- www.dobermann.name -
Eyþór sem borgarstjóri?
Nú er það staðfest á helstu fréttavefum landsins að athafnamaðurinn Eyþór Arnalds muni láta af störfum sem forstjóri Íslandssíma um næstu áramót. Hann hefur látið það eftir sér að hann hafi mikinn áhuga á að fara í framboð í borgarstjórn fyrir hönd Sjálfstæðismanna. Mér er spurn, hvernig ætlar maður sem gat ekki rekið símafyrirtæki vel, að stjórna heilli höfuðborg??? (Þó ekki sé búið að gefa út að hann ætli beint í borgarstjórann, en það er eflaust það sem hann hefur í huga). Ég verð bara að segja að mér finnst hann ekki traustsins virði. Sjálfstæðisflokkurinn fær ekki mitt athvæði með Eyþór í fararbroddi. Jafnframt því að hann sé ekki góður stjórnandi, þá finnst mér hann afskaplega litlaus karakter. Þó að hann sé búin að fást í ýmsu í gegnum ævina, þá býr hann ekki yfir þeim hæfileikum að geta komið sínum skoðunum á framfæri og fá fólk virkilega til að hrífast af krafti hans, dugnaði og þor. Davíð býr yfir þessum eiginleikum, fólk tekur eftir öllu sem hann segir og hann getur kjaftað hvern sem er í bólakaf. Það er bara leiðinlegt að hlusta á Eyþór tala… ef þið skiljið hvað ég er að fara… Hvað finnst ykkur um þetta, hver er verðugur í þetta starf fyrir sjálfstæðismenn að ykkar mati? Hafa þeir kannski engann í þetta starf?