hefur enginn flokkur gert það, ekki einu sinni Samfylkingin. Auk þess er þetta tvíþætt, fólki á líka að vera frjálst að styrkja aðila og njóta nafnleyndar. Frekar þyrfti að koma á einhvers konar eftirlitskerfi og ef eitthvað glæpsamlegt athæfi á sér stað væri það meðhöndlað sem slíkt.
Það þarf að taka til baka þetta fáránlega fæðingarorlofsfrumvarp. Einstaklingur með 1 milljón á mánuði fær 800 þús frá ríkinu meðan hann er í fæðingarorlofi. Ef við ætlum á annað borð að hafa velferðarkerfi, er fáránlegt að hafa það sem hyglir svona ríku fólki.
Málið er að það hefur sannað sig að ríkið reynir alltaf að stækka sig. Það eru kannski háleitar hugsjónir sem liggja að baki, en sjaldnast verður framkvæmdin slík, því okkar peningar eru einfaldlega betur borgið í okkar eigin vösum, frekar enn annara, sem geta spreðað því í hvað sem er.
Þyrfti á næstu árum að setja niður í lög, vel skilgreint hlutverk ríkisvaldsins. Þ.e.a.s. hvað þeir mættu eyða í og hvað ekki. Við ættum sömuleiðis að fá að ráða á skattskýrslunni okkar í hvað peningarnir fara.
Annars frábærar hugmyndir hjá Tommy, efast samt um að báknið geri nokkuð raunverulega, því miður.
kv.
kundera
0
Já kundera.
Ein sú besta hugmynd sem ég hef séð lengi.
Hví ekki að fá að krossa við eyðsluósk um fjármuni í málaflokka á skattaskýrslunni !
Það yrði alltént til þess að gefa kosnum stjórnvöldum vísbendingar um vilja almennings.
Hið skilgeinda hlutverk ríkisvaldsins er vel niðurnjörvað í lög, almenningur er hins vegar ekki nægilega vakandi hvað varðar það að hið opinbera standi við þá hina sömu lagasetningu.
kveðja.
gmaria.
0
Kæri Kundera
Hef eftir þér:
“Gummi sagði hér að ofan að hann væri tilbúinn til að borga hærri skatta ef hann fengi t.d. tannlæknakostnað ókeypis. Jæja, ég væri alveg til í að borga aðeins meiri skatta og fá alltaf frítt í bíó…hvaða bull er þetta? Auk þess gæti tannlæknakostnaður verið ókeypis, ef við værum einmitt ekki alltaf að niðurgreiða leikhúsmiða fyrir þá sem hafa áhuga á ”menningu“ ”
Loft skot hjá þér þar sem þú ert að misskilja mig.
Ég gæti ekki verið meira sammála þér með leiklistina og menninguna almennt. Þetta er málefni sem þarf að skoða útí ystu. Fullt af peningum sem hægt væri að spara þar. Þurfum ekkert að rökræða það neitt. Það er reyndar mín skoðun en frjálsu (eða frjálsari öll á einhverjum styrkjum) leikfélögin hafa mjög oft verið með skemmtilegri leiksýningar en ríkisbáknið. Segir okkur að þetta sé óþarfi ef markaðurinn á að ráða eins og í öðrum rekstri. Fyritækin í landinu og þegnarnir eiga að mynda menninguna…ríkið á ekki að stjórna því hverjir lifa og ekki. Við eigum að ráða því og það gerist ekki nema með því að hætta ríkisafskiptum (að mínum mati hægt að líkja þessu við aðskilnað ríkis og kirkju… það er tímaskekkja að þessir tveir aðilar skuli vera svona tengdir). Máli mínu til staðfestingar bendi ég á þáttinn John Stossel goes to Washington þar sem fréttamaðurinn fer til Washington og kemst að því hver sem hann rekur niður fæti að einkageirinn er mun hæfari en ríkisbáknið til að taka á verkefnum samfélagsins.
Þessi þáttur er algjör snilld og hægt að horfa á á netinu í fullri .lengd.
http://www.frelsi.is/haukur/skemmtun/stossel.htmÉg er hins vegar á því að grunnþjónustan eins og menntun og heilsugæsla eigi að vera á kosnað ríkisins. Þó svo að einaaðilar sjái um hana þá eigi það að vera ríkið sem borgi. Ég veit þú ert sammála mér í þessu. Tannlækningar finnst mér eiga að falla undir heilsugæsluna.
Auðvitað þarf ríkið að hætta að bruðla. Við erum bara oft svo veruleika fyrt að vilja alltaf minni og minni skatta og fá meira og meira frá ríkinu. Auðvitað er alltaf eitthvað hægt að skera niður og auka tekjur í einn lið og lækka hann á móti annarsstaðar en það er bara þannig að þó að við 8 eða 9 sem erum t.a.m. að skrifa hér nú séum sammála um niðurskurð á hinum og þessum stöðum…eru engann veginn allir þegnar landsins sammála. Stjórnmálamenn vilja höfða til allra því eru þessi mál flóknari en svo að ,,byrja bara að skera” og ef allir eru á þessu, af hverju eru þá þessir menn alltaf kosnir aftur og aftur á þing?
Okkur ber hins vegar lýðræðisleg skylda sem þegnar og örlítið lesnari en kannski flestir að fræða hina (flesta) sem nenna ekkert að spá í pólitík. …og hér kemur það…pólitík er nefnilega lífið, skiptir okkur öll máli!!!
Að líkja saman Menningunni og heilsugæslunni…er út í hött. Amk ef þú hefur dregið þá ályktun af mínum skrifum þá er það hér með leiðrétt.
Kv
Gummi G
0
Sælir,
Varðandi meintan samanburð þá hefuru misskilið mig. Líklega vegna slælegra skrifa minna.
Það sem ég var að mótmæla, væri að þú værir tilbúinn til að hækka skatta, til að ná fram meiri þjónustu, sem þér finnst að ætti að falla undir heilbrigðismál. Þú vilt ekki greiða fyrir þitt og telur því sjálfsagt að allir aðrir taki þátt í kostnaðinum. Hvað segiru, hvað hefuru eytt miklu peningum t.d. í að djamma síðustu 4 ár? Hver er heildarkostnaður þinn við tannviðgerðir? Málið er auðvita að við gætum forgangsraðað peningunum miklu betur, en nei, það er einfaldara að stela bara frá öðrum.
Jæja, ekki gleyma að það er líka skoðun þín að grunnþættirnir (teygjanlegt hugtak ekki satt?) ættu að vera ókeypis.
Þetta var samt alls ekki samanburður á menningu og heilsugæslu. Aftur á móti eiga þessir hlutir það sameiginlegt að vera ríkisreknir (hluti menningar). Þá má gera þann samanburð á þeim.
Hvort tannlæknaþjónusta ætti að vera ókeypis eða ekki getum við rætt seinna, en það kemur ekki til greina að hækka skatta. Aftur á móti væri hugsanlegt að spara betur á öðrum sviðum, og mynda þá svigrúm innan heilbrigðisgeirans til að taka tannlæknakostnað inn í.
Þú talar sömuleiðis um grunnþættina menntun og heilsugæslu. Við hljótum að þurfa að skilgreina þetta eitthvað. Við erum sammála um að hér sé þá verið að bera saman svipaða þætti, ekki satt?
Nú tel ég sjálfsagt minni menntun að taka þátt einnig í skólum fyrir andleg/spirísk fræði. Er sjálfsagt að ríkið greiði fyrir það? Ef ekki eru til peningar, þá notum við þína aðferð…hækka skatta! Nei, frekar reynum við að skilgreina grunnþættina innan skynsemismarka, og einmitt hafa þetta grunnþætti, en ekki alls kyns útúrsnúninga. T.d. tel ég það fáránlegt að ríkið niðurgreiði menntun í tónlistarskólum. Ef fólk vill taka og læra á hljóðfæri ætti það að borga sjálft fyrir það, rétt eins og fólk þarf að greiða fyrir að læra fótbolta. Síðan mætti hugsanlega koma á styrkjakerfi handa þeim sem hefðu ekki efni á að greiða þessi gjöld, svona í nafni bróðernis og mannúðar. Forsendan auðvita fyrir að skerða þjónustuna er auðvita að lækka skatta.
Auk þess veistu, jafnvel og ég, að hærri skattheimta þarf ekki að skila hærri tekjum í ríkissjóð :)
kv.
Kundera
0