oft er sagt að þegar maður er ungur þá er maður hugrakkur en þegar maður er gamall þá
er maður skynsamur. Þetta gildir að sjálfsögðu ekki um alla en kannski flesta og er það sennilega
ástæðan fyrir tilveru þessara setningar. En Þar sem ég tel mig tiltilheyra fyrri hópnum vill ég
aðeins verja málstað þeirra ungu. Svo má auðvitað velta fyrir sér hvenær er maður ungur og hvenær
er maður gamall? en ég tel það vera huglægt frekar en líkamlegt ástand manna.
En það er allt annað mál.
Þegar ég fyrst heyrði þessa setningu fannst mér hún sniðug og rétt en eftir að hafa velt henni aðeins
fyrir mér finnst mér hún ósanngjörn og röng gagnvart þeim ungu. Að vera hugrakkur segir ekkert um það hvort
að mínar hugmyndir og ákvarðanir séu lógiskar eða ekki, og oftar en ekki er samansem merki milli hugrekki
og heimsku. En að vera skynsamur er lógiskt og snjallt og það er eitthvað sem allir menn ættu að tileinka sér,
ungir sem gamlir.
Þannig að þegar öllu er á botninn hvolft þá væri hægt að setja setninguna fram svona:
Þegar maður er ungur þá er maður heimskur og þegar maður er gamall þá er maður snjall.
Þetta ætla ég ekki að skrifa undir.
Samkvæmt niðurstöðum kannana um alþingiskosningarnar mætti einnig setja þessa setningu fram svona:
Þegar maður er ungur þá er maður vinstrisinnaður og þegar maður er gamall þá er maður hægri sinnaður.
Og svo má að sama skapi velta því fyrir sér hvort að lífið sé svo einfalt að hægt sé að flokka alla
menn í tvo flokka. En hvað um það.
Fyrst að gamla fólkið er svona skynsamt og snjallt, skil ég ekki af hverju það kýs alltaf sjálfstæðisflokkinn
og jafnvel heldur með þeim eins og dugir stuðningsmenn fótboltaliðs í blíðu og stríðu.
Því það er einmitt þetta fólk sem búið er að níðast hvað mest á seinustu árum sem sjálfstæðis flokkurinn
hefur verið við völd.
En þessu lofa þeir náttúrlega að breyta eftir kosningar eins og seinast.
En fjögur ár er lítill tími fyrir þau fjölmörgu loforð sem líta dagsins ljós rétt fyrir kosningar.
Þá er spurning hvort að maður eigi nokkuð að vera skipta um hest í miðri á og hversu löng er þessi á eiginlega?
ég myndi vilja breyta þessari setningu svona. Þegar maður er ungur þá er maður hugrakkur og þegar maður
er gamall þá er maður íhaldssamur.