Alveg er þetta dæmigert fyrir yfirborðskennda og illa upplýsta unga Sjálfstæðismenn að dæma menn eftir persónuleika þeirra og hvort þeir séu leiðinlegir/skemmtilegir, aðlaðandi/óaðlaðandi, ljótir/fallegir. Pólitík á ekki að snúast um persónuleika heldur innræti, skoðanir og stefnumál. Siðferðiskennd er líka góður kostur hjá stjórnmálamönnum. Ég get alveg verið sammála þegar sagt er að Steingrímur J. og Ögmundur séu leiðinlegir nöldurseggir, en það breytir því ekki að þeir eru með réttsýnustu og greindustu stjórnmálamönnum sem Íslendingar eiga.
Hins vegar er ég alveg sammála að Eyþór eigi ekki heima neins staðar nema í tónlist. Hann valdi sér tónlistina, hann lærði á tónlistarbraut í menntaskóla og tók framhaldsnám í henni. Hann hefur aldrei stundað hefðbundið háskólanám sem tengist fjármálum, lögum eða stjórnmálum. Hann hefur villst af leið frá þeirri stöðu sem hann á heima í, sem hann valdi sér. Kannski finnst honum tónlistarmenn ekki njóta nægrar virðingar í samfélaginu, eða hann er bara peningagráðugur. Það er ekki hægt að fullyrða að lífsreynsla sé næg forsenda fyrir að menn fari í stjórnmál. Eigum við þá ekki bara að fá Megas í framboð. Persónulega held ég að hann væri frambærilegri en Eyþór.
Það er alveg með ólíkindum hvernig fólk getur á óskiljanlegan hátt fært sig frá einu sviði yfir á eitthvað allt annað, um leið og það er orðið “frægt”, þ.e. komið á síður Séð og heyrt. Ágústa Johnson og Sjálfstæðisflokkurinn, fíflið í Ríó Tríó og R-listinn, Eyþór Arnalds og Íslandssími, og nú þetta. Það er að verða mér stöðugt ljósara hversu mikið bananalýðveldi Ísland er í raun.