Að undanförnu hafa verið ofarlega á baugi málefni útlendinga hér a íslenzkri grundu og bendir í raun margt til þess að að átök á milli fylkinga þar að baki muni aðeins aukast.

Í þessari grein hér ætla ég að fara yfir þau rök er mæla bæði með og á máti þeim innflyjendaflaum sem margt bendir til að á okkur muni dynja, fara yfir hugsanlegan ágóða af komu þeirra og mögulega vankanta eða árekstra sem til gæti komið. Að lokum hyggst ég svo reyna að taka afstöðu til þessara mála.

Sá straumur innflytjenda sem hingað kemur nú til dags á sér í raun nokkurn aðdraganda og má rekja hann að nokkru leyti til falls járntjaldsins og einnig sem framhald af þeim fjölda sem streymt hefur til annarra Evrópulanda á undanförnum árum og áratugum. Það er þó ljóst að gríðarleg sprenging er að verða og líklegt að hún muni halda áfram að öllum forsendum óbreyttum.
Það er því ljóst að ef vel á að fara verður hið íslenzka þjóðfélag að takst á við flæðið á annan máta en önnur Evrópulönd hafa gert til þessa, því hvorki er æskilegt að fá upp ofbeldishópa frá samtökum snoðinkolla(e. skinheads) né gengi skipuð innflytjendum. Vísi að hvorutveggja er þó að finna á Íslandi. snoðinkollana má finna í félagi sem titlar sig Félag íslenskra þjóðernissinna og hafa gengi innflytjenda sig einnig í frammi svosem nýlegar fréttir að róstum fyrir utan skautahöllina í Reykjavík, en þar voru á ferð innflytjendur vopnaðir hafnarboltakylfum, hnúajárnum og hnífum.

Kostir / gallar
Það eru þónokkur atriði sem mæla með því að við Íslendingar tökum við auknu magni innflytjenda og má þá í því sambandi fyrst nefna þá vinnuaflsþörf er nú virðist vera viðloðandi íslenskt þjóðfélag.
Fiskvinnslur, kjötvinnslur, hótel, veitingastaðir og fleirir aðilar ráða nú sífellt fleiri einstaklinga af erlendu bergi brotnu af þeirri ástæðu að ekki fáist Íslendingar til þess að manna störfin.
Staðfestingu á þessum vandræðum má fá í opinberum skýrslum um ástand vinnumarkaðar hér á landi, en samkvæmt þeim var atvinnuleysi ekki nema 1,9% hér á landi á árinu 2000. Þess má svo í framhjáhlaupi geta að samkvæmt kenningum hagfræðinnar má líta á slíkt sem eðlilegt atvinnuleysi, það er atvinnuleysi sem sprettur upp af fólki sem er að skipta um vinnu.

Af framangreindu má því ráða það að raunverulegur skortur sé á vinnuafli hér á landi. Það að slíkur skortur muni vera áframhaldandi í náinni framtíð verður að teljast líklegt því á mörgum sviðum standa íslensk fyrirtæki í mikilli framrás og virðast sífellt þenjast meir og meir út. Og svo rétt til að bæta ofan á þá þenslu er nú fastlega búist við nýju álveri á austurland og stækkun álvers Norðuráls.
Næst í röðinni má svo telja þá fjölbreytni sem margir sjá sem jákvæðan hlut, það er að Ísland verði „fjölþjóðlegt samfélag”, suðupottur sem muni verða ferskur og spennandi. Þessir innflytjendur séu að koma hingað til lands til þess að verða hluti íslenzks samfélags.
Svo er einnig oft skotið upp samfélagslegri ábyrgð gagnvart heiminum, því að við Evrópubúar eigum að bæta fyrir nýlendustefnuna og framkvæmd hennar með því að taka inn frá þeim löndum sem fyrr voru nýlendum Evrópulanda.
Svo má alveg nefna það að innflytjendur teljist ekki vera svo stór hluti þeirra sem búa á landinu nú um stundir, eða rétt rúm 7% með fólk af öðrum uppruna en evrópskum sem um 2,5%.


„Og er þetta þá ekki allt gott og blessað?” má þá spyrja sig, „er þá ekki all jákvætt við þetta?”
Við þessum spurningum má gefa neitandi svar, því engir hlutir eru svo góðir að á þeim finnist aldrei gallar. Byrjum því á að líta á þau rök sem fyrst voru týnd til, það eru atvinnumálin.

Það er vissulega svo að erfitt sé að manna störfin og vissulega þurfa fyrirtækin að fá starfsfólk eigi þau að vaxa, en getum við réttlætt það að hér myndist láglaunastétt ómálga útlendinga, sem vinnur þau störf er Íslendingar fást ekki til að vinna því þeir telja þau skítverk. Er hér um nokkuð annað að ræða en nútíma þrælahald?
Og svo er stjórnvöld kætast sem mest yfir nýju álveri á austurlandi þá væri hægt að spyrja sig þeirrar spurningar til hvers það sé, ekki eru Íslendingar til staðar til að manna álverið. Því verði í raun engin aukning á þjóðartekjum og það yfirskin að þetta sé tilraun til að bæta stöðu landsbyggðarinnar sé í raun ekkert nema lélegur brandari, er tilgangurinn sá að bæta stöðu landsbyggðarinnar með því að gera hana að nýlendu erlendra þjóða?

Nú má svo færa sig að hinu fjölþjóðlega samfélagi, sem Jónína Bjartmarz þingmaður framsóknar lýsti yfir fyrir skömmu að væri „eitthvað sem við öll viljum”, er það hinn raunverulegi draumur?
Og kannski er þá mest um vert að spyrja sig þess hvort það gangi upp?
Hið „fjölþjóðlega” samfélag getur vart orðið til hér á landi ef þeir innflytjendur er hingað koma eru að koma hingað til þess að verða hluti íslenzks samfélags, eins og svo oft hefur verið lýst yfir. Komi þeir hingað til þess að halda áfram siðum sinna landa eins og ekkert hafi í skorist eru þeir nefnilega ekki að aðlagast í þá átt að verða hluti samfélagsins heldur eru þeir að koma upp sínum gömlu samfélögum, og það hér á landi. Samfélag þar sem innflytjendur aðlagast að siðum þeirra sem fyrir eru getur ekki orðið „fjölþjóðlegt” og „fjölmenningarlegt”.

Oft á tíðum eru nefnd í þessu sambandi Bandaríki norður-Ameríku(héreftir BNA), en það ríki á að standa fyrir hið fullkomna fjölmenningarlega samfélag. Samfélag þar sem þú finnur allt sem þú vilt finna og er sífellt klifað á því að þar virðist allt ganga upp og hin ameríska „þjóð” sé samheldin og sterk.
Ekkert er þó fjarri sanni en það að Bandaríkin hafi orðið sterk vegna þess að þau séu fjölmenningarlegt samfélag, BNA urðu til sem samfélag Evrópumanna sem fluttu til hinnar nýju heimsálfu, sem samfélag manna sem allir komu úr svipuðum menningarheim og í raun voru þau svo allt fram til sjöunda áratugarins. En það var þá fyrst sem athyglin tók að beinast að réttindum minnihlutahópa.
Sú fullyrðing að þegnar BNA séu ein þjóð telst svo einnig vera hin mesta firra, því skilyrðin fyrir því að ákveðinn hópur manna teljist sem þjóð eru:
1. Sameiginleg saga
2. Sameiginlegur menningararfur
3. Sameiginleg tunga
Ekkert þessara þriggja á við um Bandaríki nútímans nema ef til vill hið fyrsta, en þó aðeins að takmörkuðu leyti því sú sú saga nær ekki lengra aftur en til ársins 1792. Hinn fjölþjóðlegi pottur, sem Bandaríkin nú eru, á sér enga sameiginlega menningu og með vaxandi áhrifum kínversku og spænsku er það orðið ljóst að skilyrðið um sameiginlegt tungumál nær ekki yfir BNA.
En það er vegna þess að einungis eru liðin tæp 40 ár frá því að BNA urðu að fjölmenningarlegu samfélagi sem í raun má lýsa því yfir að lítil reynsla sé komin á nokkurt ríki sem fjölmenningarlegt, nema þá helst að við lítum til baka á hin fornu ríki Egypta og Rómverja, ríki sem með tíð og tíma urðu fjölmenningarleg. Það er þó vart hægt nema með því að fara út í djúpar sögulegar vangaveltur.
Svo má út frá mannlegu eðli sterklega efast um það að fólk sem ekkert á sameiginlegt, hefur mismunandi siði og viðhorf til lífsins, talar ólík mál og ólíkan uppruna geti komið saman og staðið sem ein heild, til þess eru of margar breytur sem geta leitt til árekstra.
Varðandi síðustu rökin sem upp voru talin, það var að Evrópubúar stæðu í skuld við aðrar þjóðir vegna nýlendustefnu sinnar má segja: „jú það er rétt. ” Því vissar Evrópuþjóðir höfðu í frammi nýlendustefnu, en ekki voru það við Íslendingar og vart hægt að segja annað en við höfum sjálfir talist vera nýlenda.
Meginmál
Raunin er sú að alls staðar í hinum vestræna heimi, þar sem innflytjendur hafa á undanförnum arum og áratugum komið inn af krafti, hefur komið til árekstra og þá einkannlega af þeirri ástæðu að um ólíkan menningarbakgrunn er að ræða.
Það að ætlast til þess að sú þjóð og það þjóðfélag sem þegar er til staðar beygi sig í duftið til þess að innflytjendur haldi sínum óbreyttum getur vart talist annað en vanvirðing í þeirra garð.
Það hlýtur að vera innflytjandans að aðlaga sig að því þjóðfélagi sem hann kýs að koma til, enda er líklegast að það hafi verið hann sjálfur sem falaðist eftir því að komast þar inn.

Svíþjóð, Danmörk, Þýskaland, Belgía, Bretland, Frakkland og Spánn, öll hafa þessi lönd átt við og eiga enn í gífurlegum innri vandamálum vegna innflytjenda sem hafa kosið að aðlagast ekki að þeim þjóðfélögum sem þangað hafa komið.
Öll eiga þessi þjóðfélög við vandamál að stríða af hendi snoðinkolla og nýnasista og öll taka þau á vandamálinu á einhliða hátt, með því að ráðast eingöngu að þeim íbúum sem fyrir voru og prédika það sífellt að þeir þurfi að sýna meira umburðarlyndi. Aldrei er augunum beint að því að minnka flæði innflytjenda og ekki að því að reyna að bæta aðlögun þeirra að samfélaginu.
Vandamál nýnasismans er vaxandi í Evrópu og er því verr og miður, en á hinn bóginn er vaxandi og áframhaldandi taumlaus innflutningur folks hvaðanæva að, sem ekki aðlagast, ekki til þess fallinn að kveða niður þessa bylgju nýnasismans heldur þvert á móti til þess að henda olíu á eldinn.

Kjósum við vestrænir íbúar að fara til annarra heimsálfa og setjast að í öðrum löndum þar hlýtur það að vera skylda okkar að aðlagast þeim menningarsamfélögum sem þar eru við lýði.
Það eitt að halda uppi okkar menningu í slíkri stöðu væri líklega til þess eins fallið að koma þeirri mynd inn hjá þeim sem fyrir væru að við teldum okkar menningu þeirra æðri.
Ég tel að hið sama eigi við hér er kemur að málefnum útlendinga, mörgum Íslendingnum finnst sem útlendingarnir gefi skit í íslenzka siði því þeir telji sína menningu æðri hinni íslenzku.

Eina leiðin til þess að fast við málefni útlendinga án þess að láta hópa nýnasista og gengi útlendinga vaða uppi hlýtur því að vera í því að taka inn hæfilega litla skammta í einu til þess að mögulegt sé að ná að aðlaga þá að sem mestu áður en til áreksturs kemur.
Einnig er mikilvægt að stjórnmálaöfl afstöðu, en það er einmitt vandamál sem oft hefur skort á erlendis sem og hérlendis. Hér landi eru nefnilega í raun aðeins þrír aðilar sem taka afstöðu til málefna útlendinga og eru það hinir ólánlegu félagsmenn Félags íslenskra þjóðernissinna, hinn nýi Flokkur framfarasinna og svo að lokum Samfylkingin.
Afstöðurnar sem þessi öfl taka eru þó æði mismunandi, F.Í.Þ. kýs að taka þá afstöðu að aðeins „aríar” og einstaklingar af „hvíta” kynþættinum geti fengið hér hæli og boða á sama tíma harkalegt hatur gegn öðrum kynþáttum.
Flokkur framfarasinna tekur nokkuð miðlæga og all skynsamlega afstöðu sem í raun lítur að mestu að breyta skilyrðum fyrir veitingu ríkisborgararéttar sem nú veitist sjálfkrafa eftir sjö ára fasta búsetu. Hugmyndir þeirra ganga út á það að veiting ríkisborgararéttar verði færð upp á tímalínuna en að þeir sem eru viljugir og hæfir geti fengið ríkisborgararétt um leið og þeir hafa tileinkað sér tunguna og siði landans og þá að þeir sem ekki vilji eða ekki geti aðlagast fái ríkisborgararéttinn ekki.
Einnig fyrirfinnst svo í stefnuskrá flokksins útlistun á nánari hlutum varðandi breytta innflytjendalöggjöf.
Svo er það Samfylkingin sem helst vil losa allar hömlur og hleypa hér endalaust inn án nokkurrar fyrirhyggju og án þess að nokkur aðgát sé höfð, lausnin sé einfaldlega að banna þá sem eitthvað vilji hafa um málin að segja.

Lokaorð
Fyrir 1001 einu ári gegndi embætti lögsögumanns á Alþingi, hinu forna, maður er hér Þorgeir og bar viðurnefnið Ljósvetningagoði.

Í ljósi þess að hann var hinn prýðilegasti sáttasemjari og fjölfróður, var ákveðið að hann skyldi kveða upp úrskurð í deilumáli sem þá ágerðist með Íslendingum, deilumál sem risti nokkuð djúpt.
Það var svo eftir þriggja daga legu undir feldi sem hann komst að niðurstöðu, og hver var niðurstaðan?
Jú niðurstaðan var sú að til þess að friður héldist í landinu þyrfti að ríkja hér einn siður!

Það er meðal annars á þeim forsendum sem ég hafna öllum tilburðum í þá átt að Ísland og þarmeðtalin Reykjavík verði gerð að fjölmenningarlegu samfélagi. Reykjavík og landið allt eru eftir allt saman íslenzk landsvæði.
Eyðum ekki mismunandi menningarheimum með ógætilegu offlæði útlendinga hingað til lands.
Við höfum einfaldlega lítið að gera með þá útlendinga sem ekki vilja taka upp íslenzka siði og verða Íslendingar meðal Íslendinga.

Föllum ekki í hið botnlausa og einsleita hyldýpi þess sem einungis getur verið ímyndun, nei við fjölmenningu!
Verum bara íslenzk áfram.