Ég svosem veit ekki fyrir víst hvar framtíð Íslands er best geymd, en alveg örugglega ekki hjá xI.
Ég hef svosem ekkert farið ýtarlega niður í stefnu þessa flokks, en miðað við það sem ég hef séð af honum og formanni hans þá er ég ekki hrifinn!!
Ég persónulega vil EKKI senda mann inn á alþingi sem heldur virkilega að virkja þurfi allar laxveiðiár landsins auk allra helstu jökulár fyrir eitt álver, þegar raunin er minna en ein háhitavirkjun, sem bara svona svo að fólk viti er ein af þeim náttúruvænstu í heimi!
Ég sé ekki bjarta framtíð í algjöru stóryðjuSTOPPI, ekki slökun eins og ég hef verið að lesa hér áður, heldur STOPPI, því það stendur nú bara í bæklingi að þeir vilji STOPPA alla stóryðju og það STRAX!!! Hvað halda þessir menn eiginlega að þeir séu, þeir eru kannski öruggir með vinnuna sína, en þegar þeir fara hreint og beint og segjast ætla að STOPPA eitthvað, sama hvort það sé með vilja heimamanna eður ei, þá er mér nú bara misboðið!!
Eins og formaður Framsóknarflokksins sagði í sjónvarpsauglýsingu sem ég sá um daginn, þá er ég orðinn býsna hræddur um að margir Íslendingar séu farnir að slaka heldur mikið á í þægilegu sófunum sínum fyrir framan sjónvarpið sitt horfandi á Stiklur með Ómari Ragnarssyni. Það er vissulega ennþá atvinnuleysi í landinu, þó að hvorki þú né vinur þinn kveljis vegna þess, og mér finnst sjálfsagt mál að eitthvað verði gert til að bæta úr því, en það gerum við ekki með því að hveða niður atvinnutækifæri.
Ég þekki ENGAN sem ætlar að kjósa Íslandshreyfinguna, hvorki í RVK né hérna heima fyrir, enda býðst það nú bara ekki til boða hérna í mínu kjördæmi, þar sem þeir bjóða sig ekki einu sinni fram! Hvílíkur hroki sem mér finnst það vera að þykjast berjast fyrir allt landið, og ekki einu sinni leifa helmingi landsins að hafa nokkur áhrif á það hvort ofvirkur *sprellikarl*, eins og einhver orðaði það svo vel, kemst inn á þing.
Ég get vel sagt það að ég tek þennan flokk ekki alvarlega, frekar svona smá til að létta af VG. Mér finnst fyrstu sætin í þessum 3 kjördæmum hálf hlægileg; Ómar Ragnarsson, þekktur sprellari sem hefur eyðilagt ófáar flugvélar í leit sinni að skemmtun, Margrét Sverris, sárindin svoleiðis skína af henni eftir höfnun fyrri flokksbræðra, gat hún ekki bara sætt sig við það, og svo Jakob Fríman, hann er sko trompið þeirra, gamall stuðmaður :D
Íslandshreyfingin.. *flott nafn*
..vill fjölbreytt, framsækið, skapandi og réttlátt samfélag. Samfélag þar sem frelsi einstaklingsins, samábyrgð, menntun og sjálfbærni tryggja lífsgæði fólksins *fjölbreytt, samt vilja þeir fella niður eitt og annað sem gefur lit eins og annað, framsækið, jafnvel í stefnuskrá sinni nefnir það annan stjórnmálaflokk á nafn, skapandi, ekki hef ég séð neitt nýtt. svo tala þeir um lífsgæði, ég bara hef ekki hugmynd um HVAÐA lífsgæði.*
..leggur áherslu á að friða miðhálendið, stöðva frekari stóriðju og að staðið sé við alþjóðasamninga í umhverfismálum. Landsins gæði eru auðlindir sem þarf að nýta af ábyrgð og framsýni, svo komandi kynslóðir geti einnig notið þeirra * STÖÐVA, þarna kemur þetta hugtak aftur, ekki hægja á, STÖÐVA. hver heilvita maður veit að í þeirri veröld sem við búum í þýðir ekkert að hverja aftur á miðaldir!*
..trúir á frumkvæði og hugvit fólksins og telur að ríkidæmi Íslendinga felist í þeirri menningu sem hér er, verkkunnáttu og náttúrugæðum * jájá, það geri ég líka, enda eru þetta svo stór orð sem hægt væri að túlka á svo marga vegu! t.d. bara þar sem þú talar um verkkunnáttu og náttúrugæðum, þar gæti ég lesið að þeim þætti það gott ráð að nýta verkkunnáttu okkar íslendinga til að nýta svo náttúrugæðin til fulls, virkja allar laxveiðiár eins og hann Ómar gamli sagði :$*
..telur að þjóðin sé tilbúin að gera nýjan sáttmála um umhverfismál, atvinnulíf og velferð þar sem sjálfbær þróun er höfð að leiðarljósi * mér þætti það mjög gaman að fá að vita hvað þeir eiga við með nýjan sáttmála!!*
..lítur svo á að hin mikla umhverfisbylgja sem fer nú yfir heiminn feli í sér mikla ábyrgð en líka tækifæri * vissulega, en þarna kom það, mikil umhverfisBYLGJA! svipuð orð hafa verið háð um til dæmis tísku, þá koma svona tískuBYLGJUR! Staðreindin er bara sú að með þeirri gríðarlegu fólksfjölgun sem fer fram bæði í landinu og bara öllum heiminum fer þeim landssvæðum sem hægt er að leifa sér að friða fækkandi, því að enginn með fullu viti getur sagt náttúruna mikilvægari en mannin! Ef einhver gerir það, þá bið ég hann að spurja sjálfan sig: myndi ég kasta barninu mínu, foreldri mínu, systkyni mínu eða bara hverjum sem er niður gjótu til að bjarga lækjarsprænunni hinum megin við hólin?*
..vill að hætt verði að líta á börn, aldraða og öryrkja sem afgangsstærð í samfélaginu * Hver, og ég spyr að fullri alvöru, gerir það í alvörunni? enginn sem ég þekki né veit um. Ég held að þetta sé svona meira áróður sem ákveðnir aðilar reyna að blása upp. Ég meina, auðvitað er ekki allt sanngjarnt, en það lítur enginn á gamla konu haldandi á fötluðu barni og segir OJJJ. Og ef þér dettur til hugar að segja eitthvað um annað hvort börn eða fatlað fólk, þá skal ég segja þér að ég veit meira en margir um þau mál, því bæði hef ég sjálfur veirð barn (eins og reindar flestir :D ) og hef ég kynnst fötlun mjög vel!!!*
Þeir hafa einnig líst því yfir að þeir ætli að fækka allverulega sendiráðum út í útlöndum. Ekki liði mér vel ef ég hefði flutt, ja segjum bara til spánar, með það að leiðarljósi að þar væri sendiráð sem auðvelt væri að komast að og ekki stæði til að loka því í bráð. Svo kemst bara einhver annar flokkur til valda og lokar því. Þá er ég í vondum málum, því ég hafði flutt þangað og skrifað undir samning hjá fyrirtæki uppá viss mörg ár, og sú staðreind að það var sendiráð á svæðinu reyndist vera það sem réði úrslitum um það hvort ég flytti eða ekki! svo bætir það gráu ofan á svart að ég á fjölskyldu! hvað þá?
Nú hef ég komið með fjölda spurninga, og vænti ég svars. En vita máttu að sama hvað þú segir, þá á ég ekki eftir að kjósa þennan flokk, því hann einfaldlega sér ekki hingað norður, eða svoleiðis sé ÉG það!!!