Enn er hafinn áróður verksmiðjubænda þess efnis að flytja inn norskar beljur, sem nú er talið að muni skila sér í lægra verði á mjólk . STÓRHLÆGILEGT, hreint og beint, því ef eitthvað er mun þetta tilraunaverkefni verða til þess að launa rannsóknir á Keldum fram og til baka í áraraðir, áður en einhverjar beljur komast á bása og síðan koma yfirlýsingar um kostnað í því fólginn að kaupa stærri vélmenni til þess að mjólka kýrnar vélmenni, sem kosta nú í dag sennilega yfir 20 milljónir króna og “ telst ” vera hagkvæmni í búrekstri, stækka fjósin osfrv.
Á sama tíma er ekki enn hlustað á þá fáu sérfræðinga sem talað hafa fyrir lífrænum landbúnaði en þar er bannað að nota vélmenni, stóra traktora, tilbúin áburð og allt það sem telst nú vera “ vistvæn ” framleiðsla sem þó ekki seldist í Ameríku sem slík.
Við höfum ekkert að gera með norskar kýr, til þess að búa til nýjar beingreiðslur og meiri skatta.
kveðja.
gmaria.