Maður hefur nú vanið sig á að Íslenskir fjölmiðlar líkt og aðrir séu nú ekki alltaf að leggja sig í lengstu lög við að ná fram sannleikanum, heldur er þessum fjölmiðlum stjórnað af mönnum, sem jú er svo stjórnað af öðrum mönnum eða flokkum. Ég ætla nú ekki að fara að tala um það sem allir vita, hægri öfl stjórna fjölmiðlum í lang flestum tilvikum. Heldur ætla ég að ræða um þá fréttamennsku sem virðist hafa tekið sér bólfestu í dag og er ríkjandi í fjölmiðlum núrímans: “Ef þú hamrar á einhverju nógu oft, byrjar almenningur að trúa því”.

Nokkur skemmtileg dæmi:

Það var daginn mótmælaganga í bandaríkjunum á dögunum (washington minnir mig) þar sem mótmælt var árásunum á afghanistan og stjórnvöld krafinn um friðsamlega lausn. Fjölmiðill í Bandaríkjunum sagði að um 1000 manns hefði verið í þessari göngu. Morgunblaðið tók greinina beint upp og prentaði hana hér á landi (lítil grein). Margsinnis var morgunblaðið svo látið vita að þessi tala hefði verið röng en allt kom fyrir ekki, leiðrétting fékkst ekki. Kjarni málsins er að um 30.000 manns gengu en ekki 1000. Áróðursvél Usa kom hér í veg fyrir sannleikann.

Takið eftir málinu sem notað er þegar lýsingar frá Ísrael/Palestínu átökunum eru í fréttum: Hryðjuverkaárásir palestínumanna á móti réttlátum aðgerðum ísraelsmanna er það sem lesandinn fær úr þessum frásögnum.

Þetta er svona með alla miðla hérlendis, já líka fréttablaðið sem átti að vera svo hrikalega hlutlægt og segja aðeins sannleikann. En hvað sér maður í fréttablaði þriðjud. 23/10 01. Grein eftir Einar Karl Haraldsson RITSTJÓRA fréttablaðsins, þar sem hann á viðurstyggilega fordómafullan hátt, notar nýafstaðið þing vinstri-grænna og skoðun þeirra í heimsmálum til þess að viðra sínar eigin fordómafullu skoðanir gegn afghönum og rétt bandaríkjamanna til að stráfella þá. Þar sem að hann er formaður einhverrar nefndar í hallgrímskirkju þá er greinilega ekki sama hvort það er jón eða séra jón sem fær fyrirgefningu íslensku þjóðkirkjunnar.

En forsíðufrétt morgunblaðsins þar sem gyðingar eru að mótmæla og halda á skiltum þar sem Arafat er líkt við Usama bin Laden gekk alveg fram af mér, þarna er greinileg tilraun til að fá fram samlíkingu á þessum 2 mönnum með því að koma þessu inn í undirmeðvitundina. Auðvitað reyna Ísraelsmenn að rægja arafat, þetta eru stríðandi fylkingar, en lítið er talað um morðfarald þann er Ísraelsmenn hafa nú staðið fyrir á síðustu dögum, og ef það er talað um það er ávallt minnst á árásir palestínumanna nema það eru kölluð hryðjuverk en árásir Ísraelsmanna eru kallaðir t.d. (lögregluárás, herinn gerði árás, o.s.f.r.) ÞAÐ ER ENGINN MUNUR!!!
Ef palestínumenn væru að nota lögreglu sína til þess að drepa ísraelsmenn, þá held ég að eitthvað myndi heyrast frá heimsbyggðina, þ.e.a.s. ef einhverjir palestínsir lögreglumenn eru eftir þar sem Ísraelsstjórn hefur drepið 125 á síðustu 13 mánuðum.


Frjáls blaðamennska má þannig lítils mega sín gegn öflugum áráðursvélum og gríðarstóru peningaveldi hinna ráðandi afla.
Þorsteinn Valdimarsson náði að túlka núverandi og þáverandi heimsmynd best ´með einni setnignu úr ljóði sínu:
þú veist í hjarta þér (smalavísur útg.1977)

hvað þarf stóra þjóð til að segja satt.