Það var forvitnilegt að hlýða á umræður Ögmundar og Hannesar í sjónvarpi í kvöld, um skattamálin.
Ég held nefnilega að þeir sem vildu hafi getað eygt sýn á það öngstræti sem hin íslenska markaðshyggja er komin í, um þessar mundir.

Hverjum dettur það í hug að fara að tala um það eina ráðið til þess að lækka skatta á einstaklinga sé það að laða að erlend fyrirtæki, til þess að búa til stærri skattapott.

Hvílíkt ráðaleysi ?

Hins vegar ef til vill skiljanlegt sökum þess að þeir er tala fyrir hinni miklu hagkvæmni markaðshyggju t.d. í sjávarútvegi, finna ekki lengur hagkvæmnina í einföldum blýantsútreikningum á blaði og hið “ fullkomna kerfi ” er eitthvað sem enginn getur fundið leið út úr vegna þess að það kostar alla landsmenn svo mikið til viðbótar.
Kaupmáttur launa er hruninn, og íslensk fyrirtæki að draga saman segl eða farinn á hausinn, vextir og verðbólga sliga skattgreiðendur almennt.
Er það hagur einhverra að fjölskyldur landsins geti ekki lifað vegna hárra skatta allra handa ?
Dettur einhverjum í hug að fyrirtækin hækki laun þótt þau njóti afsláttar í formi skatta ótilneydd?
Ég get ekki ímyndað mér það, en þætti fróðlegt að vita hvað álit menn hafa á þessum fyrirhuguðu skattalækkunum á fyrirtæki.

kveðja.
gmaria.