Hér var grein um persónuskatta sem fékk mig til að hugsa smá…
Skattar og gjöld bera hin og þessi heiti undir því yfirskini sem þeim er safnað.
Það er virkilega ómerkilegt af þeim sem stjórna landinu að nota svo peningana í annað en til er ætlast.
T.d. gjaldið sem lagt er á hvern bensínlitra? Það ætti að duga í betri vegi, en þjóðin fær samt að drepa sig á þessum reiðstígum sem kallaðir eru þjóðvegir.
Hvernig kæmi það út ef borið yrði saman tekjur af sköttum og útgjöldum til þeirra sömu mála sem skattarnir eru eyrnamerktir?
Hefur þjóðin ekki rétt til að vita í upphafi hvað hún er að greiða fyrir?
Þegar talað er um skort á vinnuafli, þá gremst mér sérstaklega að vita til þess hvað það starfa margir hjá hinu opinbera. Það er í einu orði sagt kjánalegt hvað margir vinna vinna við að skapa lítið sem ekkert verðmæti fyrir land og þjóð (þó meirihlutinn geri það)…
Einhver sagði mér t.d. að það væru meira en 100 að vinna hjá Grunnskólum Reykjavíkur, skrifstofunni… og skrifstofan kemur lítið að daglegum rekstri skólanna sem er í höndum skólastjóranna… Hvað er allt þetta fólk þá að gera? Ég bara spyr…
Það ætti að fá Capacent eða KPMG eða bara einhvern til að fara yfir allan rekstur ríkisins og meta skapað verðmæti v.s. peningum eytt og loka því sem ekki skilar neinu af sér.
Ég er þó ekki að tala hér um Landspítalann eða heilsugæslu, þar má hagræða en t.d. verðmæti þeirrar þjónustu ætti að meta í afköstum og getu til að takast á við sjúkdóma og veikindi í landinu, það er alltaf jafn sorglegt að heyra af fólki sem þarf að safna pening til að fara með börnin sín til Boston í einhverja aðgerð sem ekki er hægt að framkvæme hér heima…
En já, skattar = miklu minna mál að borga þá ef maður veit í hvað þeir fara og það er hægt að treysta að þeir fari í það sem lofað er…