Í fyrsta lagi er ég alls ekki að mæla með kvótakerfinu eða styðja það. Alls ekki, því hver viti borinn maður sér að það er ekki að virka sem skyldi.
Hins vegar hélt ég að hér væri rætt um brottkast, og það heldur eðlilega áfram með minnkandi veiðiheimildum og hömlum á veiðum ákveðinna tegunda.
Það er sama hvernig ég lít á málið, ég get ekki séð að fjölmargir smábátar í stað stórra útgerða eigi að koma verðinu niður. Kvótakerfið heldur verðinu uppi miklu frekar en olíuverðið. Kostnaður við vinnslu og útflutning yrði líka talsvert hærri. Smábátaútgerð er ekki framtíðin og verður ekki. Það þarf ekki mikla hagfræðiútreikninga til að sjá hagkvæmnina bakvið stóra útgerð, frystitogara sem koma vörunni fullunninni til neytanda erlendis bent af miðunum á móti fjölmörgum smáskeljum (sem í heild menga meira hlutfallslega miðað við heildarafla beggja útgerðanna) að draga nokkra sporða úr sjó, sigla með þá í land, vinna fiskinn og frysta, pakka og senda aftur út á haf til útflutnings (…og menga meira). Nú fyrir utan aukningu á sjóslysum, en mannslíf kosta náttúrulega ekkert! Smábátaútgerð lognast útaf og breytist í hobbý nokkurra aðila og er það þróun sem þegar er löngu byrjuð. Ekki mér að kenna, en svona virka framfarir á sviði tækni og þróun veiðifæra. Maðurinn vill alltaf meira og bakkar aldrei tæknilega séð, þú hlýtur að vita það? Það á nú samt að vera hægt að minnka brottkast með sveiganlegri og skýrari reglugerðum og afnám kvótakerfisins mundi ekki spilla fyrir heldur, en það er samt ekki eini sökudólgurinn.
NB. Enn einu sinni, af fenginni reynslu, vil ég benda gmariu á að þróun er ekki eitthvað sem gerist í einni svipan. Þróun getur tekið áratugi og gerist hægt, en ER óumflýjanlegt ferli.
Þannig má ekki misskilja að ég sé eitthvað fylgjandi þessu eins og þetta er. Málið er einfaldlega að heildarmyndin er svona og ég er ekkert að reyna að ljúga að sjálfum mér heldur skilja og sjá fyrir framfarir sem óhjákvæmilega verða. Auðvitað fara einhverjir illa út úr því, en það er ekki heldur hægt að þóknast öllum. Eða hvar eru t.d. framleiðendur ritvéla, grammófón-nála, mjólkurbrúsa, vínýlplatna eða skóhlífa í dag? Eða á kannski að fara að þvo aftur þvott í læk í laugardalnum og handmjólka hverja belju landsins?
Kæri vinur.
Nokkur orð um þróun.
Hvoru tveggja er til jákvæð og neikvæð þróun.
Ef maðurinn endurskoðar ekki í sífellu sína aðferðafræði og stuðlar ekki að því með nokkru móti að reyna að horfa fram í tímann, getur svo farið að það þróunarferlið sem til verður og óhjákvæmilegt er sökum aðgerðaleysis, leiði til neikvæðrar þróunar í stað jákvæðrar.
Þú ræðir um “ frystitogara er komi vöru fullunninni til neytenda ”. Er það fullvinnsla afurða að frysta fisk ?
Í mínum huga er það hrávinnsla, þar sem hægt væri að vinna fisk hér heima á Íslandi mun betur til útflutnings en einugis að frysta hann.
Hvað varðar skipastólinn, þá er það nokkuð ljóst að vernda á lífríki hafsins við veiðar þá þarf að taka úr notkun stóran hluta botnveiðarfæra þeirra fjölmörgu stórveiðiskipa sem til staðar eru, með breyttum áherslum þ.e línu og krókaveiðar í ríkari mæli.
Tæknin er til þess að þjóna manninum en ekki öfugt, og það að maðurinn þurfi að bakka fyrir tækninni sjálfum sér til tjóns, þ.e. til dæmis að eyðileggja lífríkið með botnhlerum stórveiðiskipa, er álíka því að bændur rúlluðu upp jarðveginum á túnum sínum og fóðruðu með túnþökum eitt ár, það næsta yrði að skera niður bústofninn, vegna þess að tíma tekur að rækta upp jarðveginn.
Minnkandi þorskstofn á Íslandsmiðum er afleiðing álíka aðferðafræði.
0
Leiðrétta smá misskilning eða kannski vanskilning?
Frystitogarar eru oftazt og tíðazt “fljótandi fiskvinnsluhús”. Fiskurinn er unnin um borð og frystur svo. Einfalt, ekki satt?
Botnskrap sjávar er ekki vandamál á þeim miðum sem Íslendingar stunda í dag. Það er sökum tækniframfara og ÞRÓUNAR sem svo er.
Þróun er í eðli sinni óumbreytanleg og þar með ekki hægt að snúa henni á aðrar brautir. Það er hægt að hægja á henni eða flýta henni. Þetta sést best á hraðri þróun ein og í tölvu- og tæknigeiranum. Forrit eru gerð, á þeim eru annmarkar, næsta útgáfa er gerð án þessara annmarka en með nýjum annmörkum. Þriðja útgáfa kemur fram og svo koll af kolli. Windows XP er þannig ÓUMFLÝJANLEG afleiðing af Windows 1.0 (eða kannski frekar gamla Macintosh, en það er annað mál). Þróun er í óendanlega litlum skrefum og til að breyta henni þarf að hafa áhrif á óendanlega mörg stök spor, sem eðlilega er ógerlegt.
0
Frysting er hrávinnsla, hvort sem er á sjó eða í landi. Söltun, þurrkun, reyking, eða tilbúnir fiskréttir til þess að hita upp eða beint á pönnuna að þörfum erlendis, skapar ekki aðeins atvinnu hér innanlands, heldur einnig verðmætari afurðir til útflutnings, héðan.
Varðandi botnskrap, vil ég segja það að árum saman rak þang, skeljar og annar sjávargróður á
á sandfjörur við suðurströnd landsins. Nú síðustu
rúmlega tvo áratugi er sandurinn eins og Saharaeyðimörkin.
Í Morgunblaðinu í dag er grein eftir útgerðarmann úr Vestmannaeyjum sem bendir á það atriði að rannsóknir hér á Íslandi eru á brauðfótum, t.d. varðandi toghraða, með trolli, þar sem Kandamenn höfðu víst framkvæmt slikar rannsóknir fyrir 35 árum síðan, en ekki hefur farið fram rannsókn á þessu á Íslandi frekar en sjávarmyndatökur af hafsbotni enn sem komið er.
Varla telst það ´þróun að vera 35 árum á eftir öðrum fiskveiðiþjóðum í rannsóknum.
0
…þér er fyrirmunað að skilja mannlega hegðun og hefur ekki snefil af heildaryfirsýn.
Ég er ekki að tala um Ísland og íslenskar rannsóknir. Ég er einfaldlega að benda á í hvaða farveg hlutirnir eru, óháð stjórnmálaskoðunum og landamærum. 35 ár á eftir, gott mál! Þá höfum við hugmynd um framhaldið hjá okkur.
Heldur þú að stjórnun fiskveiða og íslensk útgerð fari aftur í svipaðan farveg og áður var, eða þróist og dafni frekar?
Já eða Nei?
0
Ef þú telur
( reyndar fullyrðir )
að “ mér sé fyrirmunað að skilja mannlega hegðun og ég hafi ekki snefil af heildaryfirsýn ”
þá skil ég ekki alveg í ljósi þess , hvers vegna þú ert að spyrja mig spurninga um þróun í sjávarútvegi.
Jái eða Neii þínu vísa ég aftur til þín í þessu efni, hins vegar tel ég að EF stjórnvöld bera til þess gæfu á allra næstu misserum að taka á annmörkum núverandi kvótakerfis sem eru margvíslegir með skilvirku móti, þannig að þjóðhagsleg hagkvæmni fiskveiða skili ÖLLUM þegnum landsins arði, og taki jafnframt mið af
af því að þessi auðlind er ekki óþrótandi og ekki sama hvernig umgegni um hana er háttað, þá tel að um jákvæða þróun verði að ræða.
Ef engar breytingar verða gerðar mun hagkvæmni landsmanna felast í því að færa aðferðafræði aftur um eina öld eða svo, þar sem nokkrir menn tóku sig saman um að smíða bát til þess að sækja fisk til fæðu og skipta fyrir aðrar vörur til nauðþarfa, einfaldlega vegna þess að svo stór hluti landsmanna, sem þessa atvinnugrein hafa stundað hafa verið útilokaðir frá henni, með núverandi skipan mála með einum eða öðrum hætti, meðan nokkrir hafa leikið sér að fénýtingu á tá og fingri án þess að greiða mikla skatta af arðinum.
kveðja.
gmaria.
0