Í guðanna bænum, elskulegu og kæru hægrimenn… HÆTTIÐ AÐ TALA UM KOMMÚNISMA!!
Vinstrisinna á Íslandi á álíka mikið sameiginlegt með Kommúnisma, og hægristefnan á við Anarchy. Það að ýkja stefnur og skoðanir manna *algerlega* út úr samengi er ekki að hjálpa málstað neins.
Ég er hvorki hægri- né vinstrimaður, en er hlynntur hægrihallandi stefnum á sumum sviðum, og vinstrihallandi stefnum á öðrum. Sem dæmi er ég sammála Davíð Oddssyni að eignarskattur hafi engan rétt á sér. Ekki sem eignarskattur.
Ég er einnig algerlega á móti virðisaukaskatti.
Ég er hinsvegar hlynntur tekjuskatti, og persónuafslætti til að búa til þessa sveigju í framför sem gerir það að verkum bæði að þeir sem eru að græða miklu meira en þeir nokkurn tíma þurfa… græða ekki jafn hratt, sem og öfugt, að þeir sem lenda í veseni, lenda hægar í staðinn fyrir að brotlenda.
Þannig er það nefnilega með þetta blessaða “velferðakerfi” okkar (sem ég *trúi ekki* að hægrimenn ætli að þykjast stoltir af), þarf peninga. Og hvaðan eiga þessir peningar að koma? Bara… tjah, ég spyr!
Mér hefur fundist hægristefnan vera vaxandi í góðærinu. En þannig vill það einmitt verða. Fólk sem á bágt hugsar “en hvað það væri gott ef allir gæfu krónu, og þá væri hægt að leysa vandamál mín margfalt”, og þeir sem hafa umfram það sem þeir þurfa hugsa “hvers vegna eiga einhverjir aumingjar eins og Lalli Johns að þrífast á mér?”.
Síðan kemur hin hræðilega millistétt, sem fer ört vaxandi hérlendis, aðallega sökum góðæris. Allt í einu eiga allir pening og allir fara að leyfa sér þann hroka að þykjast aldrei geta nokkurn tíma þurft á hjálp samfélagsins að halda.
En ég skal segja ykkur hvað er vandamál á Íslandi.
Spítalar eru til skammar. Ekki til skammar, HELDUR TIL FOKKING SKAMMAR.
Skólakerfið? Stærðfræðikennsla sem jafnast á við þá sem er kennd… Í ÞRIÐJA HEIMINUM?!?
Lögreglan? *hóst* Ég veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða grenja, eða bara nota litla sæta heilann minn og gerast dópsali og ræningi. Það er miklu, MIKLU skynsamlegra heldur en að vinna fyrir sér þegar tekið er tillit til lögreglunnar.
Og hvers vegna er þetta? Ekki vegna þess að “þessir Kommúnistar bjóða ekki upp á neina þróun”… heldur vegna þess að þessi líka æðislegi og heilagi Sjálfstæðisflokkur hefur verið mjög duglegur við að skera niður á þessum sviðum upp á síðkastið, og reyndar alla tíð. Og svo núna ætla þeir að fara að lækka skatta og allir sem hafa vit á því að kjósa segja bara “já” og “amen”.
Hvað á maður að segja? :) Græðgi og eiginhagsmunasemi… og nákvæmlega ekki neitt annað.
Og það væri svosem í lagi upp að ákveðnu marki í stóru landi eins og Bandaríkjunum, en það er ekki tilfellið á Íslandi. Hlutfallslega þurfum við meira en tíund bænda til að viðhalda réttlátu skólakerfi, heilbrigðiskerfi, slökkviliði og lögreglu.
Einnig mega hægrimenn ekki gleyma því, í öllu sínu tali um einkavæðingar, að Kapítalismi hefur leikið mjög margt grátt, en þá fyrst og fremst ef ekki hluti sem eru *nauðsynlegir*. Það *er* arðvænlegt að fylla kjötið af hormónum. Það *er* arðvænlegt að auglýsa sígarettur (og heróín, ef út í það er farið) í sjónvarpinu. Allt undir hinu fagra og heilaga merki frelsisins sem menn virðast oft ekki skilja að mjög auðvelt er að brenna sig á.
Frelsi er gott… en frelsi annars á líka að enda þar sem nef mitt byrjar.
Þau algerlega ósjálfsögðu forréttindi að þurfa ekki að borga skatta… er ekki frelsi. Að taka peninga af mönnum er ekki prísund, heldur hugsanlega þjófnaður. Við borgum fyrir það að taka þátt í þessu samfélagi, vegna þess að hvort sem ykkur líkar betur eða verr, hagnast enginn á plánetunni án samfélagsins. Ég sé því ekki hvernig það á að heita eitthvað réttlæti, að gefa ekkert til baka til að viðhalda bráðnauðsynlegustu þáttum í gangi.
Jújú, einkavæðum RÚV, afnemum tvísköttum og óréttláta skatta, herðum eftirlit og reglur gagnvart þeim sem eru að svíkja út úr kerfinu… en í guðanna bænum, dömur mínar og herrar… það er ekkert eingöngu einstaklinganna sjálfra að þakka að þeir geta lifað í samfélagi þar sem þeir fá hálfa millu á mánuði.
Reyndar, á meðan þeir ætla að hafa velferðakerfið okkar í þessum molum sem það er núna, þá er líka eins gott fyrir þá að lækka skattana. Þó mér finnist sjálfsagt að hafa skatta til að halda þessu uppi… þá finnst mér það ekki nógu gott að maður sé að borga þá til þess að halda þessu *ekki* uppi.
Og það versta við hversu mikið græðgi- og hrokabað Sjálfstæðisflokkurinn er… er að enginn annar virðist vera neinu skárri.