Þetta er misskilningur. Ekkert er sannað með vísindalegri aðferð. Rannsóknir á eyðingu ósonlagsins svipar mjög til rannsókna á loftlagsbreytingum vegna gróðurhúsalofttegunda.
Eins og þú segir er vitað mál að hnattræn hlýnun á sér stað, þetta er hægt að staðfesta með mælingum á hitastigi síðustu hundrað ár og jafnframt með rannsóknum á veðurfari langt aftur í tíman t.d. með athugunum á sýnum úr jöklum. Alveg eins var vitað að ósonlagið var að þynnast með einföldum mælingum. Síðan var spurt, af hverju gerist þetta? Og já, það eru meðal annars vísindamenn NASA sem hafa séð um þessar víðtæku rannsóknir, bæði á hlýnun jarðar og eyðingu ósonlagsins.
Í annan stað er vitað að ákveðin efni ferðast upp í efri hluta lofthjúpsins og ganga í efnasamband við óson. Alveg eins er vitað að koltvíoxíð endurvarpar innrauðri geislun og veldur svokölluðum gróðurhúsaáhrifum sem eru vel þekkt og má sýna fram á í gróðurhúsi. Síðan er sett fram tilgáta um að orsaka samhengi sé á milli þessara hluta.
Það er alveg jafn erfitt að neita gróðurhúsaáhrifunum og að neita eyðingu ósons. Hinsvegar er ekki jafn auðvelt að sýna fram á orsakasamhengið í báðum tilfellum.
Í dag deila vísindamenn um hvorugan hlut. Þetta er augljóst af öllum alþjóðlegum vísindaráðstefnum og rannsóknum þar sem þetta mál hefur verið rætt. Sama á við um forsvarsmenn G8 (sjá:
[1],
[2],
[3],
[4]).
Hinsvegar hafa ákveðnir hagsmunaaðilar komið af stað áróðri áþekkum þeim sem sígarettuframleiðendur notuðu á sínum tíma til að menn tengdu krabbamein ekki við reykingar. Hann er að sjálfsögðu byggður á rökvillum til að rugla fólk og orðaleikjum (þessi áróður er byggður á hugmyndum Frank Luntz, sjá hér:
[5]). Til dæmis að nota setningar á borð við: “Þetta hefur ekki verið sannað.” Sem er að sjálfsögðu marklaus setning frá sjónarhóli vísinda en fyrir þá sem ekki þekkja til vísindalegra aðferða hljómar þetta sem afar kröftug rök. Sömu aðilar reyndu meira að segja að sannfæra fólk um að hnattræn hlýnun ætti sér ekki stað, sem er klárlega í mótsögn við sönnunargögnin. Til þess að styðja mál sitt hafa þeir ráðið til sín menn með doktorsgráður og merkilega titla, til dæmis Dr. Bonner Cohen og Dr. Patrick Michaels sem sín á milli hafa fengið nærrum því milljón dollara í styrki frá fyrirtækjum sem sérhæfa sig í líffrænum orkugjöfum á borð við kol og olíu. Dr. Bonner Cohen er einn þeirra sem tóbaksframleiðendur borguðu fyrir að reyna sína fram á að ekki væri samband milli krabbameins og reykinga, þetta kemur svo sem ekki á óvart. Sama fyrirtæki og tóbaksframleiðendur réðu til að skapa áróðurinn er notað af þessum aðilum, það er fyrirtæki sem sérhæfir sig í almannatengslum og heitir APCO, þú getur fylgst með þessari dellu hérna:
http://www.davidsuzuki.org/Climate_Change/Science/Skeptics.aspÞetta er ekki spurning um skort á vísindalegum gögnum heldur er þetta algjörlega pólítísk stríð á milli hagsmunaaðila. Annarsvegar þeirra sem eru hræddir um að tapa höfuðstólnum sínum og hinum sem eru hræddir um stórfenglar breytingar á vistkerfinu og mannlíf.