Nú verður að fara að gera eitthvað í þessari bílamengun sem er alltaf að aukast og aukast það er ekki hægt að allir séu á einkabílum ef ég man rétt er bílamengun nr. 2 í röðinni í mest menguðustu hlutum í heimi það er mjög einfalt að gera það meðal lægstu sætunum margar hugmyndir og tilögur hafa komið um það og einhverja verður að gera að veruleika. Ég held að ef ekkert verði gert í bílamengun verður ástandið orðið svo slæmt einhverntímann að banna verði bíla það viljum við ekki. En hinsvegar þarf að fækka þeim gríðarlega. Ég veit allt um það að það eru alltaf umhverfisvænni og umhverfisvænni bílar að koma en sú þróun er alveg rosalega hæg og það eru líklegast meiri en nokkur hundruð ár þangað til að flestir verði komnir á einhvern rosalegan umhverfisvænan bíl þann tíma höfum við ekki. En bílar auka ekki bara líkuna á heimsendi heldur einnig er þetta slæmt fyrir okkur það er alltaf jafnsorglegt að sjá t.d leikskóla eða skóla við götu þar sem endalausir bílar streyma framhjá þetta fer ekki vel með börnin hvað þá börn með asma.
Við vitum hvað er að gerast og við vitum hvað gerist spurningin er bara hvenær- þess vegna skulum við breyta þessu til þess að vera viss um að vera örugg. sjálfur skrifaði ég nokkrar hugmyndir og valdi mér þá bestu og ætla núna að setja hana hér:
Hugmyndin mín er sú að eins og við vitum er á lang flestum stöðum í helstu borgum og bæjum landsins 2-3 akreinar þarna væri hægt að taka allstaðar 1-2 akreinar af og nota hana fyrir stræto-þar sem svo bara ein akrein væri, væri bara bætt við annari fyrir stræto þegar þetta yrði gert myndu þægindi einkabíla verða miklu minni og fleiri færu í stræto í leiðinni myndi þurfa að gera stræto kerfið miklu betra og hafa stræto á 5-10 mínútna fresti og láta hann ganga allann sólarhringinn en kannski á 20-30 mínútnafresti á næturna,´fjölga strætoleiðum og láta stræto ganga til selfossar og fleiri staða sem hann fer ekki í dag á. Einnig ætti að lækka verðið í stræto hafa þetta t.d svona-´Frítt fyir öryrkja,fatlaða,0-12ára,ellilífsfarþega og fyrir aðra 100 kr. Og byrja að gefa til baka! þá getur maður loksins borgað með seðli.
Þegar þægindi stræto yrðu svona góð og þægindi einkabíla yrðu svona slæm myndi fullt að fólki losa sig við bílinn sinn - þá yrði að fjölga ferðum rútna mikið og þær myndu virka eins og stræto- verðið í þær myndi einnig lækka og þær myndu fá að keyra á strætóakreinum. En þær myndu að sjálfsögðu fara færri ferðir en stræto,það þyrfti þá að stækka farangusgeymi rúta töluvert og hafa jafnvel einhvern risa vagn sem hún drægi með farangri og jafnvel gæti fólk tekið gæludýr sín með þannig öllum væri gert kleift að taka þetta jafnvel fjölskyldur gætu tekið rúturnar upp í sumarbústað(Einnig myndi þurfa eitthvað svona farangusgeymi í stræto). Lest ætti að ganga til Keflavíkurflugvallar frá Reykjavík.
Taxar myndu einnig fá að ganga á strætoakreinum og líklegast myndi taxi verða vinsælari og hægt væri að sameina rútufyrirtæki, strætófyrirtæki,taxafyrirtæki og gróði þeirra myndi fara auðvitað í rekstur og ef einhver auka peningur myndi koma gæti hann farið í umhverfisvænni rútur,taxa, eða strætóa.
Hjólabrautir yrðu gerðar á helstu stöðum borga og bæja.
Og í sambandi við strætóakrein gætu þeir sem væru með bifreið sem þeir nota í vinnu sinni t.d vörubílar þeir gætu sótt um leyfi fyrir að keyra á strætóakreinum svo þeir myndu ekki sitja fastir í umferðateppu allann daginn en myndu þurfa að borga fyrir að keyra á þeim akreinum og þann pening væri hægt að nota einnig í rekstur strætóa,rútna þegar þetta svo yrði gert væri einnig hægt að leyfa vetnisbílum,rafnmagnsbílum og metanbílum að keyra á strætóakreinum en þeir myndu ekki þurfa að borga fyrir það. Ath að best væri að hafa alltaf allstaðar bara eina akrein fyrir einkabílana hægt væri að láta girðingu á milli til að koma í veg fyrir að einkabílar færu á svæði strætóakreina. Þegar svo mengandi einkabílum færi fækkandi myndu þægindi þeirra byrja að aukast aftur á götunum þá væri hægt að senda bílana sem höfðu fengið leyfi fyrir að keyra á strætóakreinum á einkabílaakrein.
(Ef þetta yrði gert allt myndi einkabílum fækka og bílum eins og metanbílum fjölga)
Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta yrði gert myndi atvinnuleysi aukast en það myndi samt myndast nýjar atvinnur einnig og við yrðum bara að vinna úr því(fyrsta skrefið að fækka innflytjendum - EF þetta yrði gert)
Það kostar bara erfiði að gera þetta við verðum bara að fara í gegnum það a.m.k að gera eitthvað gengur ekki svona eins og þetta er.
það væri frábært ef einhver gæti sagt mér einhverja galla á þessari hugmynd sem það er pottþétt eins og það væri á flestum öðrum svona hugmyndum eins og þessari- og segja hvað ykkur finnst.