Mér finnst rangt hjá vinstri grænum að ætla að gera eitt af sínum helstu stefnumálum að gefa frítt í alla ríkisrekna leikskóla (þeir birtu grein i blaðinu um daginn um að ætla að hafa þetta eitt af sínum stefnumálum)
Ástæðurnar fyrir því að mér finnst þetta rangt er að í fyrsta lagi 1. þá eru ekki bara ríkisreknir leikskólar það eru einnig til einkareknir leikskólar t.d Regnboginn í Ártúnsholti þeir myndi auðvitað strax fara á hausinn og fólk þarna missa vinnuna. Það er mjög erfitt nú til dags fyrir börn að fá pláss á leikskóla. Og leið og einkareknu leikskólarnir loka yrði það erfiðara. það segjir sig sjálft að einkareknu leikskólarnir færu strax á hausinn.
Önnur ástæðan er að nu er verið að reyna að fá meiri pening út út leikskólunum til að geta borgað starfsfólki þar meira og einnig vantar fullt að pening lika fyrir grunnskólakennaralaun þarna myndum við tapa enn meiri pening og hver veit að þá myndi þurfa að hækka skattana eða jafnvel lækka laun einhverja?
Þriðja ástæðan er sú að það eru ekki bara leikskólar hér á landi einnig eru Dagmömmur og Heilsdagsskólar sem eru fyrir 1-4 bekk í grunnskólum þar sem krakkarnir geta farið i nokkurnvegin pössun eftir skóla. Þá væri ósangjarnt að hafa gjald á því öllu og einnig myndi þurfa gefa frítt í það þá myndum við tapa miklu meiri pening! Það yrði líka frítt allur matur í leikskólum og eflaust þyrfti þá að gefa frían mat í skóla þá myndum við tapa enþá meiri pening.
Mér finnst þessi hugmynd mjög undarleg og vona ég að hún verði aldrei að veruleika við allavega ég sé út úr henni að þetta myndi bara leiða til hærri skatta eða einhverju öðru slæmu sem myndi þurfa að gera til að fá meiri pening til að borga þetta upp.
Eftir þessa hugmynd missti ég alllt álit mitt á flokknum og er það 100% að ég kýs ekki þennann flokk og mig grunar að hann missi fylgi eftir þetta ég þekki marga vinstrimenn sem einnig finnst þetta heimskulegt og ætla ekki að kjósa flokkinn í vor sem ætluðu að kjósa hann. Mun ég a.m.k kjósa samfylkinguna.