Ég var lengi harðlega á móti kannabisefnum yfirhöfuð, og reyndar öllu nema áfengi. Síðan kom að því að ég fór að kynna mér þetta… og komst að því að kannabis virðist vera umtalsverðu skaðlausara en áfengi. Munurinn er hinsvegar sá að áfengi hefur mörghundruð ára félagslega sögu á meðal okkar, svo að sama og allir vita hvernig það virkar. Færri vita nokkurn skapaðan hlut um eiginlega, kosti og galla kannabisefna, og eru því í hættu á því að fordæma efnið.
Út um allan hinn vestræna heim er verið að vinna meira og meira að því að lögleiða kannabisefni. Bretland var að henda því niður úr Class B niður í Class C efni, sem þýðir að það er komið í sama hóp og sterar og anti-depressants, svokallaðir, en það eru lyf sem þunglyndissjúklingar nota, og einstaka mönnum dettur í hug að misnota.
Auðvitað er hægt að misnota kannabis. Að sjálfsögðu. En ég skal fullyrða það af eigin reynslu að þeir sem misnota það, jafnvel þó það sé bannað (merkilegt nok), eru stórmerkilega fáir. É nenni ekki að endurskrifa allt sem ég hef skrifað um efnið, en ég hvet ykkur til að leita eftir öðrum greinum eftir mig um þetta málefni, enda hef ég ekkert verið að spara ritin hingað til.
Kannabis er ekki nógu vanabindandi til þess að forsenda sé til þess að banna það. Það skemmir nákvæmlega ekki neitt í heilanum varanlega, heldur getur sljóvgað til skemmri tíma, bara eins og er með öll önnur vímuefni, og þar með talin sjálfsögð efni eins og áfengi. Kannabis veldur engum eitrunum í líkamanum og þurrkar ekki upp lifrina eins og flest annað.
Áfengi veldur eitrunum í heila sem drepur heilasellur. Þetta er auðvitað smávægileg eitrun sem ofstækismenn vilja tönnlast á, án þess að gera sér grein fyrir því að maður skemmir álíka margar heilasellur af því að skalla fótbolta, og af því að drekka sig dauðan. Eigum við ekki bara að gera áhorfendum RÚV greiða og banna fótbolta, þá? Áfengi skemmir lifur og er það verulegt vandamál hjá eldra fólki í vínmenningarlöndum eins og Frakklandi, sem bendir til þess að Íslendingahátturinn í drykkjunni er ekkert endilega verri en annars staðar, þar sem menn eru taldir drekka “hóflega”.
Hollendingar lögleiddu efnið á 8. áratugnum, ef mig minnir rétt, og hafa ekki séð ástæðu til þess að banna það aftur. Svisslendingar voru að lögleiða þetta fyrir tiltölulega skömmu, en þeir reyndar fóru gáfulegu leiðina og leyfa bara Svisslendingum að kaupa og selja, til þess að fá ekki alla ræflana úr löndum þar sem þetta er bannað, til að skemma menninguna.
Í Danmörk, Noregi, Þýskalandi, Frakklandi og í vaxandi mæli á Íslandi, þykir þetta sjálfsagður hlutur, og af mörgum (meðal annars mér) mun, mun skárra heldur en áfengi, hvort sem talað er um hófneyslu eða ofneyslu.
Ofneysla á áfengi… ímyndið ykkur hana. En ofneysla á kannabisefnum (eins sjaldgæf og hún er)… ha? Jájá… manneskjan verður hálfviti, ókei… auðvitað. En ekki af áfengi?
Koffín hefur farið verr með heilsu mína heldur en kannabisefni nokkurn tíma. Eigum við ekki bara að banna koffín?
Áfengi hefur farið verr með heilsu mína og sál heldur en kannabisefni nokkurn tíma. Eigum við ekki bara að banna áfengi?
Þú *getur* drepið með bíl. Það kemur tiltölulega oft fyrir, meira að segja. Eigum við ekki bara að banna bíla?
Kannabisefni er líka mjög nothæft til lækninga, og reyndar eru elstu heimildir um efnið frá Kína, þar sem það var notað til lækninga um 3.000 árum fyrir Krist.
Fáfróðara fólk, sem er á móti kannabisefnum en fylgjandi áfengi, gerir sér yfirleitt ekki grein fyrir mismun vímanna. Fólk hugsar sem svo að þetta sé bara spurning um styrk vímunnar, sem er fráleitt. Ef maður vildi bara styrk, óháð tegund og andrúmslofti vímunnar, myndi maður bara sprauta áfengi í æð. Það er enginn skortur á styrk í áfengi, og ef áfengi er vandamál… þá verður það verulegt vandamál.
*Þá* ferðu að berja krakkana þína og kerlinguna og láta eins og bavíani. En jafnvel þó þú sért einn af þeim verulega minnihluta sem notar kannabis í óhófi, þá hvað? Þá verðurðu dofinn þar til þú ert reyklaus í tvo mánuði, Ó, NEI! SIÐMENNINGIN FERST!
Maður veit ekki hvort maður eigi að hlægja eða gráta yfir fáfræði fólks. :) Það er ekkert að þessu hjá þér, og reyndar sé ég ekki betur en að þú hafir mjög þroskað viðhorf gagnvart þessu. Þið fáið ykkur eina jónu af og til EINS OG ALLIR Í DAG. Ég myndi frekar vilja sjá krakkann minn reykja kannabisefni heldur en áfengi, *ef það væri löglegt*. Alls ekki á meðan það er ólöglegt (sem ég hef enga trú á að það verði eftir 5-15 ár), vegna þess að þá fyrst ertu kominn í áhættuhóp. Fólk þarf að sniglast um til að reykja í friði, fólk lætur engan vita ef það finnur að það er að verða eitthvað sljótt… glætan spætan að þau fari í heilbrigðiskerfið með andleg vandamál sín… auðvitað hefur það aðgang að sterkari efnum… og auðvitað telur það, eftir það hversu mikið fáfræðin hefur skaddað orðstír kannabisefna, að harðari efni séu bara hið besta mál. *Það* er vandamálið.
Haltu þessu bara áfram svona, þú virðist mjög meðvitaður um sjálfan þig, og ert því síður en svo í áhættuhóp. :) Þú veist það jafn vel og við hinir sem höfum hundsvit á málinu, að það versta sem kemur fyrir þig sem kannabisneytanda… er að þú sért böstaður (og berið það svo saman við hin efnin).