Góðan dag og til hamingju með nefskattinn…
Þá er komið að RÚV ohf.
Hver treystir sér í að fylgjast með útgjöldum nýja fyrirtækisins og bera þau saman við útgjöld Rúv í dag?
Þetta verður æsi spennandi verkefni, og hef ég heyrt talað um að nemar í bæði hagfræði og viðskiptafræði ætli að reyna finna í þessu nýja fyrirtæki efnivið í BS ritgerðirnar sínar á næsta og/eða þarnæsta ári.
Ég bíð eftir spennandi umræði fyrr en seinna um hvort þetta sé ekki án efa dýrasta leiðin fyrir þjóðfélagið að haga hlutunum.
Við þurfum að borga meira, ríkið þarf líklega að borga svipað og auglýsendur þurfa að borga meira (því það verður engin samkeppni lengur)
Vá … Hvað getur maður sagt, ef fjölmiðlafrumvarpið var slæmt fyrir Jón Ásgeir, þá er þetta guðsgjöf…
ER ALÞINGI AÐ REYNA AÐ SEGJA FYRIRGEFÐU?
Veit ekki og vill ekki vita.
Þeim sem dettur í hug að Ísland sé nógu stórt til að halda uppi samkeppni margra fréttastofa, sjónvarpsstöðva, útvarpsstöðva o.s.f. er eitthvað vitfyrrtur.
En jæja, það er alltaf hægt að fá sér gervihnattamóttakara og horfa bara á fréttir hér heima.
En hvað um það þó RÚV sé í raun skjalasafn þar sem menning og listir þjóðarinnar hafa verið skráðar, geymdar og sýndar öll þessi ár, afhverju fær þetta ekki að halda áfram sem ríkisstofnun?
Hvað um það þó þessi stofnun stuðli að gerð íslensks barnaefnis sem vert er að horfa á og aðrar sjónvarpsstöðvar hafa ekki náð að gera almennilega dagskrá fyrir neinn nema unglinga og vilji losna við samkeppnina á þennan hátt…
Ég trúi því einfaldlega ekki að ríkið sé tilbúið að kosta formúgu til að geyma og viðhalda list af öllu (allavega flestu) öðru tagi en þessu.
Listasafn Íslands, Norræna húsið o.s.f
Þetta er bara pjatt síns tíma, framtíðin er margmiðlun af öllu tagi og eina stofnun ríkisins (fyrir utan Símann heitinn) sem getur á einhvern hátt bjargað sér á margmiðlunarsviðinu er RÚV.
Sú sköpun og list sem skapast fyrir sjónvarp á skilið alveg jafn mikla virðingu og vegsemd og bækur, því þarf að rísa Þjóð“filmu”safn í samræmi við þjóðpskjalasafn og það þarf að byggja Þjóðar“filmu”hlöðu þar sem þetta verður allt geymt.
En já, málið er að þegar farið verður að mæla kostnaðinn við að breyta og reka RÚV ohf. þá verður skrautlegt að sjá niðurstöðurnar…
Hve margir milljarðar ætli fjúki út um gluggann þar?