Frá því í barnæsku hef ég verið alinn upp við þá hugmynd að Ísland sé hlutlaust. Að Ísland muni aldrei taka upp vopn gegn öðrum þjóðum. Eftir 18 ár á þessu landi hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé kjaftæði. Þegar Ísland fékk sitt sjálfstæði þá lístum við yfir okkar hlutleysi. Stuttu síðar vorum við hertekin af bretum. Það er það fyrsta sem gefur til kynna a ðÍsland hafi aldrei verið hlutlaust. Í Evrópu voru þónokkur lönd hlutlaus en af þeim voru bara tvö sem voru ekki hertekin. Svíþjóð og Sviss. Það sem einkennir þessi lönd að þar hefur verið herskylda í fleirir tugi ára og þau lönd hafa þau nauðsynlage tæki til að vernda landmæri sín. Í stríðinu fengum við svo Kana til að taka að sér varnir landsins og hættum þá öllu hlutleysi. Í umþaðbil 60 ár hafa Kanar séð um varnir landsins en samt höldum við því fram að Ísland sé hlutlaust. Það er frásinna um leið og vi leyfum erlendum her að vera með svo mikið sem kofa á landinu erum ekki hlutlaus. Það sem ég legg til að Íslendingar taki varnir móðurjarðarinnar í sínar eigin hendur. Nú fara hlutleysis raddirnar að óma án efa og leyfum þeim það. En málið er það að það er ekki hægt að halda fram hlutleysi með penna og priki á móti einhverjum á skriðdrekum og með byssu. Með réttu orðunum er án efa hægt að fá kennara frá breska hernum og bandarísku herjunum til Íslands til kennslu. Þónokkrir Íslendingar hafa farið til Bandaríkjanna að ganga í herinn þar og hafa þurft að gjalda dýru verði og þarhelst íslenska ríkisborgararéttnum. Það er hægt að fá þetta fólk aftur til landsins til að halda utan um þetta. Til að halda fjárútgjöldunum niðri er hægt að kaupa hergögn frá fyrrverandi sovétríkjunum og breytt þeim af okkar eigin fólki til að vera vis um að þau virki. Sett upp herskóla á landið fyrir unglinga og reynt að aga ungþjóðina. Gera það að Framhaldsskóla og undirbúnings aðstöðu fyrir stöðu í hinum íslenska varnarher. Það þarf ekki mikinn pening til að koma upp almennilegum vörnum fyrir á Íslandi. Það þarf ekki mikinn mannskap til að verja landið okkar. Með íslenskum her þarf ekki að segja sig úr NATO því hefðum við her í hernaðarsambandi.
————————-