Hafið þið heyrt söguna um kúguðu stéttina sem fær aldrei nóg? Sífellt grenjandi yfir yfirþyrmadi vinnuálagi? Sífellt kvabbandi yfir verðmætasköpun? Hver er þessi hópur?

Mér er svo misboðið að sjá há-launastéttir sífellt grenjandi og vælandi yfir bágum kjörum. Þurfa flugumferðarstjórar virkilega launahækkanir? Talandi um að flugumferð sé að aukast um 100% er náttúrulega bull og vitleysa þegar vitað er að flug mun dragast saman um 30-40% á næstu misserum sbr. 11.september (nema að vinnuálagið sé svo mikið á þá að þeir séu hættir að fylgjast með heimsmálum), það er jafnvitlaust nú og að segja að slösuðum hljóti að fjölga samfara t.d. aukinni bílaeign landsmanna eða aukningu vinnuslysa. Ættu þá stéttir í heilbrigðisgeiranum að fara framá aukin laun í því ljósi, þ.e. áhætta + fjöldi + menntun + vinnuálag + verðmætasköpun = óraunhæf laun? Augljóslega heimskra manna tal.

Ekki hef ég séð kerfisfræðinga, verkfræðinga eða tölvunarfræðinga fara í verkfall. Þeirra byrjunarlaun eru frá 230þús. og ekki kvarta þeir. Ef þeir eru ekki sáttir við launin, leita þeir að vinnu sem borgar betur. Ætti ekki það sama að gilda um aðrar stéttir? Markaðurinn ætti að ráða þessu. Flstj. eru ekki eina stéttin á landinu sem býr til gjaldeyristekjur og hvað þá vinnur yfirvinnu.

Það má vel vera að flugumferðarstjórar séu í mikilli yfirvinnu, svo er einnig með allar aðrar stéttir hér á landi. T.d. lögreglumaður, sem er með samsvarandi menntun en launin eru brot af því sem flstj. hafa. Lögreglan hins vegar hefur ekki verkfallsrétt.

Svo er það náttúrulega “skúringar-tæknarnir” sem ættu með rentu að fá hæstu launin, eða hvað? Eru það ekki þeir sem halda t.d. Leifstöð hreinni? Hver myndi sækja Ísland ef að Leifstöð væri sorphaugur? Væri ekki samsvarandi að segja að ræstitæknir gefi af sér 150millj.+ í gjaldeyristekjur? Spurning hvort að þeir ættu ekki bara að fara í verkfall líka?

Eru menn t.d. búnir að gleyma afleyðingum síðasta verkfalls ræstingarfólks á skólakerfið hér á fróni? Skv. reglum mega nemendur ekki vaða skítinn í skólanum lengur en 3 daga! Eftir það er “game-over” og allir heim í sturtu!

Það vill svo einkennilega til að í okkar annars ágæta þjóðfélagi, að þrátt fyrir það að Ísland er meðal 5 ríkustu þjóða heims, er framlegð hér með lægsta móti. Þetta stafar eingöngu af því að vinnutími hér er töluvert lengri almennt gengur og gerist annarsstaðar í viðskipta- og samanburðarlöndum okkar.

Hefði ekki verið eðlilegri krafa flugumferðarstjóra átt að vera að ríkið fjölgaði þeim í núverandi stöður? Sérstaklega til að minnka álagið á þessa þrælkunarstétt? Ísland sér jú um stærsta flugumferðarsvæði í heimi. Kanski ekki mikið lengur ef þessi vitleysa heldur áfram. En, nei bíddu, þá minnkar yfirvinnan hjá hinum, þá lækka líka launin samsvara, eða hvað? Það má náttúrulega ekki gerast! Er þá ekki málið að fækka enn frekar flugumferðarstjórum, þá hækka launin og allir ánægðir;)

Sæl að sinni;)
bjox@hugi.is