Til að gera smábæ eða þorp fýsilegra fyrir þann einstakling sem fær ekki atvinnu, dægradvöl eða námsmöguleika við sitt hæfi, þarf að lyfta hvílíku grettistaki að flest annað í byggða, efnahags eða menningarmálum landsins í heild myndi verða hljóta skaða af, eða það er mín skoðun. Svo er um of einblínt á hagkvæmni alls þess sem reynt hefur verið, tölur og aftur tölur. Þessi stofnun gefur svona mörg störf, þetta álver gefur æskunni séns á að lifa áfram á austurlandi og vinna út lífið við sjóðheitt álið. Lítið er gert af því að hugsa um mannlega háttinn í þessum efnum. Fólki er nú gjarnt á að vera haldið útþrá í einhverri mynd, sumir láta sér nægja að ferðast í borgina eða annað, aðrir vilja búa í borginni eða annarstaðar, reyna eitthvað nýtt, hafa allt til alls.
Í sjávarþorpi út á landi er kannski bara fiskur, verkssmiðja eða álver, ef þú vilt ekki vinna í slíku og vilt sækja hærra, þá hefurðu lítið annað en að flytja burt.
Í sjávarþorpinu er eitt bíó sem sýnir eina mynd á viku, og bara á sumrin.
Í sjávarþorpinu er grunnskóli, kannski framhaldsskóli, sem heldur utan um námsmannin,, en svo eftir það er ekkert annað en að flytja burt til náms.
Fyrir þennan sama námsmann sem hefur svo menntað sig í æðri menntastofnum er síðan enginn starfsvettvangur við hæfi handa honum í þorpinu. Hugsanleg störf þegar upptekin og lítill vettvangur fyrir nýsköpun.
Menningarlíf er eitthvað en einhæft og aðallega á veturnar og í hollum.
Fyrir einstakling sem hefur búið allt sitt líf í smábæ getur lífið verið gott, hann sækir grunn og framhaldsskóla, dettur kannski gott starf á skrifstofu eða í fyrirtæki, eignast konu og börn og lifir sæll í hárri elli.
Ekki eru allir eins, og væri það grár heimur ef svo væri. Nú tökum við fyrir einstakling sem byrjar eins, lærir það sem er hægt að læra, og vill svo læra meira. Hvað stendur til boða? Enginn er háskólinn eða iðnskóli, hann vill kannski læra á tölvur. Hann verður því að fara til Reykjavíkur, nær þar í námsgráðu og útskrifast með sæmd. Með sína menntun býðst honum svo að fá gott starf í borginni, en hvað er í boði heima? Hann athugar, ekkert virkar, störf í boði eru annaðhvort of einföld fyrir hans kunnáttu eða tengjast henni ekki neitt. Hann ákveður að búa áfram í borginni.
Ef þið eruð nú farin að hugsa: uss þetta er bara helvítis borgarbúi að skíta á landið, þá vil ég láta það koma fram að ég er fæddur og uppalinn á suðurlandi, nánara tiltekið Eyjum, svo ég veit hvað ég er að tala um og var í raun hér fyrir ofan að lýsa nokkuð nákvæmt aðstæðum í Vestmannaeyjabæ. Í dag bý ég í borginni og líkar vel.
Niðurstaða? Leyfum fólki að “flýja” landsbyggðina. Þá verða næg störf, menning, verslun, námsmöguleikar og húsnæði fyrir þá sem þurfa ekki meira og líkar vel að búa í plássinu sínu. Landsbyggðarplássin munu þá enda í þægilegri stærð sem heldur vel utan um þá sem verða eftir. Flutningur fólk frá landsbyggð í borg er félagslegt fyrirbæri sem ekki er hægt að stöðva með Kortamælingum út á Akranes, eða litlu sætu menningarhúsi á Egilsstöðum (gæti misminnt með staðs. á þessum menningarhúsum) Í gegnum söguna hefur þetta gerst út um allan heim allt frá fæðingu iðnbyltingarinnar. Ekki fer sögum af árangri í að snúa þeim fólksflutningum við.
Hvað mig varðar, að alast upp í eyjum var paradís, en svo varð þessi eyja bara of lítil, tilbreytingalaus og einangruð.
Ég biðst forláts ef þessi grein fer út og suður eða í hringi, ég er varla vaknaður og nýmættur í vinnuna.
Kveðja, Zorglú
—–