Góðan daginn ágætu hugarar, mig langaði til þess að ræða fall krónunnar hér og ráðaleysi stjórnvalda í þeim efnum. Ég er alveg viss um að ef ástandið væri svona í stjórnartíð vinstri afla væru Sjálfstæðismenn sífellt gjammandi um hvernig ætti að taka á málunum og að þeir viti allt betur. En þetta er bara hugleiðing, hinsvegar sitja Sjálfstæðismenn við stýrið og tala þeir lítið sem ekkert um þetta og reyna að fá lýðinn til þess að einblína á hvað Ingibjörg Sólrún er að gera vitlaust.
Ingibjörg er nefnilega að selja Perluna og þar á eitthvert vandamál að vera á ferðinni. Ég sé bara ekki vandamálið. Þetta hús er fok dýrt í rekstri og ekkert hægt að gera þarna inni nema að fá sér ís og dýrasta mat á Íslandi. Þetta er bara bull og þess vegna er það eina rétta í stöðinni að selja þessu blessuðu höll sem kemur engum að notum nema vera eitthvað tákn úr borgarstjórnartíð Davíðs. Við eigum s.s. að hafa mestar áhyggjur af þessu en ekki að kreppa þessa lands er kaldur veruleiki. Davíð er nefnilega algjör lygari þó að hann hafi ekki logið að okkur vísvitandi þá gabbaði hann okkur heldur betur.
Hann sagði nefnilega að hér væri svo mikið góðæri og það var allt hans ríkisstjórn að þakka. Það var bara ekkert góðæri. Þetta var einungis tímabundinn stöðuleiki! Það versta sem Davíð gat gert var að auglýsa þetta sem eitthvað góðæri því þá flippuðu allir Íslendingar og steypti sér í skuldir. Fóru að kaupa sér jeppa, Rainbow ryksugur, Saladmaster potta, rafmagnstæki (við eigum örugglega heimsmet í rafmagnstækja eign), ný húsgögn o.s.frv. allt í nafni góðæris Íslands.

Svo þegar kreppa skellur á þá er bent eitthvað annað. Sjáði hvað R-listinn er að gera. Ef við værum við borgarstjórn þá væri þetta allt í góðu lagi. Svo var kreppunni skellt á sjómenn og allir byrjuðu að bölva þessum bévítans sjómönnum. Það er nefnilega svo skrítið að sama hvað Davíð gerir þá virðist Sjálfstæðisflokkurinn alltaf vera jafn sterkur í skoðanakönnunum. Jafnvel Árni hafði engin áhrif á skoðanakannanir en fylgi Framsóknarflokksins heldur betur hríðféll eftir síðustu kosningar og man einhver af hverju? Það var hátíð miðað við hvað Sjálfstæðismenn hafa gengið í gegnum upp á síðkastið. Er einhver heilaþvottur í gangi spyr ég því það virðast flestir sjá Davíð í einhverjum hyllingum.

En við búum í “Austur Evrópu” á tímum óvissu því krónar fellur úr öllu valdi og þegar þetta er skrifað þarf heilar 107 kr. til að kaupa einn dollar sem er sögulegt lámark eftir því sem ég veit best. Hvar er umræðan? Það er eins og við horfum öll í hljóði og enginn nennir að segja neitt því það hefur ekkert upp á sig. Það hlustar enginn.