Jæja kæri kjósandi, nú er komið að því. Kosningar á morgun.
Raunveruleg hætta á vinstristjórn. Skoðanakannanir sýna að þessi hætta er fyrir hendi, vilji þjóðarinnar sýnir að þessi hætta er fyrir hendi.
En þessi hætta verður ekki að veruleika nema við leggjumst öll á eitt og kjósum okkur breytingar. Hugsum okkar gang verulega og kjósum rétt.
Breytum rétt.
Hætta segi ég? Þetta eru orð Sjálfstæðismanna sem eru fyrir löngu hættir að lofa einhverju sem þeir standa hvort sem er ekki við og reyna að benda á góðu hlutina sem hafa gerst í stjórnartíð þeirra, einfaldlega vegna þess að þeir blikkna í samanburði við það sem er alls ekki nógu gott.
,,Efnahagsundrið” sem hefur gert örfáa menn forríka á meðan stærri og stærri hluti fólks lifir í fátækt eða á fátæktrarmörkum. Raðirnar af fólki sem á ekki peninga t.d. til að halda jól, um eða yfir 1500 manns lifa undir fátæktrarmörkum, um 5000 börn. Hvar er efnahagsundrið þeirra? Efnahagsundrið gegn algjöru hruni velferðarkerfisins, fjársvelti í heilbrigðiskerfinu og í málefnum aldraðra og öryrkja, í menntakerfinu og sérstaklega í skólakerfinu, þar sem á að koma á skjólagjöldum í háskólum og og stytting framhaldsskóla til að spara peninga.
Ekki segja að þér sé ekki sama, ekki segja að þú getir litið framhjá þessu og kosið þá sem bera ábyrgð á hruni velferðarkerfisins.
Björn Bjarnason sagði í dag að vinstristjórn væri tímaskekkja, kæmi mér reyndar ekkert á óvart ef hann sagði að frjálsar kosningar væru tímaskekkja. Hverskonar rugl er það? Hvernig er hægt að láta svona út úr sér? Eru þessir menn orðnir svo blindir og komnir svo langt frá okkur sem lifum í þessu landi að þeir hugsa í alvöru svona? Besta dæmið um það er að enn viðurkenna sjálfstæðismenn ekki fátækt, sama hversu oft þeim er bent á það af sérfræðingum, jafnvel sama hversu raðirnar eftir mat fyrir jól verða langar. Hugsaðu út í þetta ef þú hefur hugsað þér að kjósa þessa menn.
Formaðurinn, Geir Harde hamraði á hættunni af vinstristjórn og benti á að ef vinstrístjórn hefði setið þessa stjórnartíð ríkisstjórnarinnar værum við t.d. ekki í EES og ,,efnahagsundrið” og þessi hagvöxtur hefði aldrei átt sér stað. Enn og aftur talað útúr rassgatinu á sér. Jón Baldvin barðist fyrir að við færum í EES, á þeim tíma sem vinstriflokkur sat með sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn, en Sjálfstæðisflokkurinn var ekkert alltof sannfærandi í afstöðu sinni. Viðurkennt er að EES hefur haft gríðarlega góð áhrif á efnahagslíf Íslendinga með öllum sínum reglugerðum sem miða að minni höftum;, og það er vinstriflokki að þakka að við gengum þar inn.
Efnahagsundrið er því að stóru leyti vinstriflokki að þakka, nema náttúrulega hluti af þessu undri okkar er sala ríkisfyrirtækja sem vinstriflokkar hefðu að sjálfsögðu ekki staðið fyrir. Einnig er önnur staðreynd sem að má ekki gleymast. Almennur uppgangur í efnahagi Vesturlanda hefur verið í gangi í stjórnartíð ríkisstjórnarflokkanna og þá sérstaklega á 10. áratug seinustu aldar. Það hefði því verið erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að klúðra þeim málum og hefur hann ekki orðið þreyttur á að eigna sér ýmis efnahagsundur sem hafa verið sjálfsagður hlutur annars staðar á Vesturlöndum, hugsaðu út í það. Hvað gerir svo Sjálfstæðisflokkurinn þegar staðan verður ekki svo góð? Hann er nú á góðri leið með að klúðra efnahagsstjórnuninni í dag með gríðarlegri þenslu og aukinni skuldasöfnun heimilanna. Vissir þú að hver Íslendingur skuldar að meðaltali 300 þúsund krónur? Góð efnahagsstjórnun? Höfum við það virkilega svo gott? Erum við virkilega svona rík?
Og hver er svo efnahagsstefna vinstriflokkana í dag? Heldur þú virkilega að hún sé svo frábrugðin stjórnarflokkana? Heldur þú að Vinstri grænir ætli að standa fyrir þjóðnýtingu einkafyrirtækja og stofna til einhverskonar ríkisframkvæmda eins og Sjálfstæðisflokkurinn (Kárahnjúkavirkjun). Geir sagði líka að vinstriflokkarnir hefðu ekki einkavætt ríkisfyrirtæki. Það er satt. Sem betur fer. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa náttúrulega
Ef þú virkilega hugsar út í það og kynnir þér málin þá er ekkert það mikill munur. Munurinn er sá hvað er gert fyrir peningana.
Vinstriflokkarnir vilja nýta peningana í að endurreisa velferðarkerfið, láta þá fara í menntakerfið, heilbrigðiskerfið o.s.frv. Og lykilatrið er að þeir vilja slá á þenslu og stöðva stóriðjustefnuna, þ.e. botnlausan ríkisrekstur sjálfstæðisflokksins.
Það gerist ekki nema þú hugsir þinn gang verulega í kjörklefanum á morgun. ,,Vinstri hættan” verður ekki að veruleika nema þú hugsir aðeins út í hvað þú ætlar að kjósa, þá efast ég ekki um að þú breytir rétt.
Vinstriflokkarnir vilja hækkun skattleysismarka og boða aðgerðir gegn fátækt – endurreisn velferðarkerifisins. Sjálfstæðismenn hlæja af þeim gríðarlega hroka sem er farinn að einkenna flokkinn og þessa alltof langa stjórnarsetu, og segja að þetta kosti alltof mikla peninga. Samt eru til peningar fyrir 800 milljón króna sendiráð í Japan, 7 milljarðar í göng úti á landi fyrir 1500 manna byggðarlag, hækkun launa og eftirlauna Alþingismanna í fjárhæðir sem eru ekki í nokkru samhengi við laun hins almenna borgara, aðeins svo örfá dæmi séu tekin. Þar eru peningar! Ekkert mál! En að allir Íslendingar geti lifað og eigi fyrir nauðsynjum, það er allt annað mál, þar eru ekki peningar.
Ef þú heldur að þú sért að kjósa frjálshyggjuflokk hugsaður þig þá tvisvar um, Sjálfstæðisflokkurinn er íhaldsflokkur fyrst og fremst og vill með því halda í forréttindi hinna ríku og halda í þau forréttindi sem þeir hafa. Eða eru framkvæmdirnar við Kárahnjúka kannski einhvers konar ný frjálshyggjustefna sem ég skil ekki? Sovésk ríkisframkvæmd, risastór virkjun og mengandi verkjsmiðja, kvótinn tekinn af fólkinu enn og aftur Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að þakka, og til að þau fái eitthvað í staðinn tekur ríkið til sinna ráða, semur um að gefa raforku(arðbært?) og planta álverksmiðju fyrir fólkið eins og það leysi allan vanda og keppa þar með við þriðja heims ríki í raforkuverði og náttúrufórnun. Vissir þú til dæmis kjæri kjósandi að Norðmenn fara frekar til Íslands og reisa álver í staðinn fyrir að reisa þau í Noregi? Segir það þér ekki eitthvað? Og Sjálfstæðisflokkurinn grípur tækifærið og Framsókn fylgir með. Þvílíkir framfaraflokkar!
Árángur áfram, ekkert stopp: Spillingadans.
Að lokum vil ég benda á hverskonar fólk þú munt kjósa, kæri kjósandi ef þú ert ennþá að hugsa um að kjósa áframhaldandi ríkisstjórn.
Árni Johnsen, er dæmdur glæpamaður. Allt í góðu með það segja Sjálfstæðismenn og styðja hann á þing. Málið er samt að hann fékk ekki stöðumælasekt eða eitthvað þannig, nei, hann var dæmdur fyrir að nota almannafé í eigin þágu, peningana mína og þína.
Nafni hans, Árni Magnússon í framsóknarflokknum var dæmdur fyrir afglöp í starfi, fyrir að vera óhæfur í starfi félagsmálaráðherra. Auðvitað þarf ekki að taka það fram að hann sá ekkert rangt við það að sitja áfram og sagði því ekki af sér. Einnig má minnast á skandalinn með Jóninu Bjartmarz og Allsherjarnefnd. Málið með það er að annaðhvort er Jónina Bjartmarz sek um mjög alvarlegt hneyksli eða Allsherjarnefnd sek um alvarleg mistök í starfi. Ein æðsta stofnun Alþingis er að rotna í höndum ríkisstjórnarflokkanna.
Þetta eru aðeins dæmi um örfáa skandala sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á. Hugsaðu út í það, Reyndar er erfitt að finna einhvern ráðherra eða þingmann sem hefur ekki lent í einhverju rugli.
Svo ekki sé minnst á báráttukonuna Dagnýju einhversdóttur man ekki, hún og nokkrir aðrir jakkafataklæddir, vatnsgreiddir frjálshyggjumenn áttu að vera fulltrúar ungu kynslóðarinnar í ríkisstjórn. Gott mál, meðalaldurinn átti að lækka úr kalda stríðinu yfir til okkar tíma, en á ótrúlegum tíma tókst þessu unga fólki að skjóta rótum og verða að þægum, gömlum flokksmönnum sem aldrei sögðu neitt gegn flokksforystunni.
Jakkafataklæddu vatnsgreiddu ungu mennirnir voru fljótir að kasta frjálshyggjunni og eldast um 40 ár yfir í kalda stríðið og sovéttímann og greiða atkvæði með Kárahnjúkavirkjun.
Ótrúlegasta dæmið er samt hún Dagný man ekki hvers dóttir í framsóknarflokknum. Enginn veit hvar hún er núna en margir hafa haldið því fram að hún hafi fallið í ónáð flokksforystunnar með þeirri djörfu ákvörðun að sitja hjá í atkvæðagreiðslu.Málið var að hún hafði barist fyrir því alla sína tíð að mótmæla skólagjöldum í háskólum. Það var hennar baráttumál og var með því fulltrúi ungu kynslóðarinnar í ríkisstjórn. Engin háskólagjöld – það var vilji fólksins sem kaus hana. En hvað gerist svo? Hún er kosin, atkvæðagreiðsla á þingi um skólagjöld. Hún segir ekki orð og situr hjá í atkvæðagreiðslu. Þvílík sóun á atkvæðum, hvernig er hægt að hafa það í sér að treysta svona fólki? Að treysta svona flokki?
Því eins og allir vita er mottó ríkisstjórnarflokkanna, Ein Volk, Ein Reich, Ein Fuhrer og það er ekki ætlast til þess að þingmenn hafi sjálstæða hugsun, ef þeir hafa hana hins vegar segja þeir sig úr flokknum og ganga til liðs við vinstri flokkana.
Já Vinstristjórn er svo sannarlega fyrir hendi, og ef þú hugsar út í málin alvarlega efast ég ekki um að þú kemst að réttri niðurstöðu.
Vinstriflokkarnir eru lausir við alla þá spillingu, stjórnarþreytu og hroka sem einkennir þessa ríkisstjórn. Þeir hafa staðið sig mjög vel í stjórnarandstöðu og við verðum að gefa þeim umboð til að lagfæra öll mistök núverandi ríkisstjórnar. Nóg er að horfa á mætingu og málflutning þingmanna á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn sitja í öllum toppsætum yfir fólk sem hefur talað mest og flutt flest frumvörp. Málið er bara að þeir tala oftast fyrir hálftómum sal þar sem ríkisstjórnarþingmenn mæta varla í þingsali til að hlusta á það sem fram fer. Þeim er orðið svo sama, það er komin svo mikil þreyta að þeir nenna varla lengur að sitja á Alþingi. Okkar hlutverk er að gefa þeim frí, þeir hafa setið alltof lengi.
Mundu bara að atkvæðið þitt telur miklu meira en þú heldur.