Stjórnarmyndun getur verið flókið mál. Nú er það þannig að ríkisstjórnin heldur með litlum minnihluta þingmanna og því tvísýnt varðandi áframhaldandi setu stjórnar. Þessi eins manns meirihluti sem ríkisstjórnin hefur breytir samt verulega miklu fyrir sitjandi flokka og gerir það að verkum að sjálfstæðisflokkur hefur tögl og haldir varðandi stjórnarmyndun.
Ýmsir kostir eru í stöðunni og hafa þeir bæði kosti og galla.
Sjálfstæðisflokkur + Framsóknarflokkurinn
TIl að byrja með gæti núverandi stjórn haldið áfram störfum með eins manns meirihluta. Mörgum finnst það þó óvænn kostur þar sem slík stjórn er mjög tæp og framsóknarflokkurinn hefur ekki komið vel fylgislega séð út úr sambandi flokkana.
Jákvæða hliðin við slíkt stjórnarsamstarf er samt sú að auðveldara er sættast á um stór mál þar sem fyrir eru sáttmálar í gangi milli flokkana og því líklegra að stór og viðamikil mál nái fram að ganga.
Kostir:
1. Meiri agi á stjórnarsamstarfinu
- Flokkarnir þurfa að temja sér öguð vinnubrögð.
2. Léttara að ná saman um viðamikil málefni
- Flokkarnir hafa nú þegar ákveðinn skilning í viðamiklum
málum og hafa reynslu af samstarfi sín á milli.
Gallar:
1. Mjög tæp stjórn
- Ekkert má út af fara
2. Framsóknarflokkurinn hefur ekki komið vel út úr samstarfinu
- Fylgi flokksins er í lágmarki, þurfa að hlusta á rödd kjósenda
3. Stjórnin mun þá hafa setið í 16 ár
- Stjórn sem er of lengi á það til að spillast o.s.fv.
Sjálfstæðisflokkur + Samfylking
Ef Sjálfstæðisflokkur nær ekki saman um stjórnarsamstarf við Framsóknarflokkinn er næsti valkostur flokksins Samfylkingin. Slík stjórn væri afskaplega sterk stjórn en flokkarnir hafa ýmis málefni sem þá greinir á um og því er hætta á því að mikilvæg mál þurfi að sitja á hakanum á meðan á stjórnarsetu stendur.
Kostir:
1. Mjög sterk Stjórn sem hefur 63,4% fylgi á bakvið sig.
Gallar:
1. Mismunandi áherslur flokkana geta gert flokkunum erfitt fyrir í ákvörðunartöku á mikilvægum málefnum
- Gæti þýtt að mikilvæg málefni sitji á hakanum
Sjálfstæðisflokkur + Vinstri grænir
Það verður að segjast að slík stjórn er mjög ólíkleg og gæti átt í miklum erfiðleikum í valdatíð sinni. Þarf ekki að vera óstarfhæf stjórn en þar sem flokkarnir eru að miklu leyti með gjörólíka stefnu er mikil hætta á því að upp komi mikill ágreiningur, eða að einu málefnin sem tekin verði á dagskrá verði einhver mál sem skipta minna máli fyrir flokkana. Miðað við þá stöðu sem er í dag og þá staðreynd að Samfylkingin væri ábyggilega til í að komast í stjórn, er þetta samstarf mjög ólíklegt.
Kostir:
1. Bæði efnahags, velferðar og umhverfismálefni upp á
pallborðið
Gallar:
1. Mikill ágreiningur í stórum málefnum
2. Stefna flokkana mjög ólík
Samfylking + Vinstri grænir + Framsókn
Ég hef statt og stöðugt sagt að slík stjórn verður aldrei mynduð. Framsóknarflokkurinn mun fara í stjórn með Sjálfstæðisflokki eða fara ekki í neina stjórn. Vilji þeirra til að vera í stjórn er ekki það mikill að þeir séu tilbúnir að skipta um stjórn. Þriggja flokka stjórn er líka erfiðari starfi en tveggja flokka stjórn. Erfiðara er að sætta þrjá flokka en bara 2.
Kostir:
1. Meiri áhersla á umhverfis- og velferðarmál
2. Ný stjórn hvetur oft meiri eldmóðs innan stjórnar
Gallar
1. Erfiðara að samræma þriggja flokka stjórn
2. Málefni og stefnur flokkana oft á skjön
Minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna
Slík stjórn er ekki að koma á Ísland. Dæmi eru um slíkar stjórnir erlendis en taka verður inn í að ekki er komin nein óleysanleg stjórnarmyndunardeila sem ,,neyðir“ flokkana út í slíkt en slíkt. Samkvæmt því tilboði sem Vinstri grænir hafa lagt á borðið myndi Framsóknarflokkurinn verja flokkana en ekki vera með í eiginlegri ríkisstjórn. Umræða um slíka stjórnarmyndun er að mínu mati óraunhæf þar sem sjálfstæðisflokkur hefur næga valkosti og ekkert bendir til þess að minnihlutastjórn þurfi að koma til. Annað sem verður að taka inn í og það er að ávinningur framsóknarflokksins af slíku ,,samstarfi” er nákvæmlega enginn. Hann fengi væntanlega ekki að vera með í stjórninni á meðan að hann gæti þess vegna bara farið með Sjálfstæðisflokki í áframhaldandi stjórn eða bara ákveðið að halda sig hlés og styðja ekki neinn flokk og fara ekki í samstarf við neinn. Einungis óraunhæf tillaga Vinstri Grænna til að reyna að komast í stjórn að mínu mati.
Kostir:
Flokkarnir gætu náð ágætlega saman um málefni sín á milli
Gallar:
Stjórnin hefur minnihluta þingmanna og því afar erfitt að hafa hana stjórnhæfa.
Að mínu mati eru tveir kostir í stöðunni sem munu verða að lokum. Annað hvort Sjálfstæðisflokkur + Framsókn eða þá Sjálfstæðisflokkur + Samfylking. Nokkuð ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn mun verða við stjórn vegna þess að Framsóknarflokkurinn er tvístígandi varðandi stjórnarsamstarf og ef hann fer ekki í stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokk, mun hann ekki fara í stjórnarsamstarf við neinn flokk, að mínu mati. Þar sem Sjálfstæðisflokkurinn mun að öllum líkindum vera í stjórn, getur hann nánast ráðið hverja hann tekur með sér og þá er það undir öðrum flokkum komið, hversu mikið þeim langar í stjórn!
Miðað við útspil Vinstri grænna er greinilegt að þeim langar mikið í stjórn sem þýðir að þeir eru eflaust móttækilegri en annars fyrir því að semja um ýmis málefni.
Samfylkingin er samt sem áður þögul sem gröfin en nú er spurning hvort Samfylking metur meira að komast í stjórn eða að halda öllum sínum málefnum.
Nú svo má auðvitað ekki gleyma að núverandi stjórnarsamstarf getur vel haldist ef stjórnarflokkarnir vilja og þá er í raun og veru bara spurning hvort Framsóknarflokkurinn metur meira að vera í stjórn eða að draga sig úr öllum stjórnarviðræðum og byggja þess í stað upp flokkinn.
Framsóknarflokkurinn veit að miðað við núverandi niðurstöðu kosninganna þarf einhver breyting að verða að samstarfi stjórnarflokkana varðandi t.d. ráðherrafjölda og spurning hvort þeim finnst það þess virði að vera eitthvað að fara í stjórn sem þegar hefur sýnt sig að minnkar fylgi flokksins.
Ég segi að ný stjórn verði komin á
a: Á fimmtudaginn ef það er Framsókn og Sjálfstæðisflokkur
b: Á þriðjudaginn í næstu viku ef það er Samfylking og sjálfstæðisflokkur
(b.t.w. þessar getgátur um hvenær stjórn verður mynduð eru algjörlega skot í myrkri ;D)