Hvar eru ráðin sem kennd voru mönnum til handa ?
hví er hér þjóð sem er þjökuð af alls konar vanda ?
Hvar eru gildin sem segir að þjóðin sé siðuð,
hvar eru frumkvæðissjónarmið, eru þau friðuð ?

Hví er hér kastað til hendi að mannlegum þáttum,
er ekki tími til kominn að menn nái áttum ?
Hví er hér búinn til vandi í stað þess að leysa ?
Er sérfræðikunnátta lærdómsins einungis hneisa ?

Alls konar nefnir og ráð skulu stjórna og stýra,
stendur ei steinn yfir steini á veginum dýra.
Lítið og fátt okkur fleytir á framtíðarveginn,
ef ábyrgð og frumkvæði er ekki afl vort og megin.

Ábyrgð er hlutur sem sem hverjum er ætlað að axla,
hvort sem er stjóri, eða maður að draga úr jaxla.
Hvers vegna gengur svo illa að halda á málum,
í sífellu fólkið er dregið á stjórnvaldatálum.

Einn segir þetta en, annar, hann segir allt annað,
einn segir þetta er leyfilegt, annar það bannað.
Þetta er svarið sem Jón fær frá dögum til daga.
Jón hann er uppgefinn, það er jú allt önnur saga.

Uppgefinn Jón má um göturnar ganga og ganga,
ganga eftir sitt hvorum svörum hjá orminum langa.
Enginn veit neitt, fyrr en Jón fer að tala í fréttir.
finnast þá lausnir og fyrir Jón, þvílíkur léttir.

Skrítið var aflið er fjölmiðill, hafði til handa,
í ábyrgðarhlutverki loks skyldu aðilar standa.
opinber skandall af einhverju er telja má vanda,
er auðleystur þegar að fjölmiðlar málinu banda.

Eitthvað er bogið við aðferðafræði sem þessa,
á Jón ekki heimtingu á þjónustu án þess að pressa ?
Hvers vegna þrælar hann endalaust myrkranna á milli,
er skattaleg orða á leiðinni fyrir hans snilli ?

kveðja.
gmaria.