að ráði málum hér á Íslandi…
Evrópudómstóllinn, æðsti dómstól Evrópusambandsins, hefur úrskurðað að gallabuxnaframleiðandinn Levi Strauss geti takmarkað innflutning bresku verslunarinnar Tesco á vörum fyrirtækisins frá Bandaríkjunum en verslunin hefur flutt þær inn og selt þær á mun lægra verði en gengur og gerist í verslunum Levi Strauss í Bretlandi. Úrskurðurinn þykir sigur fyrir bandarísku gallabuxnabúðirnar og búist er við því að hann setji tóninn varðandi aðrar merkjavörur, sem seldar eru í evrópskum stórmörkuðum.
Verð á merkjavöru er mun hærra í Vestur-Evrópu en í öðrum heimshlutum, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Þetta kemur til vegna þess að eigendur vörumerkjanna veita aðeins takmarkað framboð til útvaldra smásala, sem selja vöruna á fyrirfram ákveðnu verði.
Þriggja ára málaferli
Tesco og aðrir smásalar halda því fram að takmörkun á innflutningi frá heildsölum í öðrum heimshlutum, þar sem verð er mun lægra, sé brot á samkeppnislögum. Eigendur vörumerkja segja hins vegar að þeir eigi að geta stjórnað dreifingu og haft áhrif á verðlagningu til evrópskra neytenda vegna þess að þeir hafi eytt stórfé í að byggja upp ímynd vörumerkisins.
Breska ríkisstjórnin studdi Tesco í baráttunni en málaferlin hófust fyrir þremur árum þegar stórmarkaðurinn hóf að kaupa Levi's í Bandaríkjunum og selja buxurnar helmingi ódýrari en aðrir smásalar.
Levi Strauss sagði að salan bryti á vörumerkjarétti fyrirtækisins í Evrópu. Ríkisstjórnir Frakklands og Ítalíu tóku hins vegar afstöðu með gallabuxnarisanum.
Þetta er enn eitt dæmi um þröngsýni og þá haftastefnu sem ESB aðhyllist í viðskiptum.
Kveðja Tommy