*********************************************
Ef þetta var allt saman kaldæðni hjá þér, þá fyrirgef mér!
Þú talar um að þeir sem hafa ekki nógu háa greindarvísitölu muni ekki lifa af næstu árin…
…greyið þú!!
í meira en 90 ár hefur framsóknarflokkurinn setið á þingi! í meira en 90 ár hefur framsóknarflokkurinn stuðlað að því að Ísland er byggilegt í dag. Í meira en 90 ár hefur framsóknarflokkurinn stuðlað að því að Ísland er í stöðugri framsókn!
Framsókn var eini flokkurinn sem stuðlaði að bættum samgöngum í heimabyggð minni! Sjálfur Steingrímur J. reyndi að stoppa þær framkvæmdir sem hafa stuðlað að því að fólk hætti að hrylla sér við að taka hérna 15 mín. ferð í næstu búð! og nú talar hann um að V.G séu að stuðla að betra velferðarkerfi á landsbyggðinni, eða það segir hann alla vegana við okkur hérna fyrir norðan, í hans eigin kjördæmi, en hvað hann segir við fólkið fyrir sunnan hefur mér heyrst að sé allt annað.
annað mál sem framsókn kom í framkvæmd og tókst vel þrátt fyrir að stjórnarandstaða hafi lengi reynt að telja landsmönnum trú um annað er lækkun á vaski matvæla.
ég efa það stórlega að fólk viti hverjir það voru sem upphaflega stofnuðu framsóknarflokkinn, en ekki voru það þeir ríkustu, heldur voru það ungmennafélögin sem stuðluðu að miklu leiti að því. Ekki sé ég nú spillinguna í því!
Einhversstaðar sá ég hérna að fólk talaði um stefnuleysi flokksins. jæja, hérna er svar við því:
Stefnan
Allt frá upphafi hefur Framsóknarflokkurinn verið frjálslyndur umbótaflokkur svo sem uppruni hans og stefnuyfirlýsingar í gegnum tíðina bera með sér. Þetta felur í sér að flokkurinn er fordómalaus um úrlausnir aðsteðjandi vandamála á hverjum tíma. Hann vill beita aðferðum þekkingar og vísinda til að ryðja framþróuninni braut á grundvelli þeirra þjóðfélagslegu gilda sem stefna hans byggist á. Þessu viðhorfi var lýst þannig af Hermanni Jónassyni formanni flokksins 1944-62 að stefna flokksins væri hvorki til hægri né vinstri heldur beint áfram. Vegna frjálslyndis síns er hann umburðarlyndur gagnvart skoðunum annarra. Hann vill að allir þeir sem hafa eitthvað fram að færa í sambandi við lausn þjóðfélagsmála fái tækifæri til að tjá sig, túlka skoðun sína og reyna að vinna henni fylgi áður en ákvarðanir eru teknar.
Sem umbótaflokkur hefur flokkurinn í starfi sínu lagt höfuðáherslu á að hver kynslóð leitist við að skila þeirri næstu betra þjóðfélagi en hún tók við, betra lífi, fleiri tækifærum og ríkari menningu. Þjóðfélagi þar sem manngildið er metið meira en auðgildi og vinnan, þekkingin og framtakið látið vega meira en auðdýrkun og fésýsla.
Þessi stefna var sett fram fyrir áratugum, en gildir enn. Nú skal enginn segja að flokkurinn sé stefnulaus.
Fólk er nú varla svo minnislaust eða eftirtektarlaust að þeir muni ekki eftir sögutímunum, eða bara minningum frá því á fyrstu áratugum 20 aldarinnar ef fólk er það gamalt, að sjá ekki hvaða flokkar það eru sem stuðluðu að því að Ísland, sem er meðal bestu ríkja í heimi, og mun ég færa rök fyrir því síðar, er það sem það er í dag! Auðvitað eru það Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn sem eiga þar allan heiðurinn, því að enginn flokkur sem nú er á þingi er nógu gamall til að muna lengra en síðustu ár 10 áratugar 20 aldar, nema Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn.
Fyrir rúmri öld var Ísland meðal fátækustu þjóða heims, en nú er hún meðal þeirra ríkustu! Ekki er það núverandi stjórnarandstöðu að þakka! Ísland er ein mesta menntaþjóð í heimi, þar sem ólæsi er ekkert, eða viðurkennt það minnsta í heimi. Ekki er það núverandi stjórnarandstöðu að þakka. Heilbrigðiskerfi er meðal þeirra bestu í heimi. Ekki er það núverandi stjórnarandstöðu að þakka!
Þegar ég hugsa málið um stund, þá sé ég frekar lítið sem er núverandi stjórnarandstöðu að þakka! Það litla sem ég finn bliknar þó í samanburði við stjórnarflokkana okkar gömlu og reyndu.
Það má líka líkja þessu við það að keyra bíl. Maður hleypir ekki barni sem kann ekki að keyra undir stýri, það er nú bara ávísun upp á stórslys. Það sama má segja um hvað ég held að gerist ef við hleypum stjórnarandstöðunni í ríkisstjórn, það væri að láta barn undir stýri.
Aðspurður hver stefna Vinstri Grænna væri í fjármálum ríkisins svaraði Stengrímur J. að sömu stefnu og nú er í ríkisstjórn muni verða haldið. Af hverju? Jú, af því að þetta er allt saman í góðum málum. Framsókn sérstaklega hefur tekist að koma góðu jafnvægi á ríkissjóð sem var stórskuldugur þegar þeir komust aftur til valda fyrir meira en áratug!
Það var haldinn sameiginlegur fundur allra flokka á Húsavík. Kristjáni Möller, þingmaður Samfylkingar, varð það að orði að hann vissi ekki að hann væri kominn á samráðsfund Framsóknarmanna, svo margir Framsóknarmenn voru staddir í húsinu að það var fullt út að dyrum. Segir þetta ekki eitthvað?
Það að Framsókn sé ekki miðjuflokkur er algjört bull. Það er auðvitað augljóst mál að samvinna við hægri flokk svo lengi getur orðið til þess að miðjan færist aðeins til hægri, en það sama myndi gerast ef miðjan ynni með vinstri, og þá færu hægri menn að skæla! Ef Framsókn er að breytast í nasistaflokk, og stjórnendur þess í einhver afbrigði af Hitler, þá er aðeins eitt að segja - HEIL HITLER
Það var tekið úrtak á fylgi flokka hjá stöð tvö og kom framsókn illa út þar og sást þá glotta í vítennurnar á Steingrími. taka má fram að úrtakið náði yfir minna en 2% íbúa na-kjördæmis. Þar má líka sjá að yfir þriðjungur kjósenda var óákveðinn, og útlit er fyrir að minni hlutinn kjósi vinstri, að minsta kosti í minni sveit!
Það er auðvelt að kenna Framsókn um allt, eftir allt saman þá eru þeir tilbúnir að taka ábyrgð á gjörðum sínum, ólíkt mörgum öðrum flokkum! En það má heldur ekki gleyma því að stjórnarandstaðan hefur líka kosningarétt á þingi, og er ríkisstjórn ekki algjör alvaldur þar.
Þess vegna segi ég að ef að Ísland á ekki gjörsamlega að fara til fjandans, eins og margir virðast halda að það sé nú þegar, þá bið ég til æðra valds að Framsókn haldi áfram að sjá um okkar fagra land, því jafnvel fyrir allar stóriðjuframkvæmdir og allt það rask sem það kann að valda er lítils virði að halda í náttúruperlur ef enginn er til staðar að skoða þær vegna atvinnuleysis og fátæktar, því einhver gerði áætlanir að lifa á hreinu loftir!
En ef hins vegar stjórnarandstaða fer í ríkisstjórn, þá er það ekki það versta, því þá vaknar almenningur vonandi upp af þessari tískubólu sem virðist vera ríkjandi í stjórnarandstöðu.
Þú talar um fölsk kosningarloforð Framsóknar, ég sé nú ekki að neinn annar flokkur sé neitt betri, og Framsókn hefur staðið við fjöldann allan af sínum loforðum, og er ég fullviss að þeir sem horfa framhjá gilliorðum stjórnarandstöðu sjá það.
Þegar ég fer að kjósa mun ég ekki kjósa eftir kosningaloforðum sem þjóta til mín úr öllum áttum, heldur mun ég horfa til fortíðar og muna það sem áður hefur verið gert til bóta eða óbóta og kjósa þannig.
Þess vegna krossa ég við B:
XB
Ég hef bara alltaf rétt fyrir mér, þannig er það bara.