Jæja. Þá er háttvirtur Davíð búinn að upplýsa að yfirvofandi séu gríðarlegar sparnaðaráætlanir. Milljarðar munu víst sparast og þjóðin bíður með öndina í hálsinum….hvar mun hnífnum verða beitt?
<br>
Gaman væri að heyra ágiskanir fólks varðandi hvað verður skorið niður og jafnvel rökstuddar vangaveltur um hvar ÆTTI að skera niður.
<br>
Sjálfur tel ég ljóst miðað við fyrri störf þessarar ríkisstjórnar, að skorið verður niður þar sem íslendingar standa verst. Nú, Íslendingar standa sig með afbrigðum illa í heilbrigðis- og menntamálum, en eins og fram kemur hjá OECD erum við meðal þeirra sem leggjum minnst í þessa þætti. Þarna mun hnífnum verða beitt og atkvæðin munu þjóta til sjálfstæðismanna.
<br>
Hnífnum mun EKKI verða beitt þar sem hann ætti að fara….nefnilega í það að skera þingmannafjölda niður um helming (þrátt fyrir fáranlegan fjölda þeirra) og fækka verulega fólki í yfirbyggingunni allri! Hvernig væri t.d. að losa ráðherrana við einhverja af þessum einkaþjónum sem þeir hafa raðað í kringum sig?
<br>
Nei…íslensku þjóðinni er fyrirmunað að átta sig á nokkru samhengi milli menntunar / heilbrigðis og farsældar. Sjálfstæðisflokkurinn mun skera á öllum vitlausustu stöðunum og hljóta lof allra fyrir.
<br>
O.k….þetta eru allt ágiskanir….mun biðjast afsökunar ef ég hef rangt fyrir mér :-)
<br>
Kveðja.