Ég hneykslaðist svo mikið um daginn þegar ég las greinina hans ProMark inná deigluni um daginn þar sem hann efaðist um réttmæti hins íslenska réttarkerfis vegna dómar sem féll í máli manns nokkurs sem var sakaður um að hafa bert kynfæri sín fyrir framan unga telpu að ég ákvað að athuga hvað almenn hegningar lög hafa uppá að bjóða fyrir kynferðisafbrotamenn. Það sem ég fann var frekar ótrúlegt og mér finnst að ekki ætti að bjóða fólkinu í landinu uppá slíkt. Sjáið og dæmið sjálf:

—————————————————————–

194. gr.)
Hver sem með ofbeldi eða hótun um ofbeldi þröngvar manni til holdlegs samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.

195. gr.)
Hver sem með annars konar ólögmætri nauðung þröngvar manni til samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi allt að 6 árum.

Berið þessar tvær saman við þessar:

200. gr)
Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn sitt eða annan niðja skal sæta fangelsi allt að 6 árum og allt að 10 ára fangelsi sé barnið yngra en 16 ára.
Önnur kynferðisleg áreitni manns gagnvart barni sínu eða öðrum niðja en sú er greinir í 1. mgr. varðar allt að 2 ára fangelsi og allt að 4 ára fangelsi sé barnið yngra en 16 ára.
Samræði eða önnur kynferðismök milli systkina varða fangelsi allt að 4 árum. Hafi annað systkina eða bæði ekki náð 18 ára aldri þegar verknaður átti sér stað má ákveða að refsing falli niður að því er þau varðar.

201. gr.)
Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn eða ungmenni, yngra en 18 ára, sem er kjörbarn hans, stjúpbarn, fósturbarn, sambúðarbarn eða ungmenni, sem honum hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis, skal sæta fangelsi allt að 6 árum og allt að 10 ára fangelsi sé barn yngra en 16 ára.
Önnur kynferðisleg áreitni en sú sem greinir í 1. mgr. varðar fangelsi allt að 2 árum og allt að 4 ára fangelsi sé barnið yngra en 16 ára.

202.gr.)
Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en 14 ára, skal sæta fangelsi allt að 12 árum. Önnur kynferðisleg áreitni varðar fangelsi allt að 4 árum.
Hver sem með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt tælir ungmenni á aldrinum 14–16 ára til samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi allt að 4 árum.

——————————————————————

ÓTRÚLEGT!

samkvæmt þessu:

nauðgun með ofbeli eða hótun: 1-16 ár.
nauðgun á annan hátt: 1-6 ár.
samræði við barn yngra en 14 ára: 1-14 ár.
samræði við barn sem manni hefur verið trúað fyrir(undir 18): 1-6 ár.
samræði við barn sem manni hefur verið trúað fyrir(undir 16): 1-10 ár.

Ég spyr ykkur, fólkið í landinu, er þetta nóg? Er þetta sanngjarnt gagnvart þeim sem brotið er á? Sá sem hefur verið brotið á þarf að lifa við þá reynslu alla sína tíð og þarf að lifa við þá tilhugsun að eftir þennan MJÖG HÓFLEGA visttíma í fangelsum landsins gæti brotmaður verið gangandi um, frjáls maður, gæti þess vegna framkvæmt brotið aftur án þess að verða tekinn fyrir það og þá gagnvart öðrum einstaklingi.

Ja, ég sem íslendingur er hneysklaður á þessu og vill skora á Sólveigi Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra að gera eithvað í þessu óviðunandi ástandi sem viðhelst hvert andaak sem þessi lög eru í gildi.