Í fyrsta skipti á Íslandi er fallinn dómur er setur mörk og skorður við tjáningu skoðana á opinberum vettvangi, að vísu í undirrétti, og varðar það atriði hegningarlaga að einhver aðili skuli ekki ráðast með orðum að hópi manna, með háði eða rógi.
Í þessu tilfelli var um að ræða skoðanir manns í blaðaviðtali,þar sem sá hinn sami tjáði sig um íbúa annarrar heimsálfu.

Í Kastljósi komu fram verjandi mannsins og sitjandi alþingismaður, úr röðum kvennalista sáluga ,til umræðu um þennan dóm.

Alþingismaðurinn fagnaði dómi þessum og taldi hann tímamót, til þess að sporna við “rasisma ” en gat hins vegar ekki svarað spurningum Gísla Baldurs þess efnis hver munur væri á ummælum er teldu “íslenska karlmenn upp til hópa letingja” og einhver kvennalistakvenna hefði látið falla og ummælum hins dæmda.

Hvað með ábyrgð fjölmiðla, hafa þeir lagalegar skyldur t.d. til þess að birta viðmælanda skrásett viðtöl í heild og yfirfyrirsagnir er birtast, eða getur blaðamaður túlkað viðtal af bandi eins og hann vill ?

Skömmu síðar kom Megas í Kastljós og aðspurður um tjáningarfrelsið, kvað hann það, að “ selskapsrasismi væri nú orðinn að fasisma ”
Hefur Megas rétt fyrir sér eða hvað finnst mönnum, um þennan dóm og spor þau er hann kann að marka tjáningarfrelsinu ?